Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2016 Október

16.10.2016 22:12

Húni II

Húni II speglast fallega á haffletinum við Menningarhúsið Hof í gær. Menningarverðmæti sem hann er, smíðaður á Akureyri 1963. Kallarnir búnir að breiða segl yfir dekkið fyrir veturinn. 

108. Húni II EA 740. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

15.10.2016 10:58

Kolbeinsey

Hér Kolbeinsey ÞH 10 að leggja úr höfn á Húsavík. Smíðuð í Slippstöðinni á Akureyri 1980 fyrir Höfða hf. á Húsavík..

1576. Kolbeinsey ÞH 10. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

12.10.2016 14:17

Saxhamar

Gundi tók þessa mynd af Saxhamri SH 50 í gær þar sem hann var draga línuna á Vestfjarðarmiðun.

1028. Saxhamar SH 50 ex Sjöfn EA. © Gundi 2016.

 

 

11.10.2016 14:42

Máni

Tók þessa áðan af Mána ÞH 98 en hann er nýkominn úr skveringu á Akureyri. Doddi tók hring fyrir mig þegar hann sá mig á garðinum.

1920. Máni ÞH 98 ex EA. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

09.10.2016 11:24

Europa í Porto

Ég var í Portó í september og tók þá þessa mynd af seglskipinu Europa frá Hollandi. Það siglir undir hollensku flaggi. Tæpir 40 metrara að lengd og smíðað 1911. Sigurgeir frændi minn á Nýja Sjálandi segir að Europa komi á hverju ári til Ushuaia í Argentínu en þaðan er togarinn sem Geiri er skipstjóri á gerður út. Hann segir að Europa sigli suður í Íshafið og fyrir Hornhöfða með mikid af ungu fólki um borð sem sé að læra siglingar og almenn vinnubrögð til sjós.

Europa í Portó 14. september 2016. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

08.10.2016 20:53

Páll Pálsson

Hér koma myndir af Páli Pálssyni ÍS 102 sem Gundi sendi mér. Teknar um borð í Frosta ÞH.

1274. Páll Pálsson ÍS 102. © Gundi 2016.

 

1274. Páll Pálsson ÍS 102. © Gundi 2016.

08.10.2016 20:26

Húsavíkurhöfn og kirkjan

Hér á Húsavík er kirkjan okkar jafnan böðuð bleikri birtu í október í telfni Bleiku slaugunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Þessa mynd tók ég við höfninna í kvöld.

Húsavíkurhöfn 8. október 2016. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

07.10.2016 17:31

Áskell

Þegar Gundi vaknaði í kvöldmatinn í gær sagði kallinn á Frosta að það væru nýjar mynfir í myndavélinni hans. Og þar á meðal þessar af Áskeli EA 749.

2749. Áskell EA 749 ex Helga RE. © Gundi 2016.

 

2749. Áskell EA 749 ex Helga RE. © Gundi 2016.

 

 

07.10.2016 14:18

Vestri

Hér er Vestri BA 63 á toginu í morgun en myndina tók Gundi á Frosta. Vestri er í eigu samnefnds hlutafélags á Patreksfirði.

182. Vestri BA 63 ex Grettir SH. © Gundi 2016.

 

 

06.10.2016 17:45

Sæborg

Sæborg ÞH 55 kemur hér til hafnar á Húsavík. Hvalaskoðunarbáturinn Sæborg frá Húsavík í dag.

1475. Sæborg ÞH 55 ex Eyvindur KE. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

06.10.2016 17:37

Viðar

Viðar ÞH 17 frá Raufarhöfn kemur hér að landi á Húsavík. Skonnortan Hildur frá Húsavík í dag.

1354. Viðar þH 17 ex Guðbjörg Ósk. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

06.10.2016 17:30

Njörður

Hér kemur mynd af Nirði KÓ 7 koma til hafnar í Sandgerði um árið, þetta var áður en hann fékk græna litinn. Hvalaskoðunarbáturinn Andvari í dag.

1438. Njörður KÓ 7 ex Fiskir HF. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

03.10.2016 16:54

Málmey

Málmey SK 1á siglingu en þessa fínu mynd tók Gundi á Frosta. Málmey var smíðuð 1987 í Flekkefjord og hét upphaflega Sjól HF 1 í eigu Sjólastöðvarinnar í Hafnarfirði. FISK keypti Sjóla 1995 og þá fékk hann nafnið Málmey.

1833. Málmey SK 1 ex Sjóli HF. © Gundi 2016.

 

 

03.10.2016 16:48

Sirrý

Gundi tók þessa mynd af togaranum Sirrý frá Bolungarvík og sendi mér. Togarinn var smíðaður árið 1998 og er 698 tonn. Hann er 45 metrar á lengd og 10 metrar á breidd. Hann er með 2445 hestafla aðalvél og í honum er 100 tonna eða 320 kara lestarrými. (bb.is)

2919. Sirrý ÍS 36 ex Stamsund. © Gundi 2016.

03.10.2016 13:47

Sandvík verður Bára SH

Í síðustu viku kom nýr bátur til heimahafnar á Rifi þegar Sandvík EA 200 kom þangað. Hjallasandur ehf. á Hellisandi keypti bátinn frá Hauganesi og fær hann nafnið Bára SH 27. Á vef Skessuhorns segir að báturinn, sem er 43 brúttótonn að stærð, og smíðaður árið 1996 á Ísafirði, verði gerður út á dragnót. Örn Arnarson er skipstjóri en fyrir á Hjallasandur minni bát sem verður seldur.

Sandvík var upphaflega frá Sauðárkróki og síðar Stykkishólmi áður en hann var keyptur á Hauganesið.

2274.Sandvík EA 200 nú Bára SH 27. © Hafþór Hreiðarsson.
Flettingar í dag: 498
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 995
Gestir í gær: 134
Samtals flettingar: 9257745
Samtals gestir: 1995364
Tölur uppfærðar: 26.8.2019 10:02:14
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is