Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Færslur: 2015 Nóvember30.11.2015 19:31Fjølnir í GdanskLínuveiðarinn Fjølnir GK 157 liggur hér við slippbryggju í Gdansk í Póllandi. Þar sem hann hefur verið í breytingum sem senn sér fyrir endann á. Hét áður Ocean Breeze GK 157 og þar áður Rifsnes SH 44.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 26.11.2015 20:35NáttfariHér kemur mynd af Náttfara koma úr hvalaskoðun í dag en nú fer hvalaskoðunarvertíðinni á Húsavík að ljúka þetta árið.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 22.11.2015 17:59Hafborg KEHafborg KE 12 kemur að landi í Sandgerði í marsmánuði 2005. Smíðaður í Bátalóni 1981. Hét upphaflega Már NS 87 frá Bakkafirði. Sævar KE í dag.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 22.11.2015 16:25NjállHér koma tvær myndir af Njáli RE 275, teknar með nokkurra ára millibili. Búið að breyta honum talsvert á þeim báðum frá upphaflegu útliti en hann var smíðaður 1980 í Bátalóni.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 22.11.2015 14:55Steinunn mun prýða Skipamyndadagtalið 2016Aflaskipið Steinunn SH 167mun prýða Skipamyndadagatalið 2016 og það strax í janúarmánuði. Þökk sé Alfons vini mínum sem lánaði mér myndir af henni. Eins og áður hefur komið fram mun þetta verða sjöunda árið sem ég læt útbúa dagatal með skipamyndum og það verða bæði bátar sem eru á skrá í dag og aðrir sem horfið hafa af skrá. Litlir og stórir og myndir eftir mig og nokkra aðra áhugaljósmyndara.
Áhugasamir geta pantað dagatalið á korri@internet.is en verðið er 3000 kr.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 21.11.2015 18:49Ocean EndeavourSigurgeir frændi minn Pétursson sendi mér þessar myndir sem hann tók í Ushuaia Í Argentínu í gær. Þær sýna farþegaskipið Ocean Endeavour við bryggju en skipið lenti í hremmingum í ís þar suður frá nánar tiltekið við Suðurskautslandið. Stórt gat kom á síðuna en það komst þó heilu og höldnu til hafnar og eins og sjá má eru viðgerðir hafnar.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 21.11.2015 12:00Bryggjurölt á ÍsafirðiFrosti ÞH lá inná Ísafirði á dögunum en bræla var úti fyrir. Gundi tók sér kvöldgöngu með myndavélina og hé rmá sjá afraksturinn. Amk. hluta af honum.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 21.11.2015 11:43Ingi og MániIngi og Máni við bryggju á Húsavík. Bátarnir eru í eigu Dodda Ásgeirs ehf. sem Þórður Birgisson stýrir. Ingi er smíðaður á Akranesi en Máni á Seyðisfirði.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 16.11.2015 15:25Hörður lætur úr höfnLínuskipið Hörður Björnsson ÞH lætur hér úr höfn á Húsavík fyrir 10. mínútum eftir að hafa landað í morgun.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 15.11.2015 18:47Bátur ágústmánaðar 2016
Hörður Björnsson ÞH 260 mun prýða dagatal Skipamynda 2016 og það í ágústmánuði. Þetta mun verða sjöunda árið sem ég læt útbúa dagatal með skipamyndum og það verða bæði bátar sem eru á skrá í dag og aðrir sem horfið hafa af skrá. Litlir og stórir og myndir eftir mig og nokkra aðra áhugaljósmyndara. Áhugasamir geta pantað dagatalið á korri@internet.is en verðið er 3000 kr.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 15.11.2015 16:43Jón Kjartansson og HaförnÍ upphafi vikunnar fékk dragnótabáturinn Haförn ÞH 26 veiðafærin í skrúfuna þar sem hann var að veiðum um 4 sjm. SA af Flatey. Við það varð hann vélarvana og fór Jón Kjartansson, bátur Björgunarsveitarinnar Garðars, og dró hann til hafnar á Húsavík. Á myndinni eru björgunarsveitarmennirnir að koma Haferninum að bryggju.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 14.11.2015 17:04AltaireAltaire LK 429 fiskaði vel, var með 2050 tonn af makríl, landaði hluta í Pelagia Selje, c.a. helming og svo restina hérna hjá okkur í Pelagia Måløy skrifar Áki sem tók þessar myndir þegar Altarier var leiðinni á miðin aftur. Altaire kemur frá skosku eyjunni Shetland og siglir undir Breskum fána. Altiare er stærsta uppsjávarskip Skota 76,43 metra langt, 15 metra breitt og var byggt af skipasmíðastöðinni Havyard Solstrand AS árið 2004. Aðalvélin er af gerðinni Wärtsilä 8533 hestöfl.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 14.11.2015 16:47Víkingur AK 100, sá nýiHér kemur mynd af Víkingi AK 100 sem HB Grandi er með í smíðum í Tyrklandi. Systurskip Venusar NS sem kom fyrr á árinu. Áætlað er að Víkingur komi heim fyrir jól en myndina tók Börkur Kjartansson vélstjóri.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 14.11.2015 14:57ÞórsnesÞessa mynd tók Gunnar Páll hafnarvörður á Raufarhöfn í lok október of sýnir hún línuskipið Þórsnes SH 109 koma til hafnar á Raufarhöfn. Þórsnes hét upphaflega Keflvíkingur KE 100.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 14.11.2015 13:03Gammur og norðurljósinÞessa mynd tók ég út á Tjörnesi í vikunni, nánar tiltekið við bæina Steindal og Syðri Tungu. Þar hefur legið lengi lítill bátur og hef ég nokkrum sinnum farið að mynda hann. Setti þessa mynd á Fésbókina og þar kom m.a fram í athugasemdum að um væri að ræða trillubátinn Gamm sem Hermann heitin Aðalsteinsson bóndi á Hóli átti. Þegar ég las það mundi ég eftir mynd sem ég er með í fórum mínum sem sýnir trillubát á síldveiðum með lagnet. Þar eru Tjörneingar á á veiðum, og einn þeirra Hermann á Hóli. Það er því spurning hvort þar sé Gammurinn á ferðinni.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson
Flettingar í dag: 508 Gestir í dag: 88 Flettingar í gær: 694 Gestir í gær: 121 Samtals flettingar: 9394433 Samtals gestir: 2007269 Tölur uppfærðar: 6.12.2019 13:55:12 |
Eldra efni
clockhere Tenglar
Um mig Nafn: Hafþór HreiðarssonFarsími: 8956744Tölvupóstfang: korri@internet.isHeimilisfang: Sólbrekka 29Staðsetning: HúsavíkHeimasími: 4642030Önnur vefsíða: www.640.is |
© 2019 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is