Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2016 Febrúar

27.02.2016 13:12

Þorsteinn að fiska

Þorsteinn ÞH 115 kom í gær með tæp 15 tonn að landi á Raufarhöfn eftir netaróður, 12 og 1/2 í fyrradag. Gefur ekkert eftir þessi sjötugi öldungur, smíðaður í Svíþjóð 1946. 

Þessar myndir tók Gunnar Páll hafnarvörður á Raufarhöfn.

926. Þorsteinn ÞH 115 ex GK 15. © Gunnar Páll Baldursson 2016.

 

926. Þorsteinn ÞH 115 ex GK 15. © Gunnar Páll Baldursson 2016.

 

 

27.02.2016 13:04

Vesttind

Hér koma myndir af frystitogaranum Vesttind sem smíðaður var árið 2000 af skipasmíðastöðinni Myklebust Mek Verksted A.S. Noregi.  Útgerðin Havfisk AS eignaðist hann árið 2007. Togarinn er 60 metra langur, 14 metra breiður og tekur 900 tonn. Aðalvélin er af gerðinni Wärtsilä 7500 hestöfl, stærð togarans er 2243 tonn. Hann er gerður út á hvítfisk og rækju.

 

Vesttind N-30-H. © Áki Hauksson 2016.

 

Vesttind N-30-H. © Áki Hauksson 2016.

25.02.2016 20:27

Ásdís og Ósk

Ásdís og Ósk í blíðviðrinu á Húsavík í dag. Fallegt en kalt.

2783. Ásdís ÞH 136 - 2447. Ósk ÞH 54. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

25.02.2016 20:24

Albacore

Þessi var byggður árið 1988 af skipasmíðastöðinni Brødr. Hukkelberg AS í Noregi og hét þá Stokke Senior, heitir í dag Albacore SF-18-F. Báturinn var byggður 19,91 metri á lengd, hann fer svo í breytingar árið 2001 og er þá meðal annars lengdur og mælist þá 21,3 metri á lengd. 

Árið 2006 fer hann í enn meiri breytingar og er lengdur aftur um fimm metra og mælist í dag 26,4 metrar, breiddin er 6,7 metrar, einnig var farið í miklar breytingar að innan. Aðalvélin er af gerðinni Caterpillar, tekur báturinn 105 tonn, eigandinn af bátnum heitir Mundal Båt AS.

Albacore SF-18-F. © Áki HAuksson 2016.

 

 

 

22.02.2016 21:35

Astrid Emilie

Áki tók myndir af Astrid Emilie VA-86-LS þar sem hún sigldi fram hjá Måløy á leið suður með Noregsströndum.

Áki skrifar:

Þessi bátur var byggður árið 1993 hjá skipasmíðastöðinni Kristensen Skipsbyggeri APs. Lengdin er 23,86 metrar, breiddin er 7,20 metrar og tekur hann 110 tonn af ferskfiski. Sett var ný vél um borð árið 2014 af gerðinni Deutz 650 hestöfl, skrúfan er 2,2 metrar í þvermál. Tveir rafalar eru um borð, ásrafallinn er 75Kw og ljósavélin er 28Kw. 

Báturinn er gerður út bæði á fiskitroll og rækjutroll. Rækjuverksmiðja er um borð sem síður rækjuna og getur hún annað 2,5 tonnum á dag. Hann var að koma úr töluverðum breytingum sem gerðar voru á honum í janúar. Báturinn hefur heimahöfn í Mandal, en sá bær stendur eins sunnarlega og hægt er að komast í Noregi.

 

 

Astrid Emilie VA-86-LS. © Áki Hauksson 2016.

 

Astrid Emilie VA-86-LS. © Áki Hauksson 2016.

 

Astrid Emilie VA-86-LS. © Áki Hauksson 2016.

 

 

20.02.2016 22:15

Húsavíkurhöfn í dag

Tók þessa mynd í hádeginu í dag og eins og sjá má var sól í heiði eftir alla snjókomuna í gærkveldi og fram eftir nóttu. Þarna má sjá íslenska fánann á Voninni en útför Sigurðar Sigurðssonar skipstjóra fór fram frá Húsavíkurkirku í dag og því víða flaggað í bænum. Sigurður sem jafnan var kallaður Siggi Stýssi var lengi einn af aflasælustu skipstjórum landsins á Dagfara ÞH, Gísla Árna RE og Erninum KE. 

Húsavík þann 20. febrúar 2016. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

16.02.2016 18:16

Korri

Síðasti báturinn sem pabbi átti og gerði út til fiskveiða, þó um mjög stuttan tíma væri, var Korri ÞH 444. Hér er verið að prufusigla eftir að hafa sett á flot í fyrsta skipti eftir að hann eignaðist bátinn. Árið er að ég held 2001.

6844. Korri ÞH 444 ex Bylgja. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

16.02.2016 17:23

Libas

Áki náði myndum af þessu glæsilega uppsjávarskipi á siglingu í dag, Libas H-5-F eitt af stærstu uppsjávarskipum Noregs sigldi framhjá Måløy á leið suður. Libas var afhentur þann 25 Júní 2004 af skipasmíðastöðinni Fitjar Mek. Verksted AS Noregi, skrokkurinn er byggður af skipasmíðastöðinni Vyborg Shipyard i Rússlandi. 

