Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2016 Júlí

31.07.2016 22:03

Sylvía og Flinterdijk

Einn kemur þá annar fer, hvalaskoðunarbáturinn Sylvía lætur úr höfn á Húsavík í kvöld og flutningaskipið Flinterdijk kom til hafnar með saltfarm.

Einn kemur þá annar fer. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

22.07.2016 16:25

Andvari

Nokkuð langt er um liðið frá því bátur að nafni Andvari var í húsvíska flotanum en hér kemur einn. Hvalaskoðunarbáturinn Andvari kemur að úr reynslusiglingu í dag.

1438. Andvari ex Salka. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

20.07.2016 13:26

Bjarni Ólafsson AK

Þá er Bjarni Ólafsson AK kominn í gula litinn eins og sést á þessari mynd sem Óskar Franz tók á dögunum. Ég segi nú bara að hann er miklu fallegri svona.

2909. Bjarni Ólafsson AK 70 ex Fiskeskjer. © Óskar Franz 2016.

 

 

08.07.2016 17:43

Eyborg ST

Rækjutogarinn Eyborg ST 59 kom til hafnar á Húsavík í dag, erindið var að fylla á  olíu- og vatnstanka.

2190.Eyborg ST 59 ex EA 59. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

2190.Eyborg ST 59 ex EA 59. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

 

04.07.2016 16:42

Dagur SK

Dagur SK 17 er tæplega 24 metra togskip sem rækjuverksmiðjan Dögun á Sauðárkróki keypti til landsins fyrr á þessu ári. Hann leysir af hólmi hina 50 ára gömlu Röst SK sem nú bíður örlaga sinna í Hafnarfjarðarhöfn. Gundi á Frosta ÞH tók þessa mynd á rækjumiðunum fyrir skömmu.

2906. Dagur SK 17. © Gundi 2016.

 

 

04.07.2016 11:21

Heimaey VE

Og aftur kemur Heimaey VE 1 og nú á útleið frá Vestmannaeyjum í gær. 

2812. Heimaey VE 1. © Óskar Franz 2016.

 

 

04.07.2016 11:17

Álsey VE

Óskar Franz tók þessa mynd á dögunum af Álsey VE 2. Þarna var hún að koma til heimahafnar nýskveruð og flott úr slipp í Reykjavík.

2772. Álsey VE 2. © Óskar Franz 2016.

 

 

03.07.2016 12:13

Heimaey VE

Heimaey VE er glæsilegt skip eins og þessi mynd sem Óskar Franz tók á dögunum sýnir. 

2812. Heimaey VE 1. © Óskar Franz 2016.

03.07.2016 11:13

Indriði Kristins BA

Ein síðan í vor, sýnir Indriða Kristins BA koma til hafnar í Grindavík. 

2907. Indriði Kristins BA 751. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

03.07.2016 11:05

Nanoq

Hér kemur mynd síðan í vor af grænlenska línubátnum Nanoq halda til veiða frá Reykjavík.

OWTU. Nanoq GR 11. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

03.07.2016 10:31

Amma Helga

Á dögunum kom nýr bátur inn í flota Gentle Giants á Húsavík. Um er að ræða glænýjan RIB-bát, einn sá glæsilegasti á Norður-Atlantshafi. Báturin er nefndur eftir móður Stefáns Guðmundssonar eiganda GG, Amma Helga. Þetta er fjórði RIB bátur fyrirtækisins en fyrir voru tvær Amma Sigga og ein Amma Kibba. Þá á fyrirtækið eikarbátana Sylvíu og Fald og plastbátinn Aþenu. Gaukur Hjartarson tók þessa mynd af Ömmu Helgu þegar hún kom til Húsavíkur en farið var í siglingu með starfsfólk GG. Ég óska eigendum og starfsfólki GG til hamingju með nýja bátinn.

7800. Amma Helga. © Gaukur Hjartarson 2016.

 

 

 

03.07.2016 10:26

Kap VE

Óskar Franz tók þessa flottu mynd af Kap VE koma til hafnar í Vestmannaeyjum á dögunum. Hún er á makrílveiðum og kom inn til löndunar. Upphaflega Jón Finsson RE 506.

1742. Kap VE 4 ex Faxi RE. © Óskar Franz 2016.

 

 

02.07.2016 16:25

Sæborg

Sæborgin er byrjuð siglingar með ferðamenn á hvalaslóðir Skjálfanda. Tók þessa þegar hún kom að landi um fjögur leytið. 

1475. Sæborg ex Áróra RE. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

02.07.2016 14:11

Gullberg VE

Kominn heim úr fríi og byrja á því að setja inn mynd sem Óskar Franz tók í morgun í Vestmannaeyjum. Hún sýnir Gullberg VE 292 koma til hafnar. Flott mynd.

2747. Gullberg VE 292. © Óskar Franz 2016.

 

  • 1
Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 9254637
Samtals gestir: 1995063
Tölur uppfærðar: 24.8.2019 01:05:55
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is