Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2016 Desember

31.12.2016 14:37

Húsavíkurhöfn um jólin 1980

Pabbi tók þessa mynd yfir höfnina á jólunum 1980. Júlíus Havsteen og Björg Jónsdóttir liggja við þvergarðinn. Á suðurgarðinum eru Geiri Péturs, Sigþór, Sæborg og utan á henni Þorkell Björn. Kristbjörg og Skálaberg utan á henni. Efst liggja þrír bátar smíðaðir á Akureyri, við bryggjuna held ég að liggi Árný, utan á henni Ásgeir og ysti báturinn er Guðrún Björg. En hvar var þá Fanney ? Sennilega bara ofar.

Húsavíkurhöfn um jólin 1980. © Hreiðar Olgeirsson.

31.12.2016 14:30

Greitt úr netunum

Greitt úr netunum á Kristbjörgu II ÞH 244, árið er 1979 að ég held. Stjórnborðsmegin eru Björn Viðar og Már Höskuldsson en í bak eru Daníel Guðjónsson og Skarphéðinn Olgeirsson.

Greitt úr netunum á Kristbjörgu II ÞH 244. © Hreiðar Olgeirsson.

 

 

31.12.2016 14:22

Víravinna

Már Höskuldsson th. var með pabba á Kristbjörgunum þrem sem hann stýrði og Ármann Þorgrímsson var lengi í áhöfn hjá honum. Hér eru þeir í víravinnu á bryggjunni upp úr 1980.

Víravinna við mb. Kristbjörgu ÞH 44. © Hreiðar Olgeirsson.

 

 

31.12.2016 14:12

Pabbi og Beddinn

Ég ætla ekki að birta neina bátamynd á þessum síðasta degi ársins. En það sem kemur er tengt pabba, Hreiðari Olgeirssyni, sem lést í upphafi ársins. Og hér er mynd af honum við útgerðarbílinn og bátinn um 1980. Bíllinn er af Bedfordgerð og keyptur af Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Báturinn er Kristbjörg ÞH 44. Myndin tekin á Kodak Istamatic og gæðin eftir því.

 
Hreiðar Olgeirsson við Bedfordútgerðarbíl Korra hf.

 

 

 

30.12.2016 21:26

Rán

Netabáturinn Rán BA 57 að draga netin en myndina tók Hreiðar Olgeirsson á Kristbjörgu ÞH 44. Rán var þarna komin í eigu Óskars Karlssonar (Flóka ehf.) og fékk síðar nafnið Guðrún BJörg ÞH 60. Upphaflega Guðbjörg GK 6 smíðuð í Hafnarfirði 1946.

472. Rán BA 57 ex Jói á Nesi SH. © Hreiðar Olgeirsson.

 

 

30.12.2016 21:10

Jóhann Gíslason

Jóhann Gíslason ÁR 52 leggur hér upp í róður frá Þorlákshöfn þaðan sem hann var gerður út um árabil. Smíðaður í Harstad í Noregi eins og hefur komið hér fram áður og hét upphaflega Tungufell BA 326.

1067. Jóhann Gíslason ÁR 52 ex Jón á Hofi ÁR. © Hafþór Hreiðarsson.

30.12.2016 20:45

Brynja

Brynja SH 370 er hér í Drafnarslippnum í Hafnarfirði þar sem hún var rifin um árið. Báturinn hét upphaflega Þorlákur Ingimundarson ÍS 15 og var smíðaður í Danmörku 1963. Síðar hét hann Þorleifur ÓF 60, Ágúst Guðmundsson GK 95, Skálafell SF 95 og Brynjólfur ÁR 4 áður en hann fékk Brynjunafnið en eftir því sem Tryggvi í Eyjum segir á síðunni sinni fór hún á flot með því nafni.

225. Brynja SH 370 ex Brynjólfur ÁR. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

30.12.2016 20:17

Húsvíkingur

Rækjutogarinn Húsvíkingur ÞH 1 kemur hér til hafnar á Húsavík. Áður Pétur Jónsson RE 69 smíðaður 1994 og kemur í húsvíska flotann 1997. Seldur til Rússlands 1999.

2216. Húsvíkingur ÞH 1 ex Pétur Jónsson RE. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

30.12.2016 19:30

Þorsteinn Gíslason

Ár og dagar síðan ég hef birt mynd af þessum held ég. Þorsteinn Gíslason GK 2 sem upphaflega hét Árni Geir KE 74 smíðaður í Þýskalandi 1959. Eftir að hann var seldur úr Grindavík fékk hannnafnið Arnar í Hákoti SH 37 og loks Jökull SK 16 sem hann ber í dag.

288. Þorsteinn Gíslason GK 2 ex Árni Geir KE. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

30.12.2016 17:48

Arney

Netabáturinn Arney KE 50 kemur að bryggju í Sandgerði á vetrarvertíð nítjánhundruðáttatíu og eitthvað.

1014. Arney KE 50 ex Ársæll Sigurðsson GK. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

30.12.2016 16:56

Guðbjörg Steinunn

Guðbjörg Steinunn GK 37 kom til Húsavíkur suamrið 2007 og þá tók ég þessa mynd. Upphaflega Þórir GK 251, síðar SF 77. Þórir II SF 777 og þá Ólafur Magnússon HU 54. Seinna var Guðbjargarnafnið klippt af og eftir stóð Steinunn og  hún var AK 36. Smíðaður í Stálvík 1972. Seld til Möltu 2015.

1236. Guðbjörg Steinunn GK 37 ex Ólafur Magnússon HU. © Hafþór 2007.

 

 

30.12.2016 12:44

Níels Jónsson

Þessi mynd er frá árinu 2007 nánar tiltekið þann 10. mars 2007. Hún sýnir Níels Jónsson EA 106 við bryggju á Hauganesi þar sem verið var að landa úr honum eftir netaróður.

1357. Níels Jónsson EA 106 ex Arnarnes ÍS. © Hafþór Hreiðarsson 2007.

 

 

29.12.2016 13:38

Faxi

Hér kastar síldarbáturinn Faxi GK 44 nótinni skammt utan við höfnina á Stöðvarfirði. Örugglega búinn að birta hana áður en ég tók myndina haustið 1984.

51. Faxi GK 44. © Hafþór Hreiðarsson.

29.12.2016 13:08

Haukur

Hvalaskoðunarbáturinn Haukur áður en honum var breytt í skonnortu.

1292. Haukur ex Haukur ÍS 195. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

29.12.2016 12:36

Krossey

Krossey SF 26 kemur til hafnar í Hafnarfirði um árið. Upphaflega Sæþór KE 70, smíðaður í Skipavík 1971. Lengi vel Sigrún GK 380 og síðar Egill SH 195. Þá Krossey, Jón Erlings GK 222, Dagný GK 295 og loks Dritvík SH 412. Undir því nafni varð báturinn eldi að bráð 2001.

1173. Krossey SF 26 ex Egill SH. © Hafþór Hreiðarsson.
Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 9254637
Samtals gestir: 1995063
Tölur uppfærðar: 24.8.2019 01:05:55
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is