Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2015 Desember

31.12.2015 16:20

Áramótakveðja

 

31.12.2015 13:32

Nýr bátur á Rif

Ný Faxaborg SH 207, sem er í eigu KG fiskverkunar í Rifi, kom til Rifshafnar á fjórða tímanum í nótt. Alfons var á vaktinni og tók meðfylgjandi myndir en Faxaborgin hét áður Sólborg RE og var í eigu Brims. Faxaborg er einn Kínabátanna sem smíðaður var árið 2001 og gerður út á dragnót. Hét upphaflega Garðar BA 62 frá Patreksfirði.

Faxaborgin var lengd um 4,5 metra og yfirbyggð hjá skipasmíðastöð Njarðvíkur. KG fiskverkun mun gera bátinn út með línubeitningarvél. Myndin sýnir þegar Faxaborgin kom heim til Rifshafnar á fjórða tímanum í nótt en veðrið á heimsiglingunni var slæmt enbáturinn reyndist vel í erfiðum sjó. Skipstjóri á Faxaborginni er Friðþjófur Orri Jóhannsson og útgerðarstjóri Daði Hjálmarsson.

 

2464. Faxaborg SH 207 ex Sólborg RE. © Alfons Finnsson 2015.

 

Daði Hjálmarsson og Friðþjófur Orri Jóhannsson í brúnni. © Alfons 2015.

 

 

 

 

29.12.2015 23:54

Nýr bátur til Þórshafnar

Í morgun kom Muggur HU-57 sem Ísfélag Vestmannaeyja keypti nýverið til Þórshafnar  Þetta er 15 brúttótonna línubátur smíðaður 2008 og er með 355 ha Cummings vél. Muggur er í krókaaflamarkskerfinu og verður gerður út frá Þórshöfn. Er honum ætlað að styrkja bolfiskvinnslu Ísfélagsins á Þórshöfn. Á bátnum eru um 500 tonn af þorski auk annarra tegunda. Á heimasíðu Langanesbyggðar segir að þetta séu mjög góð tíðindi fyrir Langanesbyggð og styrki mikið atvinnulífið á staðnum.

 

2771. Muggur KE 57, HU í dag. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

25.12.2015 14:39

Jólakveðja

Óska öllum þeim sem sækja síðuna heim gleðilegrar jólahátíðar með þökk fyrir innlitið á árinu sem er að líða.

 
Húsavíkurhöfn í jólabúningi. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

23.12.2015 20:20

Skata og siginn fiskur á borðum

Á slaginu 12 á Þorláksmessu var mæting í skötuveisluna hjá Adda stýssa og mætti ég tímanlega enda er þetta að verða einn af hápunktur aðventunnar þrátt fyrir að ég borða ekki skötuna. En tilhlökkunin fyrir siginfiskinum mikil og félagsskapurinn frábær. 

Veislan var líkt og fyrri ár í verbúð Adda í gamla frystihúsi K. Þ .

Veitingarnar voru glæsilegar, skatan að vestan sem og frá Garðari fisksala á Húsavík, siginfiskurinn frá Dodda Birgis á Mána ÞH og síldina kom Siddi Sigurbjörns með að austan. Öllu þessu var gerð góð skil undir mögnuðum sögum til sjávar og sveita. Eins og fyrr, takk fyrir mig Addi og félagar.

Indæla skötu hann færði upp á stærðar fat. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

Stjáni klikkaði ekki í eldhúsinu frekar en fyrri daginn. © Hafþór 2015. 

 

Signi fiskurin frá Dodda var tær snilld eins og maðurinn sagði.

 

Kræsingarnar komnar á borðið og menn tóku hraustlega til matar síns.

 

Ilmurinn var lokkandi. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

Veisluborðið hlaðið kræsingum. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

Feðgar, Siggi stýssi og Arnar gestgjafi. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

Stjáni segir sögu. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

Unnsteinn læknir gerði skötunni góð skil enda að vestan. © Hafþór 2015.

