Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2015 Október

31.10.2015 17:03

Haugagut

Haugagut að færa sig til eftir 750 tonna síldarlöndun til frystingar í Måløy en þar liggja nú uppsjávarskipin hvert öðru fallegra, sennilega bræla á miðunum segir Áki.

 

Haugagut H-50-AV. © Áki Hauksson 2015.

 

 

31.10.2015 14:47

Við Húsavíkurhöfn

Tók þessa mynd við Húsavíkurhöfn í morgun, stafalogn og sól í heiði.

Húsavíkurhöfn 31. október 2015. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

30.10.2015 19:30

Ligrunn

Áki myndaði Ligrunn H-2-F í dag en skipið var smíðað af skipasmíðastöðinni Hellesøy Verft AS í Noregi og afhent eiganda sínum þann 16. september 2013. Prísinn svona c.a 180 milljónir Norskar.

Ligrunn er systurskip Liafjord, en Ligrunn er 64 metrar á lengd, 13,80 metrar á breidd og tekur 1650 tonn. Aðalvélin er af gerðinni Wärtsilä og er 4200 hestöfl að stærð, heimahöfnin er Bergen.

 

 

Ligrunn H-2-F. © Áki Hauksson 2015.
 
Ligrunn H-2-F. © Áki Hauksson 2015.

 

 

27.10.2015 20:14

Kremmervik

Kremmervik H-15-AV lá í höfn á Måløy í dag, Kremmervik var tekinn í notkun árið 2011 og er 42,9 metra langur, 12 metra breiður og tekur 300 tonn. Aðalvélin er Yanmar og er 2000 hestöfl.

Kremmervik sigldi svo á miðin seinnipartinn í dag og þá tók Áki þessa mynd.

 

Kremmervik H-15-AV. © Áki Hauksson 2015.

 

 

21.10.2015 18:06

Svanaug Elise

Áki myndaði Svanaug Elise ST-19-F sem var að landa í Måløy, Svanaug var byggt af skipasmíðastöðinni Eidsvik Skipsbyggeri AS Noregi byggnr. 68 en hannað af Vik og Sandvik AS fyrir Kolbjørn og Sønner AS fyrirtækið hefur aðsetur í Dyrvik en Svanaug Elise hefur heimahöfn í Trøndheim. 

Skipið er 64 metrar á lengd, 13 metra breitt og tekur 1550 tonn. Aðalvélin er af gerðinni Caterpillar 4800 hestöfl og nær skipinu uppá 19 mílna hraða, tvær hliðarskrúfur eru, sú fremri 800hestöfl og aftari 950 hestöfl, rafalarnir eru þrír, tveir 620Kw og ein 700Kw.

 

Svanaug Elise ST-19-F. © Áki Hauksson 2015.

 

 

21.10.2015 18:01

Raw

Áki myndaði þetta glæsilega uppsjávarveiðiskip  í dag og reit m.a eftirfarandi við færslu á fésbókarsíðu sinni:

Hér er eitt af fallegri uppsjávarskipum sem ég hef séð, hönnunin finnst mér hafa tekist virkilega vel og er óhætt að taka ofan fyrir NVC Rolls Royce Marine sem hannaði þetta skip. Rav ST-8-O heitir skipið og var byggt af skipasmíðastöðinni Eidsvik Skipsbyggeri AS byggnr. 71.

Rav er 65 metra langt, 13,2 metra breitt og tekur 1650 tonn. Aðalvélin er af gerðinni Bergen 6200 hestöfl og nær skipinu uppá 19 mílna hraða. Fjórir rafalar eru um borð þrjár ljósavélar, tvær 536Kw, ein 205Kw, einnig er ásrafall sem er 1900Kw. Tvær hliðarskrúfur eru, fremri 650Kw og aftari 736Kw.

 

Íbúðir eru fyrir þrettán manns um borð.

 

 

 

Raw ST-8-O. © Áki Hauksson 2015.

 

 

21.10.2015 17:57

Bernt Oskar

Áki Hauksson myndaði Bernt Oskar N-20-MS við bryggju í Måløy í dag. Þetta snotra uppsjávarskip var byggt af skipasmíðastöðinni Larsnes Mek. Verksted AS í Noregi og afhent eiganda sínum Kransvik AS 20 nóvember 2010, kostnaður liggur við 80 milljónir Norskar. 

