Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2016 Ágúst

28.08.2016 22:42

Páll Pálsson ÍS

Gundi á Frosta  tók þessa mynd af Páli Pálssyni ÍS 102 koma til hafnar á Ísafirði í dag. 

1274. Páll Pálsson ÍS 102. © Gundi 2016.

27.08.2016 09:24

Eskja kaupir Libas

Eskja á Eskifirði hefur fest kaup á norska uppsjávarveiðiskipinu Libas sem mun koma í stað Aðalsteins Jónssonar SU.

Morgunblaðið segir frá þessu:

Eskja á Eskif­irði hef­ur fest kaup á einu stærsta fiski­skipi norska flot­ans, upp­sjáv­ar­veiðiskip­inu Li­bas frá Ber­gen. Skipið verður notað til að afla hrá­efn­is fyr­ir nýtt upp­sjáv­ar­frysti­hús sem Eskja er að koma upp.

„Ég er mjög ánægður með það. Þetta er nú­tím­inn, land­fryst­ing en ekki sjó­fryst­ing,“ seg­ir Þor­steinn Kristjáns­son, skip­stjóri og for­stjóri Eskju. Frysti­skip fé­lags­ins, Aðal­steinn Jóns­son SU, er í sölu­ferli.

Li­bas er smíðað 2004, um 94 langt skip og nærri 18 metra breitt. Það get­ur borið 2.300 til 2.400 lest­ir og er vel búið til þess hlut­verks sem því er ætlað, meðal ann­ars með góðan kæli­búnað. Skipið verður af­hent 1. nóv­em­ber og verður fyrsta verk­efnið að veiða síld fyr­ir nýju verk­smiðjuna sem taka á í notk­un um miðjan þann mánuð.

Daði Kristjáns­son, son­ur Þor­steins, verður skip­stjóri.

Libas H-5-F. © Áki Hauksson 2016.

 

 

08.08.2016 21:30

Andvari

Hvalaskoðunarbáturinn Andvari sem er í eigu Norðursiglingar hefur hafið siglingar með ferðamenn eftir endurbyggingu. Hann gengur alfarið fyrir rafmagni og hefur þannig sérstöðu í íslenska skipaflotanum. Það má segja um Andvara að hann er skrokkfallegur......

1438. Andvari ex Salka GK. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

08.08.2016 13:37

Kristina EA

Kristina EA 410 kom til Hafnarfjarðar í gær og þar lá Óskar Franz fyrir henni.

2662. Kristina EA 410. © Óskar Franz 2016.

 

 

08.08.2016 13:33

Bjarni Ólafsson AK

Börkur vélstjóri á Víkingi AK 100 tók þessa mynd af Bjarna Ólafssyni Ak 70 á dögunum.

2909. Bjarni Ólafsson AK 70. © Börkur Kjartansson 2016.

08.08.2016 13:30

Ásbjörn RE

Óskar Franz myndaði skuttogarann Ásbjörn RE 50 í gær þegar hann kom til hafnar í Reykjavík.

1509. Ásbjörn RE 50. © Óskar Franz 2016.

 

 

06.08.2016 11:16

Þerney RE

Þerney RE 1 kom inn til Reykjavíkur í gær í millilöndun og tók Óskar Franz þessa mynd af henni.

2203.Þerney RE 1. © Óskar Franz 2016.

04.08.2016 22:07

Hafsól KÓ

Hafsól KÓ 11 lenti fyrir linsunni hjá mér í kvöld. Var bara aðeins of seinn að ná henni á meiri ferð. Það kemur kannski síðar en Hafsól var upphaflega Óli Bjarnason EA. Hvort hann hefur borið fleiri nöfn man ég ekki. Útgerð Haukafell ehf.

7462. Hafsól KÓ 11 ex Óli Bjarnason EA. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

04.08.2016 15:38

Sighvatur GK

Vísisbátarnir hafa lítið birst hér síðan fyrirtækið flutti starfsemi sína frá Húsavík og helgast það bara af því að þeir hafa lítið sem ekkert borið fyrir linsuna hjá mér síðan. Óskar Franz náði þessari fínu mynd af Sighvati í Grindavík í gær.

975. Sighvatur GK 57 ex Bjartur. © Óskar Franz 2016.

04.08.2016 15:31

Hera og Jökull

Þegar verið var að gera Jökul kláran fyrir brottför voru Hjalti og hans menn fengnir til að færa Heru ÞH 60 til í höfninni. Hera er nú í eigu Sólbergs ehf. á Ísafirði en hún hefur ekki verið gerð út í tæp tvö ár.

67. Hera ÞH 60 - 259. Jökull ÞH 259. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

04.08.2016 15:22

Jökull ÞH

Þá er Jökull ÞH 259 kominn í drift, farinn á makrílinn eftir að hafa legið í tæpt ár við bryggju á Húsavík. 

259. Jökull ÞH 259 ex Margrét HF. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

03.08.2016 13:52

Helga María AK

HB Grandatogarinn Helga María AK kemur að landi í Reykjavík. Upphaflega Haraldur Kristjánsson HF frá Hafnarfirði, smíðaður í Flekkufirði 1988.

1868. Helga María AK 16 ex Haraldur Kristjánsson HF. © Óskar Franz 2016.

 

 

02.08.2016 21:22

Þessir þrír voru smíðaðir á Akureyri 1975

Þessir þrír sem ég myndaði í dag voru smíðaðir á Akureyri árið 1975. Bjössi Sör hjá Skipasmíðastöð KEA. Andvari hjá Bátasmiðju Gunnlaugs og Trausta og Fanney hjá Slippstöðinni. Norðursiglin á þá tvo fyrrnefndu og Sölkusiglingar Fanney.

1417. Bjössi Sör - 1438. Andvari - 1445. Fanney. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

02.08.2016 20:57

Eyborg og Bjössi Sör

Bjössi Sör kemur til hafnar úr hvalaskoðunarferð um leið og rækjutogarinn Eyborg.

1417. Bjössi Sör og 2190. Eyborg ST 59. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

 

02.08.2016 20:54

Eyborg og Fanney

Hvalaskoðunarbáturinn Fanney kom til hafnar á Húsavík úr einni af ferðum dagsins um leið og Eyborgin.

1445. Fanney og 2190. Eyborg ST 59. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

 

Flettingar í dag: 568
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399662
Samtals gestir: 2008174
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 13:12:35
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is