Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2016 Nóvember

25.11.2016 16:33

Skálafell

Skálafell ÁR 205 er hér að færa sig til eftir löndun í Þorlákshöfn. Báturinn Sökk á Þistilfiðir árið 2005 og hét þá Hildur ÞH 38. Upphaflega Stefán Guðfinnur SU 78 smíðaður á Fáskrúðsfirði 1973.

1311. Skálafell ÁR 205 ex Rík ÁR 205. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

25.11.2016 16:27

Sæljón

Kínabáturinn Sæljón RE 19 kemur að bryggju í Reykjavík. Þarna var birtu farið að bregða nokkuð og myndin því ekki góð að gæðum. Benni Sæm GK 26 í dag og búið að lengja hann.

2430. Sæljón RE 19. © Hafþór Hreiðarsson.

 

25.11.2016 16:11

Hafnarberg

Hér liggur Hafnarberg RE 404 við bryggju í Reykjavík og eins og sjá má var sjávarstaðan há. Báturinn heitir Maggý VE 108 í dag en upphaflega Skálavík SH 208.

Annars er nafnasagan svona: Skálavík SH 208, Sigurbára VE 249, Sigurbára II VE 248, Sæfari ÁR 117, Hafnarberg RE 404 Ósk KE 5 og  Maggý VE 108.

1855. Hafnarberg RE 404 ex Sæfari ÁR. © Hafþór Hreiðarsson.

24.11.2016 17:52

Haukur

Hálfnað verk þá hafið er segir einhvers staðar og hér er mynd frá októbermánuði 2001 þegar Norðursiglingarmenn voru að breyta Hauknum í skonnortu. Um Haukinn segir á heimasíðu Norðursiglingar:

Haukur var byggður í Reykjavík árið 1973 og var annar af tveimur mjög sérstökum bátum sem smíðaðir voru í Skipasmíðastöð „Jóns á Ellefu“. Lengst af var báturinn gerður út frá Vestfjörðum en Norðursigling keypti bátinn árið 1996 og breytti honum á svipaðan hátt og Knerrinum og hóf hann hvalaskoðunarferil sinn sumarið 1997. Eftir 5 góðar vertíðir í hvalnum á Húsavík var báturinn settur í slipp á Húsavík þar sem honum var breytt í tveggja mastra seglskip, í stíl við fiskiskonnortu er voru algengar við Norðurland á seinni hluta 19. aldar. Sumarið 2002 sigldi Haukur svo með fólk um Skjálfanda, bæði undir seglum og sem hvalaskoðunarbátur.

 

1292. Haukur ex Haukur ÍS 195. © Hafþór Hreiðarsson 2001.

 

 

24.11.2016 17:45

Héðinn í slipp

Hér birtist mynd sem ég tók í septembermánuði 2001 og sýnir Héðinn sem áður hét Héðinn Valdimarsson og var olíuflutningabátur Olíuverzlunar Íslands. Þarna er hann í slipp en Sjóferðir Arnars átti bátinn og seldi hann vorið 2005 til Rússlands. Smíðaður í Noregi 1966.

1010. Héðinn ex Héðinn Valdimarsson. © Hafþór Hreiðarsson 2001.

 

 

24.11.2016 15:22

Guðrún Gísladóttir

Hér fjölveiðiskipið Guðrún Gísladóttir KE að koma til hafnar á Akranesi haustið 2001. Ég var að grúska í safni mínu og rakst á þessa mynd sem mér hefur verið send á sínum tíma.  Þá safnaði ég myndum fyrir Fiskifélagið í almanak þeirra og sennilega er hún komin frá útgerðinni. En ég vona aðmér fyrirgefist að birta hana hér. Sögu skipsins þekkjum við.

