Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar |
|||||||||||||||||||||||||||||||||
Færslur: 2016 Nóvember25.11.2016 16:33SkálafellSkálafell ÁR 205 er hér að færa sig til eftir löndun í Þorlákshöfn. Báturinn Sökk á Þistilfiðir árið 2005 og hét þá Hildur ÞH 38. Upphaflega Stefán Guðfinnur SU 78 smíðaður á Fáskrúðsfirði 1973.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 25.11.2016 16:27SæljónKínabáturinn Sæljón RE 19 kemur að bryggju í Reykjavík. Þarna var birtu farið að bregða nokkuð og myndin því ekki góð að gæðum. Benni Sæm GK 26 í dag og búið að lengja hann.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 25.11.2016 16:11HafnarbergHér liggur Hafnarberg RE 404 við bryggju í Reykjavík og eins og sjá má var sjávarstaðan há. Báturinn heitir Maggý VE 108 í dag en upphaflega Skálavík SH 208. Annars er nafnasagan svona: Skálavík SH 208, Sigurbára VE 249, Sigurbára II VE 248, Sæfari ÁR 117, Hafnarberg RE 404 Ósk KE 5 og Maggý VE 108.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 24.11.2016 17:52HaukurHálfnað verk þá hafið er segir einhvers staðar og hér er mynd frá októbermánuði 2001 þegar Norðursiglingarmenn voru að breyta Hauknum í skonnortu. Um Haukinn segir á heimasíðu Norðursiglingar: Haukur var byggður í Reykjavík árið 1973 og var annar af tveimur mjög sérstökum bátum sem smíðaðir voru í Skipasmíðastöð „Jóns á Ellefu“. Lengst af var báturinn gerður út frá Vestfjörðum en Norðursigling keypti bátinn árið 1996 og breytti honum á svipaðan hátt og Knerrinum og hóf hann hvalaskoðunarferil sinn sumarið 1997. Eftir 5 góðar vertíðir í hvalnum á Húsavík var báturinn settur í slipp á Húsavík þar sem honum var breytt í tveggja mastra seglskip, í stíl við fiskiskonnortu er voru algengar við Norðurland á seinni hluta 19. aldar. Sumarið 2002 sigldi Haukur svo með fólk um Skjálfanda, bæði undir seglum og sem hvalaskoðunarbátur.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 24.11.2016 17:45Héðinn í slippHér birtist mynd sem ég tók í septembermánuði 2001 og sýnir Héðinn sem áður hét Héðinn Valdimarsson og var olíuflutningabátur Olíuverzlunar Íslands. Þarna er hann í slipp en Sjóferðir Arnars átti bátinn og seldi hann vorið 2005 til Rússlands. Smíðaður í Noregi 1966.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 24.11.2016 15:22Guðrún GísladóttirHér fjölveiðiskipið Guðrún Gísladóttir KE að koma til hafnar á Akranesi haustið 2001. Ég var að grúska í safni mínu og rakst á þessa mynd sem mér hefur verið send á sínum tíma. Þá safnaði ég myndum fyrir Fiskifélagið í almanak þeirra og sennilega er hún komin frá útgerðinni. En ég vona aðmér fyrirgefist að birta hana hér. Sögu skipsins þekkjum við.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 24.11.2016 09:13ÞórsnesÞórsnes SH 108 kemur hér til hafnar á Húsavík vorið 2003 en þeir voru á netum ef ég man rétt. Smíðaður 1964 í Noregi og hét upphaflega Helga Guðmundsdóttir BA 77 frá Patreksfirði. Síðar Dofri BA 25 og Helga Guðmundsdóttir SH 108 um tíma en fékk svo Þórsnesnafnið. Fjóla GK í dag og liggur í Njarðvík.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 23.11.2016 22:14Benni SæmDragnótabáturinn Benni Sæm GK 26 kemur að landi í Keflavík. Smíðaður í Skipavík 1973 og hét upphaflega Auðbjörg HU 6 og síðar EA 22. Garðar ÍS í dag.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 23.11.2016 20:44Bjössi SörHér koma myndir sem ég tók þegar Bjössi Sör kom til heimahafnar á Húsavík í fyrsta skipti. Keyptur frá Breiðdalsvík 2002 þar sem hann bar nafnið Breiðdælingur SU. Hann hóf siglingar með ferðamenn á hvalaslóðir sumarið 2003.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 23.11.2016 16:37NökkviRækjutogarinn Nökkvi HU 15 kemur hér að Norðurgarðinum á Húsavík á upphafsárum þessarar aldar. Smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri 1987. Seldur til Færeyja á sínum tíma.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 23.11.2016 14:33TjaldurHér er Tjaldur SH 270 að koma að bryggju á Húsavík í nóvembermánuði 2002. Spurning hvort hann hafi verið á grálúðunetum þá.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 23.11.2016 12:43Jón á HofiHér lætur Jón á Hofi Ár 62 úr höfn í Þorlákshöfn um árið. Saukko III hét hann áður en hann var keyptur til landsins 1980. Smíðaður í Flekkefjörd 1969. Farinn í pottinn.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 23.11.2016 12:17HaförnHaförn ÞH 26 kemur hér úr róðri, árið er 2001 og flutningaskipið Ludvig Andersen við Norðurgarðinn. Kom oft hingað með rækju til vinnslu hjá FH. Haförn var smíðaður hjá Vör á Akureyri 1975 og heitir í dag Áskell Egilsson. Verið er að gera bátinn upp á Akureyri er hann orðinn hinn glæsilegasti að sjá. Meira um það síðar.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 22.11.2016 20:49FramFram ÞH 62 kemur að landi á Húsavík í dag. Smíðaður í Svíþjóð 1985 en hefur breyst mikið í áranna rás. Áður Sigurvin GK 51. Útgerð Braddi hef. á Húsavík.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 22.11.2016 20:39IngiIngi ÞH 198 kemur að landi á Húsavík í dag. Áður Íris SH smíðaður á Akranesi. Útgerð Doddi Ásgeirs ehf. á Húsavík.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson Flettingar í dag: 110 Gestir í dag: 31 Flettingar í gær: 1100 Gestir í gær: 132 Samtals flettingar: 9395851 Samtals gestir: 2007457 Tölur uppfærðar: 8.12.2019 02:29:52 |
Eldra efni
clockhere Tenglar
Um mig Nafn: Hafþór HreiðarssonFarsími: 8956744Tölvupóstfang: korri@internet.isHeimilisfang: Sólbrekka 29Staðsetning: HúsavíkHeimasími: 4642030Önnur vefsíða: www.640.is |
© 2019 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is