Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2015 September

23.09.2015 18:29

Vikanøy

Vikanøy siglir hér áleiðis á miðin en Áki tók myndina í gær eftir að bátyurinn hafði landai 240 tonnum af Makríl hjá Maaløy Seafood AS.

 

Vikanøy N-7-BØ. © Áki Hauksson 2015.
 

 

 

22.09.2015 19:45

Norderveg

Norderveg H-182-AV lá Måløy í gær og Áki tók myndir og hér er ein þeirra.  Norderveg, sem áður hét Kings Bay, var smíðaður árið 1988 og endurbyggður árið 1993. Aðalvélin er Wärtsilä wichmann 6114 hestöfl, kemur skipinu uppá 18 mílna hraða. Skipið er 74,6 metra langt og tekur 2100 tonn.

 

Norderveg H-182-AV. © Áki Hauksson 2015.

 

 

 

20.09.2015 20:00

Stormfuglen

Hér kemur Stormfuglen til hafnar í Måløy þann 17. sept. sl. þar sem hann landaði 80 tonnum af makríl.

Stormfuglen M-38-AV. © Áki Hauksson 2015.

 

 

 

19.09.2015 16:44

Skagøysund

Áki myndaði Skagøysund T-23-T koma inn til hafnar í Måløy á dögunum eftir að hafa tekið, hreinsikast. Skagøysund hefur heimahöfn í Tromsø.

 

Skagøysund T-23-T. © Áki Hauksson 2015.

 

Skagøysund T-23-T. © Áki Hauksson 2015.

 

Skagøysund T-23-T. © Áki Hauksson 2015.

 

 

19.09.2015 16:36

Tvö glæsileg uppsjávarveiðiskip

Áki myndaði þessi glæsilegu uppsjávarveiðiskip norðmanna eftir að þau höfðu landað makríl í Måløy.

M.Ytterstad N-307_NL. © Áki Hauksson 2015.

 

Kings Bay M-22-HØ © Áki Hauksson 2015.

18.09.2015 19:10

Hepsøhav

Áki tók þessar myndir af Hepsøhav ST-1-O koma inn til Måløy í gær eftir hreinsikasr. Það var skipasmíðastöðin Safe Ltd., Gdynia í Póllandi sem byggði skrokkinn, en allt annað klárað af skipasmíðastöðinni Larsnes Mek. Verksted AS sem afhenti nýja eiganda sínum Tine Kristin AS bátinn þann 12 janúar 2008. Kostnaðurinn við smíðina var á milli 50 og 60 milljónir norskar krónur.

 Báturinn var nýlega lengdur í Póllandi len engdin á Hepsøhav þegar hann var byggður var 27,48 metrar.  Hún er í dag 37,5 metrar, breiddin er 9,22 metra og tekur hann á milli 350 og 400 tonn,

Níu manna áhöfn getur verið um borð í þremur einsmanna og þremur tveggja manna káetum.

 

 

Hepsøhav ST-1-O. © Áki Hauksson 2015.

 

                                      Hepsøhav ST-1-O. © Áki Hauksson 2015.

 

 

 

 

15.09.2015 22:50

Hörður Björnsson

Hörður Björnssson ÞH kom til hafnar á Húsavík síðdegis með fulla lest af fiski. Að því ég best veit fyrsta löndun hans á Húsavík en hann hefur landað í heimahöfn á Raufarhöfn frá því hann hóf veiðar upp úr miðjum ágústmánuði.

264. Hörður Björnsson ÞH 260 ex Gullhólmi SH. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

 

14.09.2015 21:17

Vesterhav

Vesterhav SF-1-A , sem Áki myndaði í Måløy, var smíðað í skipasmíðastöðinni Solund Verft AS og afhent þann 7 ágúst 2014 til Vesterhav AS. Skipið er nýsmíði n.r 7. Lengdin er 38,55 metrar, breiddin er 9,5 metrar og tekur hann 467 tonn. 

 

Aðalvélin er af gerðinni ABC 6MDZC og er 1000 hestöfl, þrjár ljósavélar eru um borð af gerðinni Nogva Scania og getur hver framleitt 260Kw auk þess er ásrafall sem er 1000Kw, tvær hliðarskrúfu eru, fremri 368Kw og aftari 450Kw.

 

Skipið hefur heimahöfn í Florø.

 

 

 

Vesterhav SF -1-A. © Áki Hauksson 2015.

09.09.2015 19:40

Karólína

Línubáturinn Karólína ÞH kemur að landi á Húsavík í gær.

2760. Karólína ÞH 100. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

09.09.2015 14:17

Sæbjörg

Dragnótabáturinn Sæbjörg úr Grímsey kemur að landi á Húsavík í gær.

2047. Sæbjörg EA 184 ex Linni SH. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

 

08.09.2015 22:03

Haförn

Haförn ÞH kemur hér til hafnar á Húsavík í dag en hann stundar nú dragnótaveiðar.

1979. Haförn ÞH 26 ex Þorsteinn BA. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

08.09.2015 15:16

Ný Cleopatra 33 afgreidd til Þrándheims

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Þrándheims í Noregi.

Kaupandi bátsins er Rødhette Fangst & Design AS.  Að útgerðinni standa Kjell-Ivar Teksdal og Hanne Kristin Eide.   Kjell-Ivar Teksdal er skipstjóri á bátnum.

Nýi báturinn hefur hlotið nafnið FARK.  Báturinn 10metra langur og 11brúttótonn.  FARK er af gerðinni Cleopatra 33.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins QSC8.3M 493hö tengd ZF286IV gír.

Siglingatæki eru frá Simrad.  Hann einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins. 

Báturinn er útbúinn til neta, handfæra og gildruveiða.

Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.

Rými er fyrir 15stk 380lítra kör í lest.  Í vistarverum er svefnpláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu.

Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Þrándheimssvæðinu stærstan hluta ársins, báturinn hefur þegar hafið veiðar. 2 menn verða í áhöfn.

 

Stark ST-14-T. © Trefjar.is

 

 

08.09.2015 14:12

Fjóla BA á Akureyri

Fjóla BA liggur við Torfunefsbryggjuna á Akureyri en fram kom í Morgunblaðinu á dögunum að Lárus H. List á Akureyri hefur eignast bátinn. Hann sigldi honum frá Reykhólum til Akureyrar fyrir nokkrum vikum en hann hyggst gera bátinn upp.  Fjóla var smíðuð á Fáskrúðsfirði 1971 og hefur alltaf borið sama nafn en mismunandi einkennisstafi og númer.

1192. Fjóla BA 150 ex Fjóla SH. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

04.09.2015 09:23

Fiskebas

Áki tók þessa af Fiskebas við bryggju í Maloy á dögunum en samnefnt fyrirtæki fékk hann afhentan frá Vaagland batbyggeri AS þann 30. janúar 2014.

Fiskebas er 64,2 metrar að lengd og breiddin 14 metrar. Skipið tekur 1550 tonn.

Aðalvélin er 4000 hestafla Bergen. Íbúðir eru fyrir 12 manna áhöfn um borð og heimahöfnin er Floro.

Fiskebas SF-230-F. © Áki Hauksson 2015.

 

 
  • 1
Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 9254637
Samtals gestir: 1995063
Tölur uppfærðar: 24.8.2019 01:05:55
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is