Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2016 Nóvember

30.11.2016 17:25

Geiri Péturs

Þarna kemur Geiri Péturs ÞH 344 að bryggju á Húsavík eftir að við höfðum fyllt hann á stuttum tíma. Þetta var árla morguns, sennilega síðsumars eða haustið 1988, og ég hoppaði í land á þvergarðinum og svo var tekin smá myndahringur.

1825. Geiri Péturs ÞH 344 ex Rossvik. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

30.11.2016 17:12

Aðalbjörg og Aðalbjörg II

Hér liggja saman Aðalbjargirnar tvær úr Reykjavík utan á skuttogaranum Sveini Jónssyni KE 9 í Sandgerðishöfn.

1755. Aðalbjörg RE - 1269. Aðalbjörg II RE 236. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

30.11.2016 16:50

Skálaberg

Hér kemur Skálaberg ÞH 244 úr róðri, aðrir bátar sem sjá má á myndinni eru Sæborg ÞH 55, Geir ÞH 150 og utan á honumLundey ÞH 350.

1053. Skálaberg ÞH 244 ex Kristbjörg II ÞH. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

29.11.2016 17:06

Kristrún

Hér lætur Kristrún RE 177 úr höfn nýmáluð og fín. Upphaflega Ólafur Friðbertsson frá Súgandafirði smíðaður Flekkefjord í Noregi 1964. Síðar Albert Ólafsson KE 39 og um tíma HF 39. Aftur KE 39 og síðan þetta nafn sem hann ber á myndinni. Eftir að ný Kristrún var keypt til landsins árið 2008  varð þessi Kristrún II RE 477. Fór í pottinn 2014.

256. Kristrún RE 177 ex Albert Ólafsson. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

28.11.2016 20:39

Björg Jónsdóttir

Margoft hef ég birt myndir sem ég tók þegar Björg Jónsdóttir ÞH 321 kom ný til Húsavíkur í nóvembermánuði 2004. En ég tók bara svo margar þannig að þær koma aftur og aftur fyrir augu lesenda síðunnar og nú eru þær tvær. Þetta skip er Jóna Eðvalds SF 200 í dag.

2618. Björg Jónsdóttir ÞH 321 ex Birkeland. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

 

2618. Björg Jónsdóttir ÞH 321 ex Birkeland. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

28.11.2016 20:10

Björn

Björn RE 79 að koma til hafnar á Húsavík eftir rækjutúr fyrir Norðurlandi. Hét upphaflega Guðlaugur Guðmundsson SH 97 frá Ólafsvík og var smíðaður 1982 á Ísafirði. Seldur 1983 til Vestmannaeyja þar sem hann fékk nafnið Smáey VE 144. 2003 voru höfð bátaskipti á Smáey og Birni RE 79 og fékk þá Smáey Björnsnafnið og öfugt. Hét síðan Þorvarður Lárusson SH 29 uns hann fékk núverandi nafn sem er Nökkvi ÞH 27.

1622. Björn RE 79 ex Smáey VE. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

 

 

27.11.2016 11:15

Máni

Máni GK 36 kemur að landi í Keflavík frekar en Njarðvík í marsmánuði 2002. Smíðaður í Danmörku 1959 fyrir  fyrir Hraðfrystihús Grindavíkur. Þegar þarna var komið var hann búinn að vera á einhverju flakki og hét m.a. Haförn ÁR 115 um tíma en síðar Máni aftur. BA og svo GK 257 áður en hann varð GK 36 aftur. Rifinn í Þorlákshöfn 2007.

671. Máni GK 36 ex GK 257. © Hafþór Hreiðarsson 2002.

 

 

27.11.2016 11:00

Siggi Magg

Siggi Magg GK 355 kemur að landi í Njarðvík. Upphaflega Reynir VE 15 smíðaður í Danmörku 1958. Síðar Reynir ÁR, AK og GK áður en hann fékk þetta nafn sem hann ber á myndinni. Rifinn í Njarðvík 2011 og hafði þá fengið Reynisnafnið aftur. 