Lengdin er 94 metrar, breiddin er 17,6 metrar og tekur 2300 tonn. Aðalvélin er af gerðinni Wärsila 8300 hestöfl, aftari skrúfan er einnig hliðarskrúfa þar sem hún snýst 360°, skrúfan er 4 metrar í þvermál og kemur skipinu upp á 22. mílna ferð. Ein hliðarskrúfa er að framan 1100Kw,tvær ljósavélar eru um borð hvor um sig 3000Kw og einn ásrafall 3000Kw, samtals því 9Mw rafmagnsframleiðsla um borð. 

Áhafnarmeðlimir geta verið 38 í 19 tveggja manna káetum með sturtu, sjónvarpi og nettengingu, ein sjúkrastofa um borð sem og 34 fermetra fundarherbergi. Heimahöfn Libas er í Bergen Noregi.

 

Libas H-5-F. © Áki Hauksson 2016.

 

                                                                                     Libas H-5-F. © Áki Hauksson 2016.

 

 

15.02.2016 19:42

Rogne

Rogne M-70-HØ að sigla inn sundið við Måløy á leið suður um sex leytið í dag, farið að rökkva aðeins, kom við og tók olíu í Måløy segir Áki. Rogne var byggður af skipasmíðastöðinni Karstensens Skibsværft A/S, Skagen í Danmörk og afhent eiganda sínum Rogne AS þann 3 Júní 2013. Lengdin er 69,90 metrar, breiddin er 14,20 metrar og tekur Rogne 1970 tonn. Glæsilegt skip....

 

Rogne M-70-HØ. © Áki Hauksson 2016.

 

 

12.02.2016 17:25

Haförn

Hér lætur Haförn ÞH úr höfn á Húsavík í vikunni. Hann hefur stundað rækjuveiðar í Skjálfanda ásamt Árna á Eyri ÞH eftir áramót. Þeir hafa fiskað vel og eru búnir með 100 tonna kvótann sem gefinn var út.

1979. Haförn ÞH 26 ex Þorsteinn BA. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

 

12.02.2016 17:18

Havstrand

Hér kemur mynd Áka Haukssonar af frystitogaranum Havstrand M-125-H. Havstrand var tekinn í notkun árið 2013 og smíðaður af skipasmíðastöðinni Tersan Shipyard, Yalova, Tyrklandi. Lengdin á Havstrand er 69,9 metrar, breiddin er 15,4 metrar og er togarinn 3144 brúttótonn að stærð. 

Frystilestin tekur 850 tonn af frystum afurðum og er frystigeta togarans 72 tonn á dag. Auk þess er lest sem tekur 600 tonn eða það sem Norðmaðurinn kallar bunker og er fyrir mjöl og þess háttar. Aðalvélin er af gerðinni Wartsila og er 6120 hestöfl, um borð getur verið 30 manna áhöfn í 10 eins-manns káetum og 10 tveggja-manna káetum. 

Eigandinn af togaranum er Strand Rederi AS Noregi, fjölskyldu fyriræki sem rekur auk Havstrand, frystitogarann Havbryn, uppsjávarskipin Strand Senior og Fiskeskjer. En þetta fyrirtæki átti einmitt uppsjávarskipið sem heitir Bjarni Ólafsson AK-70 í dag sem áður hét Fiskeskjer.

 

Havstrand M-125-H. © Áki Hauksson 2016.

 

 

08.02.2016 21:35

Úrgreiðsla

Þarna er verið að greiða fisk úr netunum á Kristbjörgu II ÞH en myndina tók pabbi sennilega vorið 1979 frekar en 1978. Stjórnborðsmegin eru Aðalgeir Bjarnason að draga undan og Már Höskuldsson að greiða úr. Bakborðsmegin eru fremst Skarphéðinn Olgeirsson og daníel Guðjónsson í gula stakknum. Upp á borðinu er síðan Björn Viðar. Skipstjórinn Hreiðar Olgeirsson var síðan greinilega upp á brúarþaki við myndasmíðina. Ekki voru stjórntæki þar en síðar átti hann eftir að stýra fleyjum hjá Norðursiglingu þar sem stjórnpallur er einnig  upp á brúarþaki.

Greitt úr netunum. © Hreiðar Olgeirsson.

 

 

 

 

 

06.02.2016 11:48

Héðinn Maríusson

Hér stígur Héðinn Maríusson upp úr trillu sinni vorið 1981 og greinilega grásleppuvertíð í gangi á Húsavík.. Héðinn var fæddur 18. desember 1899 og lést 22. mars 1989.

Héðinn Maríusson. © Hreiðar Olgeirsson 1981.

 

 

01.02.2016 17:39

Vertíðarlok 1981

Þessa mynd tók pabbi í vertíðarlok 1981 en þá voru þessir kappar í áhöfn Kristbjargar ÞH 44. Fv. Jón Ólafur Sigfússon, Auðunn Aðalsteinn Víglundsson og Jóhannes Jónsson.

Vertíðarlok á Kibbunni 1981. © Hreiðar Olgeirsson.
  • 1
Flettingar í dag: 457
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9394382
Samtals gestir: 2007263
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 12:16:01
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is