Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2016 Nóvember

22.11.2016 19:51

Ísborg náði í Heru

Nokkuð er umliðið frá því Sólberg ehf. á Ísafirði keypti Heru ÞH 60 og í morgun kom annað skip fyrirtækisins, Ísborg ÍS 250, til Húsavíkur. Tilgangurinn var að ná í Heru sem hefur legið vélarvana í Húsavíkurhöfn sl. tvö ár (síðasta löndun í september 2014). Ég tók þessa mynd þar sem bátarnir voru klárir til brottfarar en þeir lögðu í hann umdir kvöld og eru í þessum skrifuðu orðum norður af Flatey á Skjálfanda. Hera hét upphaflega Guðrún Jónsdóttir ÍS 267 smíðu fyrir Gunnvöru hf. á Ísafirði.

67. Hera ÞH 60. - 78. Ísborg ÍS 250. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

21.11.2016 23:31

Hólmsteinn og Eyrún

Þorlákshöfn á vetrarvertíð 1982. Nú man ég ekki lengur hvað bryggjurnar heita en fjær liggur Hólmsteinn ÁR 27 og nær Eyrún ÁR 66.

542. Hólmstein ÁR 27. - 1315. Eyrún ÁR 66. © Hafþór Hreiðarsson 1982.

 

 

 

21.11.2016 23:24

Bræla

Hér er mynd sem ég tók snemma á tíunda áratug síðustu aldar á Húsavík, bræla og flotinn í höfn.

Húsavíkurhöfn. © Hafþór Hreiðarsson.

21.11.2016 22:50

Geiri Péturs

Hér kemur mynd frá Pétri Helga sem greinilega er tekin um leið og myndin hér að neðan. Spurning hvar kallinn var þegar hann tók þær, sennilega úr skipi við Norðurgarðinn. Geiri þessi hefur marg oft áður komið við sögu hér á síðunni en til upprifjunar var hann keyptur til Húsavíkur frá Noregi 1987 þá þriggja ára gamall.

1825. Geiri Péturs ÞH 344 ex Rossvik. © Pétur Helgi Pétursson.

 

 

21.11.2016 22:39

Geiri Péturs og Súlan

Pétur Helgi tók þessa mynd sem sýnir Geira Péturs ÞH 344 sigla með þvergarðinum í Húsavíkurhöfn þar sem Súlan EA 300 liggur utan á en Sigþór ÞH 100 fyrir innan. 

1825. Geiri Péturs ÞH 344 - 1060. Súlan EA 300. © Pétur Helgi Pétursson.

21.11.2016 22:25

Þórður Jónasson

Þórður Jónasson EA 350 drekkhlaðinn á loðnumiðunum. Pétur Helgi Pétursson kokkur á Björgu Jónsdóttur ÞH 321 tók myndina. Þórður smíðaður 1964 og heitir í dag Hörður Björnsson ÞH 360.

264. Þórður Jónasson EA 350 ex RE. © Pétur Helgi Pétursson.

 

 

20.11.2016 21:06

Guðmundur Ólafur

Hér er Guðmundur Ólafur ÓF 91 að leggja úr höfn á Ólafsfirði eftir sjómannadag 2002 að mig minnir. Guttarnir að dorga í forgrunni. 

2329. Guðmundur Ólafur ÓF 91 ex Sveinn Benediktsson SU.© Hafþór 2002.

20.11.2016 18:51

Faldur

Hér kemur mynd sem ég tók í júlímánuði 2001 þegar Faldur ÞH 153 kom til Húsavíkur eftir að hafa verið keyptur þangað. Seljandinn Þorbergur Jóhannsson sigldi honum til nýrrar heimahafnar ásamt Jóni Helgasyni sem stendur í stafni.  Á neðri myndinni sýnist mér þeir vera að flagga. Faldur hóf síðan siglingar með ferðamenn í sumarbyrjun 2002.

1267. Faldur ÞH 153 ex Votaberg ÞH. © Hafþór Hreiðarsson 2001.

 

             Jón Helgason og Þorbergur Jóhannsson. © Hafþór Hreiðarsson 2001.

 

 

20.11.2016 12:03

Tveir Svanir

Hér liggja tveir Svanir við bryggju í Reykjavík. Sá minni hét í upphafi Brettingur NS 50 og síðar Esjar RE 400 en lengst af Svanur RE 45. Þarna er hann kominn með RE 40 eftir að sá stærri var keyptur til landsins og fékk RE 45.

2530. Svanur RE 45 - 1029. Svanur RE 40. © Hafþór Hreiðarsson.

20.11.2016 11:42

Happasæll

Happasæll KE 94 í slipp í Njarðvík. Þarna átti hann eftir að fara í gegnum síðustu breytingarnar eins og við þekkjum hann í dag sem Grímsnes GK 555. Upphaflega Heimir SU 100 frá Stöðvarfirði.

89. Happasæll KE 94 ex Árni Geir KE. © Hreiðar Olgeirsson.

 

 

20.11.2016 11:32

Kvika

Þessa mynd tók Hreiðar Olgeirsson þá skipstjóri á Kristbjörgu ÞH 44 við Langanes. Þarna eru Héðinn Sverrisson og Hreinn Valtýsson á Kviku ÞH 345 að leggja netin. Þeir fiskuðu oft vel á Kvikunni ef ég man rétt.

6991. Kvika ÞH 345. - Í dag Jói Brands GK. © Hreiðar Olgeirsson.

 

 

 

19.11.2016 16:45

Hólmsteinn

Hólmsteinn GK 20 kemur hér að landi í Sandgerði. Smíðaður í Hafnarfirði 1946 og fékk nafnið Hafdís GK 20. 1965 varð hann Hólmsteinn GK 20 og nú stendur hann á þurru landi við Garðskagavita.

573. Hólmsteinn GK 20 ex Hafdís GK. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

19.11.2016 10:34

Katrín ofl. bátar í Reykjavík

Katrín VE 47 frá Vestmannaeyjum liggur hér við Grandann og sést í þrjá aðra báta á myndinni. 298. Áskell ÞH 48 liggur við enda bryggjunnar sem ég veit ekki hvað heitir. Eða hvort hún hefur nafn. Ofar við hana liggja 450. Geir RE 1 og 1068 sem sennilega heitir þarna Fossborg ÁR 31.

964. Katrín VE 47 ex Bergur VE. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

 

19.11.2016 10:06

Byrefjell

Byrefjell á legunni í Húsavíkurhöfn en við þekkjum þennann sem hvalaskoðunarbátinn Náttfara í dag. Upphaflega Þróttur SH 4, byggður í Stykkishólmi 1965. Báturinn hafði verið skráður í Noregi en fór aldrei og hafði legið lengi í Reyðarfirði áður en Norðursigling keypti hann 1998. Í júní 1999 hóf hann siglingar á hvalaslóðir og hefur gert í  17 ár.

Byrefjell í dag 993. Náttfari. © Hafþór Hreiðarsson 1998.

 

18.11.2016 17:59

Reykjaborg í slipp

Hér er Reykjaborgin RE 25 í Daníelsslipp í Reykjavík. Upphaflega Sigrún ÞH 169 frá Grenivík, smíðaður hjá Vör á Akureyri 1976. Hefur heitið ýmsum nöfnun í þessi 40 ár en er í dag hvalaskoðunarbáturinn Sylvía frá Húsavík.

1468. Reykjaborg RE 25 ex Rögnvaldur SI. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

Flettingar í dag: 110
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9395851
Samtals gestir: 2007457
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 02:29:52
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is