 

       Árni Logi með sögustund og nú mega jólin koma fyrir mér. © Hafþór 

22.12.2015 23:53

Húsavíkurhöfn í dag

Tók þessa mynd síðdegis í dag við Húsavíkurhöfn. Seríurnar koma upp ein af annari en hægt þó.

Húsavíkurhöfn í dag. © Hafþór Hreiðarsson 22. desember 2015.

18.12.2015 19:33

Náttfari og Bjössi Sör

Þá eru Náttfari og Bjössi Sör komnir með jólaseríurnar upp og lífga upp á höfnina nú þegar nær dregur jólum.

1417. Bjössi Sör. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

993. Náttfari. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

18.12.2015 09:49

Selfoss

Selfoss, skip Eimskipafélagsins, kom við hér á Húsavík um síðustu helgi.

Selfoss kemur til hafnar á Húsavík. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

Jónas Sævarsson, Karl Aðalsteinsson og Vilhjálmur Sigmundsson. © HH.

 

 

                                         Selfoss við Bökugarðinn. © Hafþór Hreiðarsson 2015.
 

 

 

 

 

16.12.2015 09:26

Skipamyndadagatalið komið úr prentun

Þá er Skipamyndadagatalið 2016 komið úr prentun og að venju vel unnið og flott.

Áhugasamir kaupendur geta pantað það á korri@internet.is en verðið er 3000 kr.

 
 
 

11.12.2015 14:40

Nýtt Særif komið í heimahöfn

Nýtt Særif SH kom til heimahafnar í Rifi nú laust fyrir hádegi í dag og að sjálfsögðu var Alfons á staðnum með myndavélina.

 

Særif hét áður Hálfdán Einarsson ÍS og var smíðaður árið 2012 hjá Trefjum í Hafnarfirði. Hann er 15 tonn að stærð með 513 hestafla Isuzu aðalvél.

 

Sagt er frá komu bátsins á vef Skessuhorns

 

 

2822. Særif SH 25 ex Hálfdán Einarsson ÍS. © Alfons Finnsson 2015.

 

 

 

 

10.12.2015 21:43

Brennholm

Þetta glæsilega uppsjávarveiðiskip, Brennholm H-1-BN, er 75.40 metra langt, 14.60 metra breitt smíðað 2007.  Áki myndaði Brennholm, sem ber 2000 tonn, þar sem það siglir áleiðis á miðin frá Måløy í haust.

 

Brennholm H-1-BN. © Áki Hauksson 2015.

 

 

08.12.2015 14:04

Sóley Sigurjóns

Frosti ÞH fór inn á Ísafjörð í gærkveldi og skömmu síðar kom Sóley Sigurjóns GK og tók Gundi þessa mynd við það tækifæri.

2262. Sóley Sigurjóns GK 200 ex Sólbakur EA. © Gundi 2015.

07.12.2015 18:29

Hordafor III

Hordafor III við bryggju  í Måløy, smíðaður 1967 og eitthvað hefur nú verið átt við hann síðan. 49.69 m. að lengd og breiddin 8.56 m. eins og komið hefur fram hér á síðunni áður.

Hordafor III. © Áki Hauksson 2015.

 

07.12.2015 17:50

Fanney við bryggju

Hvalaskoðunarbáturinn Fanney við bryggju á Húsavík í dag. Faldur fjær.

1445. Fanney ex Sigurður Þórðarson GK. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

05.12.2015 11:48

Elisabeth H-140-B

Áki tók þessa mynd á dögunum en hún sýnir Elisabeth H-140-B er að sigla út sundið hjá þeim í Måløy og halda i norðurátt. Þetta snyrtilega uppsjávarskip var byggt af skipasmíðastöðinni Eidsvik Skipsbyggeri AS Noregi árið 1994, Elisabeth er 61 metri á lengd og 11,5 metra breitt. Átti sér systurskip hér á landi um tíma sem hét Óli í Sandgerði AK 14.

Elisabeth H-140-B. © Áki Hauksson 2015.

 

 

Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 9254637
Samtals gestir: 1995063
Tölur uppfærðar: 24.8.2019 01:05:55
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is