Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2016 Apríl

30.04.2016 23:00

Hafdís SU

Línubáturinn Hafdís SU 220 kemur að landi í Grindavík í dag. Upphaflega Valur SH 322.

2400. Hafdís SU 220 ex GK. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

29.04.2016 08:54

Svanur KE

Gundi tók þessa mynd af dragnótabátnum Svan KE 77 en báturinn var smíðaður í Hafnarfirði 1973. Upphaflega Sæþór EA 101.

1318. Svanur KE 77 ex Benjamín Guðmundsson SH. © Gundi 2016.

 

 

29.04.2016 08:51

Steinunn SF

Steinunn SF 10 á toginu. Myndina tók Gundi á Frosta ÞH 229. Steinunn var smíðuð í Kína 2001  og hét upphaflega Helga RE 49.

2449. Steinunn SF 10 ex Helga RE. © Gundi 2016.

 

 

29.04.2016 08:28

Olavson H-46-FE

Áki tók þessa mynd af Olavson H-46-FE þar sem hann siglir inn sundið í Måløy. Þarna virðist um hrefnuveiðibát að ræða en hann var smíðaður 1962 í Bårdset í Noregi. Hét upphaflega Skagenes og hélt því nafni til 2009. 21.7 m. að lengd, 5,6 m. á breidd og mælist 77 bt.

Olavson H-46-FE ex Skagenes. © Áki Hauksson 2016.

 

 

29.04.2016 08:23

Dala Rafn VE

Hér kemur þessi fína mynd af Dala-Rafni VE sem Óskar Franz tók í Eyjum. Dala-Rafn var smíðaður árið 2007 fyrir samnefnt útgerðarfélag en er nú í eigu Ísfélags Vestmannaeyja.

2758. Dala-Rafn VE 508. © Óskar Franz 2016.

 

 

27.04.2016 21:15

Drangavík VE

Þessar flottu myndir af Drangavíkinni tók Óskar Franz þegar hún kom til hafnar í Vestmannaeyjum í gær. 

 
 

2048. Drangavík VE 80 ex Æskan SF. © Óskar Franz 2016.

 

                                                           2048. Drangavík VE 80. © Óskar Franz 2016.

 

 

 

 

25.04.2016 17:53

Gullberg VE

Óskar Franz tók þessar fínu myndir af Gullbergi VE koma til hafnar í Vestmannaeyjum í dag. Skipið var í vélarupptekt í Reykjavík og sagðist Óskar ekki hafa heyrt annað en takturinn væri í lagi.

2747. Gullberg VE 292. © Óskar Franz 2016.

 

2747. Gullberg VE 292. © Óskar Franz 2016.

 

 

2747. Gullberg VE 292. © Óskar Franz 2016.

 

 

19.04.2016 21:11

Beggi ÞH 343

Náði Begga ÞH á siglingu innan hafnar í dag þegar Addi var að færa hann og Vininn til.

1350. Beggi ÞH 343. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

12.04.2016 21:19

Rolleivson R-140-K

Rolleivson er eikarbátur byggður árið 1983 og hann myndaði Áki í Maløy.  Hann er 23,02 metrar á lengd, 6,25 metrar á breidd og 94 brúttótonn að stærð.  Aðalvélin er 675 hestöfl og var sett í hann 1993. 

Eigandinn er Fiskeriselskapet Norli AS.

 

Rolleivson R-140-K. © Áki Hauksson 2016.

12.04.2016 21:14

Máni

Grásleppubáturinn Máni ÞH 98 kemur að landi á Húsavík á sjöunda tímanum í kvöld. Búið að vera góð veiði hjá húsvískum grásleppubátum það sem af er vertíðinni.

1920. Máni ÞH 98 ex EA 36. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

11.04.2016 22:00

Fanney

Fanney er komin niður úr slippnum og allt að verða klárt fyrir hvalaskoðunina. Og Y-ið á leiðinni að sunnan.

Fanney ex Siggi Þórðar GK. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

11.04.2016 21:35

Vibeke Helene

Vibeke Helene hefur komið áður hér á síðunni en þá var það bryggjumynd en hér koma nýjar myndir af bátnum frá Áka. Eiins og segir í færslu frá því í febrúar 2015 var Vibeke Helene byggður hjá Aas sskipasmíðastöðinni í Vestnes eins og geir Péturs ÞH sem áður hét Rosvik.

Hér má lesa færsluna 

Vibeke Helene SF-33-G. © Áki Hauksson 2016.

 

Vibeke Helene SF-33-G. © Áki Hauksson 2015.

 

 

11.04.2016 21:30

Sklinnabanken

Áki myndaði Sklinnabanken M-50-A þar sem sigldi inn sundið hjá Måløy og lagðist upp að bryggju í Raudeberg. 

Sklinnabanken var byggður 1999 af skipasmíðastöðinni Norrøna Verft AS. lengdir er 28,08 metrar , breiddin er 8,5 metrar aðalvélin er1000 hestöfl, eigandinn er Brønnøy Fiskeriselskap AS.

 

Sklinnabanken M-50-A. © Áki Hauksson 2016.

 

 

08.04.2016 21:28

Teineskjær

Áki myndaði Teineskjær H-82-S sigla inn sundið hjá Måloø áleiðis til suðurs Báturinn er í eigu lítils fjölskyldufyrirtækis sem byrjaði árið 1995 í Ståle og Hans Arne Skoge í Noregi. Útgerðin heitir Teineskjær AS. og gerir aðallega út á rækju, krabba, leppefisk, þorsk og ufsa. Reyndar er þetta stærsta fyrirtækið á leppefiskveiðum í Noregi skrifar Áki.

Fimmtán mánuðum eftir að skrifað var undir samning á smíði á bátnum var hann afhentur frá skipasmíðastöðinni Stocznia Polnocna SA í Gdansk Póllandi þann 29 apríl 2009. Lengdin á Teineskjær er 19,99 metra, breiddin er 7 metrar, krabbalestin eða tankurinn er 42 rúmmetrar fyrir lifandi krabba, beitulestin er 17 rúmmetrar. Aðalvélin er af gerðinni Cummins 440Kw, skrúfan er 2 metrar í þvermál, hliðarskrúfurnar eru tvær hvor um sig 75Kw. Báturinn er innréttað fyrir sem manna áhöfn.

 

Teineskjær H-82-S. © Áki Hauksson 2016.

 

 

08.04.2016 21:23

Atlantic

Línuskipið Atlantic siglir frá slippnum í Raudeberg þar sem hann var í slipp og lagðist upp að einni þjónustuhöfninni í Måløy. Atlantic SF-9-V, sem er með heimahöfn í Måløy, var byggt árið 1998 f skipasmíðastöðinni Havyard Solstrand Tomrefjord, Norway.

Eigandinn er Atlantic Longline A/S Ålesund, skipið er 44,85 metra langt, 10,5 metra breitt og brúttótonnin er á annað þúsund tonn eða 1001.

Atlantic SF-9-V. © Áki Hauksson 2016.

 

 

 

Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 1704
Gestir í gær: 116
Samtals flettingar: 9256318
Samtals gestir: 1995181
Tölur uppfærðar: 25.8.2019 01:05:07
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is