Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2016 Mars

25.03.2016 21:40

Beitir NK

Þessa flottu mynd af Beiti NK tók Börkur Kjartansson vélstjóri á Víkingi AK á dögunum. Glæsilegt skip Beitir sem áður hét Gitte Henning.

2900. Beitir NK 123 ex Gitte Henning. © Börkur Kjartansson 2016.

 

 

21.03.2016 18:12

Hver er báturinn

Hver skyldi hann vera þessi ?

© Hafþór Hreiðarsson.

19.03.2016 21:00

Oddur bætir við sig þriðja bátnum

Oddur Vilhelm Jóhannsson útgerðarmaður á Vopnafirði hefur keypt Sæúlf GK og tók ég þessa mynd á Húsavík í dag. Sæúlfur er af Víkinggerð. Fyrir á Oddur Ás NS og Gullmolann NS og  mun gera þá út á komandi grásleppuvertíð, Oddur áætlar að sigla austur í nótt.

6821. Sæúlfur GK 137. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

16.03.2016 18:36

Færeyski Klakkurinn

Línuskipið Klakkur KG 9 frá Klakksvík kom við hér á Húsavík í  gærkveldi , á hvaða leið veit ég ekki nema hann kom að austan og fór í vestur. Og er í þessum skrifuðu orðum á siglingu út af Vestfjörðum. 

Smíðaður 1989 í Solstrand, hét upphaflega Froyliner og síðar Urvaag í Noregi áður en hann var seldur til Færeyja.

XPPR. Klakkur TG 9 ex Urvaag. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

15.03.2016 18:41

Fönix

Rækjubáturinn Fönix ST 177 frá Hólmavík kom til Húsavíkur í dag og er erindið að ná í troll hjá Kára Páli og félögum í Ísneti.

177. Fönix ST 177 kemur til Húsavíkur. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

12.03.2016 18:35

Hoffell

Hilmar Örn Kárason á Venusi NS sendi mér þessa mynd sem hann tók af Hoffellinu á loðnumiðunum 9. mars sl.

2885. Hoffell SU 80 ex Smaragd.  © Hilmar Örn Kárason 2016.

 

 

 

08.03.2016 20:17

Ingi ÞH 198

Netabáturinn Ingi ÞH 198 kemur til hafnar í dag og aflabrögð léleg að sögn skipstjórans.

2484. Ingi ÞH 198 ex Íris Ósk SH. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

06.03.2016 14:08

Karoløs

Þessi sigldi framhjá Áka og félögum í Måløy í gær, hann heitir í dag Karoløs, áður Vestfart, nýbúið að selja hann segir Áki. Karoløs var byggður af skipasmíðastöðinni Th. Hellesøy Skipsbyggeri den AS og afhentur þann 1. September árið 1977 og verður því 39 ára í ár. Það tók rétt rúmlega ár frá því að byrjað var á honum og þar til eigandinn tók við honum fullkláruðum. Þrátt fyrir háan aldur segja þeir mér að þetta sé virkilega góður bátur. skrifar Áki.

Upphaflega hét báturinn Karoløs til ársins 1984, Herøytrål til ársins 1997, Vestfart og í dag Karoløs. Karoløs er 52,20 metra langur, 9,6 metra breiður og tekur 911 tonn. Hann var lengdur í skipasmíðastöðinni í Raudeberg árið 2009, en þá var skuturinn lengdur um 3,60 metra til að fá meira pláss fyrir nótina. Keypt var ný nót sem og starfsmannaklefi og ýmislegt annað, kostnaðurinn var um 9 milljónir Norskar. Aðalvélin er af gerðinni MAN og er 3200 hestöfl, tvær ljósavélar eru um borð af gerðinni Caterpillar, hvor um sig 500Kw.

Karoløs. © Áki Hauksson 2016.

 

04.03.2016 20:05

Nanna Ósk II með rúm fimm tonn

Gunnar Páll hafnarvörður á Raufarhöfn tók þessa mynd í dag þegar netabáturinn Nanna Ósk II kom að landi með rúm fimm tonn.

2793. Nanna Ósk II ÞH 133. © Gunnar Páll Baldursson 2016.

03.03.2016 17:45

Von ÞH 154

Hér kemur Siggi Gutta á Von ÞH 154 í land um miðjan dag eftir að hafa farið inn úr að legga netin. Hvað verður um Vonina veit ég ekki en Siggi hefur fest kaup á Guðnýju NS 7 og hefur hún fengið nafnið Ósk ÞH 54. Hún verður mynduð í bak og fyrir þegar grásleppan byrjar.

1432. Von ÞH 154 ex ÞH 54. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 78
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9394003
Samtals gestir: 2007199
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 01:19:18
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is