Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2016 Nóvember

18.11.2016 16:57

Guðbjörg

Guðbjörg GK 517 kemur að landi í Reykjavík. Upphaflega Sjöfn ÞH 142 frá Grenivík, smíðuð hjá Vör á Akureyri 1972. Vilborg ST 100 í dag.

1262. Guðbjörg GK 517 ex Rúna RE. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

17.11.2016 22:05

Von verður Iða

Galti ehf. á Húsavík hefur keypt Von ÞH 154 sem fær nafnið Iða ÞH 321 samkvæmt Fiskistofu. Galti gerði út fyrir nokkrum árum Galta ÞH 320 til grásleppu- og handfæraveiða en hefur ekki verið í útgerð síðan hann var seldur. Seljandinn er  Sigurður Kristjánsson sem keypti Guðnýju NS 7 um síðustu áramót og gaf henni nafnið Ósk ÞH 54. 

1432. Von ÞH 54 nú Iða ÞH 321. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

 

 

17.11.2016 21:42

Keilir

Hér er Keilir SI 145 að leggjast að bryggju á Húsavík í septembermánuði 2004. Upphaflega Kristbjörg ÞH 44 smíðuð í Skipavík 1975 fyrir Korra hf. á Húsavík.

1420. Keilir SI 145 ex GK. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

 

 

17.11.2016 21:31

Samið um smíði á nýrri Hafborgu EA

Samið hefur verið um smíði á nýrri Hafborgu EA en frá þessu er greint í Fiskifréttum í dag.

Þar segir m.a : Nýsmíðaður snurvoðar- og netbátur er væntanlegur til heimahafnar í Grímsey eftir rúmt ár. Hafborg ehf. í Grímsey hefur skrifað undir samning á nýsmíði á 25.95 metra báti sem verður byggður í Hvide Sande í Danmörku. Ráðgarður hannaði skipið. BP Shipping Agency Ísland sá um sölu og samningsgerð. Nýja skipið fær nafnið Hafborg EA og mun leysa samnefnt eldra skip af hólmi. 

Lesa meira hér

Tölvumynd af nýju Hafborgu. © Ráðgarður.

16.11.2016 14:14

Þorsteinn

Hér kemur Þorsteinn ÞH 360 að landi á Þórshöfn vel hlaðinn. Upphaflega Helga II RE 373 og síðar Þorsteinn EA 810. Nú undir grænlensku flaggi sem Tuneq.

1903. Þorsteinn ÞH 360 ex EA 810. © Sigmar Ingólfsson.

15.11.2016 21:01

Svanur

Hér er Svanur RE 45 hinn síðari með nótina á síðunni. Hét áður Brennholm en var keyptur hingað til lands árið 2002.

Morgunblaðið birti eftirfarandi frétt um komu skipsins sem var síðan selt úr landi 2006 eftir að útgerðin var sameinuð HB Granda.

NÝR Svanur RE 45 er kominn til heimahafnar í Reykjavík. Skipið var smíðað í Noregi 1988 og leysir af hólmi eldra skip með sama nafni.

Ingimundur Ingimundarson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar, segist ánægður með nýja skipið sem er nokkuð stærra og afkastameira en hið gamla. 

Skipið verður með tæplega 2% af loðnukvótanum, einn síldarkvóta, leyfi til veiða á norsk-íslenzku síldinni, líklega um 2.200 tonn á komandi vertíð og dálítinn rækjukvóta, sem verður skipt á fyrir síld. "Við þurfum að láta yfirfara skipið og uppfylla íslenzk lög og reglugerðir sem ná yfir skipin en að því loknu verður haldið til síldveiða. Því miður höfum við engan kolmunnakvóta, en dæmið lítur engur að síður vel út og ég er bjartsýnn á að þetta gangi allt upp," segir Ingimundur.

Skipið er 60,2 metrar að lengd og 11 metra breitt. Aðalvél er 3.060 hestöfl og það er búið til veiða bæði í nót og flottroll. Í skipinu er búnaður til heilfrystingar á loðnu og síld og hægt er að vera með aflann í sjókælingu í lestum. Sé verið að fiska í bræðslu er burðargetan um 1.150 tonn, en nokkru minni, þegar fiskað er til manneldisvinnslu. Skipið kostar um hálfan milljarð króna og stefnt er að því að selja gamla skipið án veiðiheimilda. Skipstjóri á nýja skipinu verður Gunnar Gunnarsson, en hann var með gamla Svaninn.

2530. Svanur RE 45 ex Brennholm. © Sigmar Ingólfsson.

 

 

15.11.2016 15:10

Vilhelm Þorsteinsson

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 er eitt farsælasta skip Íslendinga og hér er mynd af honum sem Sigmar Ingólfsson tók. Þarna er hann nánast nýr, c.a eins og hálfsárs. Myndin er framkölluð í febrúar 2002, og hann kom í flotann í september 2000 og er enn að.

2411. Vilhelm Þorsteinsson EA 10. © Sigmar Ingólfsson.

10.11.2016 21:09

Í slipp

Þessa mynd tók pabbi út í Vestnes sumarið 1987 þegar Rossvik var komin í slipp hjá Aas skipasmíðastöðinni sem smíðaði hann 1984. Báturinn fór síðan á flot eftir skveringu og breytingar sem Geiri Péturs ÞH 344.

Rossvik síðar 1825. Geiri Péturs ÞH 344. © Hreiðar Olgeirsson 1987.

 

 

 

09.11.2016 22:42

Sæunn Sæmundsdóttir

Hér kemur mynd sem ég tók í júlí 2009 af línubátnum Sæunni Sæmundsdóttur ÁR 60 koma til hafnar í Þorlákshöfn. Hef áður birt mynd úr þessari syrpu en læt þessa vaða. Sæunn Sæmundsdóttir var smíðuð hjá Seiglu á Akureyri 2007 og er í eigu Hrímgrundar ehf. í Þorlákshöfn.

2706. Sæunn Sæmundsdóttir ÁR 60. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

 

 

09.11.2016 18:08

Gunnþór

Gunnþór GK 24 við bryggju í Njarðvík á sínum tíma. Upphaflega Tungufell BA og lengi vel Jóhann Gíslason ÁR. Rifinn í Njarðvík fyrir átta eða níu árum.

1067. Gunnþór GK 24 ex Jóhann Gíslason ÁR. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

09.11.2016 17:48

Eldhamar

Þá er maður búinn að borga árgjaldið fyrir síðuna í eitt ár til viðbótar og mun það verða 12. árið sem ég held henni úti. Og þá er best að reyna standa sig og hér kemur mynd af Eldhamri GK 13 koma að landi í Grindavík. Upphaflega Seley SU 10 og nú ferðaþjónuskip í Króatíu.

Ég hlýt að vera kominn margar hringi með mínar myndir en ef menn hafa myndir sem þeir vilja leyfa mér að birta hér má senda þær á korri@internet.is - En ég birti bara myndir sem menn eiga sjálfir eða hafa leyfi til að birta.

1000. Eldhamar GK 13 ex Kristján RE. © Hafþór Hreiðarsson.
 

 

 

01.11.2016 13:30

Rifsnes í slipp

Hér koma myndir af Rifsnesinu gamla í slipp á Akureyri 2006. Fjölnir GK í dag eftir miklar breytingar í Póllandi.

1136. Rifsnes SH 44 ex Örvar BA. © Hafþór Hreiðarsson 2006.

 

1136. Rifsnes SH 44 ex Örvar BA. © Hafþór Hreiðarsson 2006.

 

 

Flettingar í dag: 83
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9395824
Samtals gestir: 2007453
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 01:53:56
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is