Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2016 Maí

31.05.2016 20:01

1438

Í dag var unnið við að hífa bátapallinn sem koma skal á 1438 ex Sölku GK þar sem hún stendur í Húsavíkurslipp. 

1438 ex Salka GK. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

30.05.2016 16:25

Maria P

Leiguskip Samskipa Maria P kemur hér upp að Norðurgarðinum á Húsavík.

Maria P. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

30.05.2016 16:22

Steini Sigvalda GK

Það er stutt síðan þessi kom en Óskar Franz er svo andskoti lunkinn með myndavélina þarna í Eyjum að það er varla hægt að sleppa því að birta þennan aftur. Steini Sigvalda heitir hann og myndin tekin í dag.

1424. Steini Sigvalda GK 526 ex Þórsnes II. © Óskar Franz 2016.

 

 

27.05.2016 20:54

Ölli Krókur GK

Ölli Krókur GK 211 á siglingu í Grindavíkurhöfn um daginn. Áður Sigrún AK 71. Upphaflega Katrín GK ef ég man rétt.

2495. Ölli Krókur GK 211 ex Sigrún AK. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

27.05.2016 20:48

Steini Sigvalda GK

Óskar Franz tók þessa mynd af Steina Sigvalda GK koma til hafnar í Vestmannaeyjum. Upphaflega og lengst af Þórsnes II SH smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri 1975.

1424. Steini Sigvalda GK 526 ex Þórsnes II. © óskar Franz 2016.

 

 

27.05.2016 19:27

Paul Senior

Áki myndaði Paul Senior M-174-AV sigla in sundið hjá Måløy í fyrradag. Hann er 35.17m. að lengd og 6.90 m. á breidd. Smíðaður 1983. Heimahöfn Álasund.

Paul Senior M-174-AV © ÁkiHauksson 2016.

 

 

25.05.2016 20:20

Jøkul

Þessi hefur komið áður en þar var hann við bryggju og því kemur hann hér á siglingu. Sem fyrr er það Áki Hauksson sem tekur allflestar myndir af þeim norsku bátum og skipum sem birtast hér. Jøkul, sem er hér að sigla hjá Måløy 23.maí sl., var smíðaður árið 2007 af skipasmíðastöðinni Vaagland Batbyggeri Vaagland, Noregi. Jøkul er 37,96 metra langur, 10 metra breiður og á heimahöfn í Álasund. Eigandinn er Skar Senior AS.

 
Jøkul M-108-HØ. © Áki Hauksson 2016.

 

 

23.05.2016 16:40

Stapin frá Tóftum

Línuskipið Stapin frá Tóftum í Færeyjum kom til Vestmannaeyja í dag og smellti Óskar Franz þessari mynd af honum. Nýkeyptur til Færeyja g hét áður Husby Senior M-13-AV og var gerður út frá Noregi. 42. metrar að lengd og 9 metra breiður. Smiðaður 1990.

Stapin FD 32. © Óskar Franz 2016.

 

 

21.05.2016 23:16

Sóley Sigurjóns GK

Gundi á Frosta tók þessa mynd af Sóley Sigurjónas GK 200 þar sem hún var á toginu í Kolluálnum. Þar eru skipin á rækjuveiðum og sól og blíða alla daga eins og sagði í póstinum frá Gunda.

2262. Sóley Sigurjóns GK 200 ex Sólbakur EA. © Gundi 2016.

 

 

21.05.2016 13:06

Rósin

Hvalaskoðunarbáturinn Rósin á leið til hafnar í Reykjavík. Tekið í upphafi mánaðarins. Rósin var smíðuð 2010 og er í eigu Special Tours ehf.

2761. Rósin. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

21.05.2016 12:55

Venni GK

Handfærabáturinn Venni GK 606 kemur til hafnar í Grindavík þann 30. apríl sl. Venni er Sómi 870, smíðaður 2011 og í eigur Hæðarenda ehf.

2818. Venni GK 606. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

21.05.2016 12:50

Hrappur GK

Handfærabáturinn Hrappur GK GK 6 kemur hér að landi í Grindavík þann 30. apríl sl. Hrappur er Sómi 900, smíðaður 2012 og er í eigu Jóhanns Guðfinnssonar.

2834. Hrappur GK 6. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

21.05.2016 12:42

Ásdís ÞH

Grásleppubáturinn Ásdís ÞH 136 kemur til hafnar á Húsavík í fyrrakvöld. 

2873. Ásdís ÞH 136 ex Ingunn Sveinsdóttir AK. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

21.05.2016 12:36

Vestmannaey VE

Vestmannaey VE 444 siglir inn til hafnar í Eyjum, annað tveggja systurskipa Bergs-Hugins. Hitter Bergey VE 544.

2444. Vestmannaey VE 444. © Óskar Franz 2016.

 

 

21.05.2016 12:32

Nordørn

Nordørn frá Álasundi kom við í Vestmannaeyjum um daginn og þá tók Óskar Franz þessa mynd. 40. metra langur og smíðaður 2001.

Nordørn M-185-G. © Óskar Franz 2016.

 

 

Flettingar í dag: 508
Gestir í dag: 88
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9394433
Samtals gestir: 2007269
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 13:55:12
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is