Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2016 Október

31.10.2016 21:08

Jötunn

Hér er mynd af dráttarbátnum Jötni sem er í eigu Faxaflóahafna. Jötunn var byggður 2008 í Hollandi hjá Damen Shipyards og er með 27 tonna togkraft.

2756. Jötunn. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

31.10.2016 16:43

Nýtt skip till Eskju

Uppsjávarveiðiskipið Libas var afhentur Eskju hf. á Eskifirði í dag og mun skipið heita Aðalsteinn Jónsson og leysa af hólmi frystiskip félagsins með sama nafni.

Eskja hf. skrifaði undir samning við norska fyrirtækið Libas AS í Bergen um kaup á skipinu í ágúst síðastliðnum og var það afhent félaginu í dag. Libas er stærsta uppsjávarskip þeirra Norðmanna og byggt árið 2004, er 94 metrar að lengd og tæpir 18 metrar á breidd. Skipið var smíðað í Fitjar Mek. Verksted í Noregi og er geysilega vel útbúið til veiða en skipið er einnig hannað til hafrannsókna og þjónustu við olíuleit.

Aðalvél skipsins er Wartsila 12V32, 6000 kw eða 8100 hestöfl og burðargeta er um 2400 m3 í 12 kælitönkum.

Nýr Aðalsteinn Jónsson mun nýtast félaginu vel að afla hráefnis í nýtt uppsjávarfrystihús sem verið er að reisa á lóð félagsins á Eskifirði en auk þess hentar skipið vel til kolmunnaveiða. (eskja.is)

 

Libas kominn á Eskifjörð og fær nafnið Aðalsteinn Jónson SU 11.

Ég fékk þessa mynd senda en er ekki með nafn ljósmyndarans, vonandi er í lagi að birta hana.

31.10.2016 15:23

Sigurborg

Þessa mynd tók ég aldamótaárið 2000 á mína fyrstu stafrænu myndavél. Hún sýnir rækjubátinn Sigurborgu SH 12 koma að bryggju á Húsavík.

1019. Sigurborg SH 12 ex HU. © Hafþór Hreiðarsson 2000.

31.10.2016 15:02

Eldey

Hér kemur mynd sem ég tók í vor af hvalaskoðunarbátnum Eldey láta úr höfn í Reykjavík. Eldey var smíðuð hjá Lindstöls  Skips & Båtbyggeri AS í Noregi 1971. Hvalaskoðunarfyrirtækið Elding keypti hana til landsins 2015.

2910. Eldey ex Norreborg. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

30.10.2016 11:31

Trollið tekið um borð

Sigurbjörg BA 155 kom hingað til Húsavíkur í ágústmánuði 2003 og var trollið tekið á land til viðgerða. Hér er verið að taka það um borð aftur.

2475. Sigurbjörg BA 155 ex ST. © Hafþór Hreiðarsson 2003.

 

30.10.2016 11:10

Baldur Árna

Baldur Árna ÞH 50 að manúera í höfninni á Húsavík. Myndina tók ég í ágústmánuði 2003 en báturinn var gerður út á úthafsrækju. Saga þessa báts hefur komið fram áður á síðunni en upphaflega hét hann Trausti ÍS 300.

1170. Baldur Árna ÞH 50 ex Klettsvík SH. © Hafþór Hreiðarsson 2003.

 

 

29.10.2016 22:40

Sigurður Jakobsson

Sigurður Jakobsson ÞH 320 kemur hér að landi á Húsavík í septembermánuði 2001. Upphaflega Dagfari ÞH 40 síðar Ljósafari ÞH 40 og RE 102. Kári Sölmundarson RE 102 og aftur Ljósfari. Þá Galti ÞH 320, Björg Jónsdóttir ÞH 321, Björg Jónsdóttir II ÞH 320 og Sigla SI 50. Þá kemur að nafninu sem hann ber á þessari mynd, Sigurður Jakobsson ÞH 320. Síðan Straumnes RE 7 og að lokum Jón Steingrímsson RE 7.

973. Sigurður Jakobsson ÞH 320 ex Sigla SI. © Hafþór Hreiðarsson 2001.

 

 

29.10.2016 22:16

Brettingur og Geiri Péturs

Hér kemur mynd sem ég tók í byrjun marsmánaðar 2001, nánar tiltekið 4. mars. Þá var haugabræla og leituðu Brettingur NS 50 frá Vopnafirði og Geiri Péturs ÞH 344 til hafnar á Húsavík þar sem brælan var legin af sér.

1279. Brettingur NS 50 - 2285. Geiri Péturs ÞH 344. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

29.10.2016 11:16

Örvar og Haförn

Línuskipið Örvar SH 777 við bryggju á Húsavík og Haförn ÞH 26 kemur að landi. Sýnist hann hafa verið á netum þegar þetta var en myndina tók ég 15. september 2009.

2159. Örvar SH 777 - 1414. Haförn ÞH 26. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

 

 

29.10.2016 10:54

Sigurpáll

Hér kemur mynd frá því herrans ári 2007 sem sýnir Sigurpál ÞH 130 koma að bryggju á Húsavík. Upphaflega Sjöfn ÞH 142 frá Grenivík. Vilborg ST 100 í dag.

1262. Sigurpáll ÞH 130 ex Guðbjörg GK. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

 

 

 

27.10.2016 21:47

Hafborg

Hafborg EA 152 hefur verið á dragnótaveiðum á Skjálfanda í haust og fiskað vel. Hér kemur hún að landi í dag.

2323. Hafborg EA 152. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

23.10.2016 11:20

Þórir

Þórir SF 77 landaði mikið á Húsavík þegar hann var gerður út á úthafsrækju og hér lætur hann úr höfn. Upphaflega Haförn GK 21 (á íslenskri skipaskrá) og síðar lengi vel Helga RE 49 áður en hann varð Þórir.

91. Þórir SF 77 ex Helga RE. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

23.10.2016 11:15

Sæþór

Sæþór EA 101 kemur hér til hafnar á Húsavík á árum áður, var á netum þegar þessi mynd var tekin. Upphaflega Jón Helgason ÁR 12, smíðaður á Ísafirði.

1291. Sæþór EA 101 ex Votaberg SU. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

22.10.2016 11:59

Þrír Dúddi Gísla

Hér koma myndir af þrem bátum sem borið hafa nafnið Dúddi Gísla GK 48. Útgerð BESA ehf. í Grindavík. Sá efsti heitir í dag Ölli Krókur GK, sá í miðið var yfirbyggður  um árs gamall og settur í hann beitningarvél. Heitir Pálína Ágústsdóttir GK í dag.

2495. Dúddi Gísla GK 48. © Hafþór Hreiðarsson.

 

2640. Dúddi Gísla GK 48. © Hafþór Hreiðarsson 2005.

 

2778. Dúddi Gísla GK 48. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

22.10.2016 11:24

Jón Bjarnason og Sif

Hér liggja saman við bryggju í Reykjavík Jón Bjarnason SF 3 og Sif ÍS 225. Jón Bjarnason hét Gísli Lóðs frá Hafnarfirði í upphafi og var smíðaður í Frederikssund í Danmörku. Sif var smíðuð í Neskaupsstað 1964 fyrir Þór hf. á Suðureyri.

62. Jón Bjarnason SF 3 - 956. Sif ÍS 225. © Hafþór Hreiðarsson.
Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 9254637
Samtals gestir: 1995063
Tölur uppfærðar: 24.8.2019 01:05:55
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is