Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Færslur: 2016 Janúar31.01.2016 11:31SalkaÞað var verið að byggja skýli yfir Sölku í slippnum á dögunum og tók ég þá þessa mynd.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 28.01.2016 20:58SigurborgHér kemur tæplega þrettán ára mynd sem sýnir rækjubátinn Sigurborgu SH á fullu stími inn til Húsavíkur.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 27.01.2016 21:01Tranøy - Ný Cleopatra Bjarna SigÚtgerðarfélagið West Atlantic AS í Tromsø í Noregi fékk nú á dögunum afhentan nýjan Cleopatra 36B beitningavélarbát. Að útgerðinni stendur Húsvíkingurinn Bjarni Sigurðsson sem verið hefur búsettur í Noregi í áratugi. Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Tranøy. Báturinn mælist 18brúttótonn. Tranøy er af nýrri gerð Cleopatra 36B sem er sérhönnuð inn í undir 11metra veiðikerfið í Noregi. Báturinn er byggður á sömu hönnun og Indriði Kristins sem Trefjar afgreiddu nýverið til Tálknafjarðar. Aðalvél bátsins er af gerðinni Scania D13 550hö tengd ZF500IV gír. Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC og Simrad. Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins. Báturinn er útbúinn til línuveiða með beitningarvél. Beitningavélarkerfi og línuspil er frá Mustad og annar búnaður til línuveiða frá Stálorku ehf. Blóðgunarkerfi er frá 3X og sjókælir frá Kælingu ehf. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking. Rými er fyrir 12stk 660L, 4stk 460L kör eða 29stk 460L kör í lest. Í bátnum er upphituð stakkageymsla með aðstöðu fyrir 4 skipverja. Sæti fyrir áhöfn í brú. Svefnpláss er fyrir fjóra í tveimur aðskyldum klefum. Salerni og sturtuaðstaða í lúkar. Í lúkar ásamt fullbúinni eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 27.01.2016 20:35SkálabergSkálaberg ÞH 244 kemur að landi haustið 1983, ef ég er með þetta á hreinu. Búinn að birta þessa áður en aðeins búinn að laga hana til. Skálabergið var smíðað í Skipavík 1967 og hét upphaflega Kristjón Jónsson SH 77.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 25.01.2016 21:19StokkseyHér kemur mynd frá 2003 sem sýnir Stokksey ÁR 40 koma að bryggju á Húsavík. Upphaflega Dagfari ÞH 70 smíðaður 1967 fyrir Barðann hf. á Húsavík.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 21.01.2016 21:27Guðný NSGuðný NS 7 kom til Húsavíkur í gær eftir siglingu frá Seyðisfirði en GPG Seafood keypti bátinn þaðan og færði aflaheimildir hans yfir á annan bát í eigu fyrirtækisins. Guðný er tæp 12 bt. að stærð af AWIgerð og smíðuð í Færeyjum 1999.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 21.01.2016 21:15Salka komin uppSalka Norðursiglingar fór upp í Húsavíkurslippinn á dögunum og nú hefst endurbygging hennar. Þetta verður spennandi dæmi að fylgjast með en hún kemur til með að sigla með ferðamenn á vistvænan hátt.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 12.01.2016 13:10NordøytrålÁki myndaði Nordøytrå IM-359-HØ, sem er rækju og hvít-fisk togari, á dögunum er hann var að koma inn til Raudeberg í slipp. Nordøytrål var byggður árið 2001 af skipasmíðastöðinni Fiskerstrand verft på Fiskarstranda í Noregi. Togarinn er 56,8 metra langur, 12,6 metra breiður og er 1476 brúótonn að stærð. Eigandinn er Nordøytrål AS og hefur aðsetur í Fosnavåg þeirri miklu útgerðareyju en togarinn hefur heimahöfn í Ålesund.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 11.01.2016 20:01Nýr Indriði Kristins til TálknafjarðarÚtgerðarfélagið Bergdís ehf ehf á Bolungarvík fékk nú á dögunum afhentan nýjan Cleopatra beitningavélarbát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Að útgerðinni stendur Guðjón Indriðason. Synir Guðjóns, Indriði og Magnús Guðjónssynir verða skipstjórar á bátnum.
Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Indriði Kristins BA 751. Báturinn mælist 22brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu. Indriði Kristins er af nýrri gerð Cleopatra 40B sem er sérhönnuð inn í undir 12metra mark. Báturinn mun leysa af hólmi eldri Cleopatra bát útgerðinnar sem seldur var til Noregs.
Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan 4V 158TI 770hö tengd ZF360IV gír. Rafstöð er frá Scam/Kubota 40kW. Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC frá Sónar. Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins. Báturinn er útbúinn til línuveiða með beitningarvél. Beitningavélarkerfi er frá Mustad, línuspil er frá Beiti ehf og annar búnaður til línuveiða frá Stálorku ehf. Ískrapavél og sjókælir frá Kælingu ehf. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.
Rými er fyrir 12stk 660L, 4stk 460L kör eða 29stk 460L kör í lest. Í bátnum er innangeng upphituð stakkageymsla með aðstöðu fyrir 4 skipverja. Sæti fyrir áhöfn í brú. Svefnpláss er fyrir fjóra í tveimur aðskyldum klefum. Salerni og sturtuaðstaða í lúkar. Borðsalur er í lúkar ásamt fullbúinni eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 10.01.2016 17:51SúlnafellSúlnafell ÞH 361 frá Þórshöfn kemur hér að bryggju á Akureyri. Upphaflega Siglfirðingur SI 1 og hans síðasta nafn á íslenskri skipaskrá var Svanur EA 14.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 10.01.2016 17:47Júlíus HavsteenJúlíus Havsteen ÞH 1 á toginu. Fyrsti skuttogari húsvíkinga smíðaður hjá Þorgeir og Ellert á Akranesi. Afhentur 1976.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 10.01.2016 14:47RauðinúpurÞessa mynd af Rauðanúpi ÞH 160 tók ég þegar hann fór í fyrsta túr eftir slipp í Póllandi seint á árinu 1998. Þar var þriðju togvindunni bætt við og perustefni sett á eftir því sem Mogginn sagði á sínum tíma auk þess sem almennu viðhaldi var sinnt. Jóhann Gunnarsson skipstjóri tók hring fyrir mig og hef ég birt eitthvað af þessum myndum áður. Sóley Sigurjóns GK 200 í dag.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 10.01.2016 14:41StakfellStakfell ÞH 360 frá Þórshöfn á toginu. Mig minnir að myndin sé tekin sunnan við Langanses 1988 frekar en 1989 úr Geira Péturs ÞH 344.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 09.01.2016 13:16GrímsnesGrímsnes GK á landleið, rétt ókomið til hafnar í Njarðvík. Ef ég man rétt var árið 2007.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 09.01.2016 12:57SólrúnHér Sólrún EA á toginu í Skjálfandadýpi og Stefán Rögnvalsson frá Dalvík í bakgrunni. Þetta var þegar rækjan var allráðandi. Sólrún hét upphaflega Þórkatla II GK frá Grindavík.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson
Flettingar í dag: 457 Gestir í dag: 82 Flettingar í gær: 694 Gestir í gær: 121 Samtals flettingar: 9394382 Samtals gestir: 2007263 Tölur uppfærðar: 6.12.2019 12:16:01 |
Eldra efni
clockhere Tenglar
Um mig Nafn: Hafþór HreiðarssonFarsími: 8956744Tölvupóstfang: korri@internet.isHeimilisfang: Sólbrekka 29Staðsetning: HúsavíkHeimasími: 4642030Önnur vefsíða: www.640.is |
© 2019 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is