2413. Guðrún Gísladóttir KE 15.

 

 

24.11.2016 09:13

Þórsnes

Þórsnes SH 108 kemur hér til hafnar á Húsavík vorið 2003 en þeir voru á netum ef ég man rétt. Smíðaður 1964 í Noregi og hét upphaflega Helga Guðmundsdóttir BA 77 frá Patreksfirði. Síðar Dofri BA 25 og Helga Guðmundsdóttir SH 108 um tíma en fékk svo Þórsnesnafnið. Fjóla GK í dag og liggur í Njarðvík.

245. Þórsnes SH 108 ex Helga Guðmunds . © Hafþór Hreiðarsson 2003.

 

 

23.11.2016 22:14

Benni Sæm

Dragnótabáturinn Benni Sæm GK 26 kemur að landi í Keflavík. Smíðaður í Skipavík 1973 og hét upphaflega Auðbjörg HU 6 og síðar EA 22. Garðar ÍS í dag.

1305. Benni Sæm GK 26 ex Björgvin á Háteigi GK. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

23.11.2016 20:44

Bjössi Sör

Hér koma myndir sem ég tók þegar Bjössi Sör kom til heimahafnar á Húsavík í fyrsta skipti. Keyptur frá Breiðdalsvík  2002 þar sem hann bar nafnið Breiðdælingur SU. Hann hóf siglingar með ferðamenn á hvalaslóðir sumarið 2003.

1417. Bjössi Sör ex Breiðdælingur SU. © Hafþór Hreiðarsson 2002.

 

 

Bjössi Sör leggur Bjössa Sör að bryggju. © Hafþór Hreiðarsson 2002.

 

 

 

23.11.2016 16:37

Nökkvi

Rækjutogarinn Nökkvi HU 15 kemur hér að Norðurgarðinum á Húsavík á upphafsárum þessarar aldar. Smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri 1987. Seldur til Færeyja á sínum tíma.

1768. Nökkvi HU 15. © Hafþór Hreiðarsson.

23.11.2016 14:33

Tjaldur

Hér er Tjaldur SH 270 að koma að bryggju á Húsavík í nóvembermánuði 2002. Spurning hvort hann hafi verið á grálúðunetum þá.

2158. Tjaldur SH 270. © Hafþór Hreiðarsson 2002.

23.11.2016 12:43

Jón á Hofi

Hér lætur Jón á Hofi Ár 62 úr höfn í Þorlákshöfn um árið. Saukko III hét hann áður en hann var keyptur til landsins 1980. Smíðaður í Flekkefjörd 1969. Farinn í pottinn.

1562. Jón á Hofi ÁR 62 ex Saukko III. © Hafþór Hreiðarsson.

 

23.11.2016 12:17

Haförn

Haförn ÞH 26 kemur hér úr róðri, árið er 2001 og flutningaskipið Ludvig Andersen við Norðurgarðinn. Kom oft hingað með rækju til vinnslu hjá FH. Haförn var smíðaður hjá Vör á Akureyri 1975 og heitir í dag Áskell Egilsson. Verið er að gera bátinn upp á Akureyri er hann orðinn hinn glæsilegasti að sjá. Meira um það síðar.

1414. Haförn ÞH 26 ex Gulltoppur ÁR. © Hafþór Hreiðarsson 2001.

22.11.2016 20:49

Fram

Fram ÞH 62 kemur að landi á Húsavík í dag. Smíðaður í Svíþjóð 1985 en hefur breyst mikið í áranna rás. Áður Sigurvin GK 51. Útgerð Braddi hef. á Húsavík.

1999. Fram ÞH 62 ex Sigurvin GK. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

 

22.11.2016 20:39

Ingi

Ingi ÞH 198 kemur að landi á Húsavík í dag. Áður Íris SH smíðaður á Akranesi. Útgerð Doddi Ásgeirs ehf. á Húsavík.

2484. Ingi ÞH 198 ex Íris SH. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

Flettingar í dag: 110
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9395851
Samtals gestir: 2007457
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 02:29:52
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is