733. Siggi Magg GK 355 ex Reynir GK. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

27.11.2016 10:51

Fanney

Fanney SK 83 kemur hér að landi á Húsavík, sennilega árið 2002 frekar en 2003. Skipstjóri á henni var Þórður Birgisson nú útgerðarmaður á Mána ÞH 98 og Inga ÞH 198. Upphaflega Jón Jónsson SH frá Ólafsvík. Smíðaður á Akureyri 1960. Lengi vel Sóley SH frá Grundarfirði og Hrafnsey SF 8 um tíma. Fanney HU 83 og SK 83 og loks Lára MAgg ÍS 86.  Rifinn í Njarðvík 2015.

619. Fanney SK 83 ex HU 83. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

26.11.2016 19:46

Björg Jónsdóttir

Pétur Helgi Pétursson tók þessa mynd af Björgu Jónsdóttur ÞH 321 sem hann var kokkur á. Upphaflega Óskar Magnússon AK 177 síðar Höfðavík AK 200. Smíðaður hjá Slippstöðinni á Akureyri 1978. Eftir að Langanes keypti skipið var það lengt og skipt um brú ofl. í Póllandi. Þegar ný BJörg Jónsdóttir var keypt frá Noregi 2004 fékk þessi nafnið Bjarni Sveinsson ÞH 322. Seldur til Noregs eftir að Skinney-Þinganes keypti Langanesútgerðina og er nú farinn í pottinn að ég held.

1508. Björg Jónsdóttir ÞH 321 ex Höfðavík AK. © Pétur Helgi Pétursson.

 

 

 

26.11.2016 18:48

Helga Guðmundsdóttir

Um daginn var ég með mynd af Þórsnesi SH 108 þar sem kom fram að báturinn hafi heitið Helga Guðmundsdóttir SH 108 um tíma. Hér er mynd sem pabbi tók á Breiðafirði, sennilega 1982, af bátnum undir þessu nafni. Upphaflega Helga Guðmundsdóttir BA 77, og svo Látraröst BA 177, Ásborg RE 50, Ásborg GK 52, Dofri BA 25, aftur Helga Guðmundsdóttir BA 77, Þórsnes SH 108, Steinunn Finnbogadóttir RE 325 og Fjóla KE 325. 

245. Helga Guðmundsdóttir SH 108 ex BA 77. © Hreiðar Olgeirsson 1982.

 

 

26.11.2016 11:59

Bervík

Hér er mynd sem Alfons vinur minn sendi mér fyrir 15 árum að ég held og sýnir dragnótabátinn Bervík SH 143 að veiðum á Breiðafirði. Upphaflega Súlan EA 300 smíðuð í Noregi 1964. Nafnasaga þessa báts hefur komið fram hér áður og læt ég duga að nefna það að han heitir Jökull ÞH 259 í dag.

259. Bervík SH 143 ex Beggi í Tótfum SF. © Alfons Finnsson.

26.11.2016 11:41

Eiður og Haförn

Ekki man ég eftir þessu en myndina tók ég haustið 2001 og greinilega farið að halla af degi. Haförn ÞH 26 er hér að koma Eið EA 13 að bryggju á Húsavík.

1463. Eiður EA 13. - 1414. Haförn þH 26. © Hafþór Hreiðarsson 2001.

 

25.11.2016 22:42

Hólmsteinn

ég er nýbúinn að birta mynd af Hólmsteini GK 20 en hér kemur önnur sem ég tók áður en sett var ný brú á hann.

573. Hólmsteinn GK 20 ex Hafdís GK. © Hafþór Hreiðarsson.

25.11.2016 17:19

Stokksey

Stokksey ÁR 40 kemur að bryggju á Húsavík í maímánuði 2003. Hét lengstum Dagfari ÞH 70 og síðar GK um tíma. Smíðaður í A-Þýskalandi fyrir Barðann hf. á Húsavík 1967. Fór í pottinn 2005.

1037. Stokksey ÁR 40 ex Dagfari GK. © Hafþór Hreiðarsson 2003.
Flettingar í dag: 568
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399662
Samtals gestir: 2008174
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 13:12:35
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is