Lengdin á Bernt er 36,5 metrar, breiddin 9,25 metrar og tekur 341 tonn. Aðalvélin er af gerðinni Yanmar en stærðin á henni er ekki gefin upp, Áki giskar á c.a 1000 hestöfl. Tvær Nogva Scania ljósavélar eru um borð og einn ásrafall, tja eigum við að segja c.a. 1,4-1,8Mw rafmagnsframleiðsla segir Áki.

Bernt-inn hefur heimahöfn nokkuð norðarlega eða í Svolvær ekki langt frá Narvik.

 

Bernt-Oskar N-20-MS. © Áki Hauksson 2015.

 

 

18.10.2015 10:28

Reykjafoss

Reykjafoss, skip Eimskipafélags Íslands, kom til Húsavíkur eftir hádegi í gær og lagðist að Bökugarðinum.

Þetta er í fyrsta skipti síðan í nóvember 2004 sem skip félagsins hefur haft viðkomu á Húsavík en þá lauk strandsiglingum í þeirri mynd sem þá var.

Þessi viðkoma er tilkomin vegna aukinna umsvifa í Norðurþingi, bæði á svæðinu við Þeistareyki og á Bakka.

Í fréttatilkynningu frá Eimskip segir að atvinnurekendur á svæðinu séu að vonum ánægðir með þessa auknu þjónustu Eimskips og og sagði Gunnlaugur Karl Hreinsson, forstjóri GPG að hann fagnaði því að Reykjafoss hefði nú viðkomu á Húsavík á leið sinni til Evrópu.

Hér má skoða fleiri myndirhttp://www.640.is/is/frettir/reykjafoss-sa-fyrsti-i-11-ar

 

Reykjafoss við Bökugarðinn á Húsavík. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

17.10.2015 10:17

Artus

Artus M-79-HØ að taka olíu eftir löndun í Måløy í gær. Aki smellti á hann en skipið var smíðað af skipasmíðastöðinni Havyard Ship Technology í Noregi og afhent eiganda sínum Brattholm Invest AS þann 15 Júní 2011. 

Lengdin á Artus er 49,80 metra langt, 12 metra breitt og tekur 500 tonn, frystilestin er 180 tonn og getur skipið tekið einnig lifandi fisk og er sú lest um 120 tonn. Aðalvélin er af gerðinni ABC 2300 hestöfl, um borð er káetur fyrir 12 manna áhöfn.

 

Artus M-79-HØ. © Áki Hauksson 2015.

 

 

 

17.10.2015 09:56

Sigurður

Spurning hvenær ég tók þessa.  Nýmálaður að sjá svo hann hlýtur að hafa verið að fara úr slippnum.

183. Sigurður RE 4 ex ÍS 33. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

17.10.2015 09:53

Kristey

Kristey ÞH 25 hét upphaflega Kristbjörg ÞH 44 og smíðuð í Skipavík 1975. Síðar Atlanúpur ÞH 270, Keilir GK 145 og Keilir SI 145 í dag.

1420.Kristey ÞH 25 ex Kristbjörg ÞH 44. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

09.10.2015 21:53

Á Siglufirði

Tók þessa mynd á Siglufirði á laugardag fyrir viku síðan. Þarna gefur að líta þrjá línuveiðara við bryggju. Rifsnes, Katrínu og Kristbjörgu.

Á Siglufirði. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

 

02.10.2015 23:34

Sigurður Ólafsson

Hörður Jónasson tók þessar myndir af Sigurði Ólafssyni SF í dag. Þarn aer hann að láta úr höfn. Á Höfn. Er á fiskitrolli og alltaf jafn glæsilega viðhaldið.

173. Sigurður Ólafsson SF 44 ex Sigurður Sveinsson SH. © Hörður Jónasson.

 


                                       173. Sigurður Ólafsson SF 44. © Hörður Jónasson 2015.

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 568
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399662
Samtals gestir: 2008174
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 13:12:35
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is