Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2015 Ágúst

24.08.2015 23:26

Research LK 62

Hér er glæsilegt uppsjávarskip að leggjast að slippnum í Raudeberg þar sem hann var lengdur 2014 um 7,8 metra. Áki Hauksson skrifar að eftir þá lengingu sé þetta stærsta uppsjávarskip Skota og heitir Research LK 62.

 Skipið er í dag 78,5 metrar á leng og 14,5 metrar á breidd. Skipið er byggt árið 2003 af skipasmíðastöðinni Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk AS Noregi. Skipið hefur heimahöfn í WHALSAY á Skotlandseyjum og eigandinn Lhd Group Llerwick (Shetland), aðalvélin er af gerðinni Wärtsilä NSD og er 10299 hestöfl.

Research LK 62. © Áki Hauksson 2015.

                                                                      Research LK 62. © Áki Hauksson 2015.

 
 

21.08.2015 08:05

Fjallmøy

Fjellmøy SF-90-S á útleið frá Måløy. 

Fjallmøy SF-90-S. © Áki Hauksson 2015.

15.08.2015 20:39

Ný Cleopatra 33 afgreidd til Skotlands

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Fraserburgh í Skotlandi.

Að útgerðinni standa Robert og Rosalind Tait Morgan.  Robert Morgan er skipstjóri á bátnum.

 

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Makfort.  Báturinn 10metra langur og 11brúttótonn.  Makfort er af gerðinni Cleopatra 33.

Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT C90 tengd ZF286IV gír.

Siglingatæki eru frá Furuno.  Hann einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins. 

Báturinn er útbúinn til gildruveiða á humri og krabba.

Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.

 

Rými er fyrir 15stk 380lítra kör í lest.  Í vistarverum er svefnpláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu.

Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Fraserburgh allt árið, báturinn hefur þegar hafið veiðar. 2 menn verða í áhöfn.

 

Makfort. © trefjar.is 2015.

 

 

11.08.2015 20:26

Grotle

Áki tók mynd af Grotle við bryggju í Måløy í dag. Eins og sjá má er hann gríðarlega stuttur 20,99 metrar. 8,5 á breiddina og tekur 170 tonn. Aðalvélin er 1000 hestafla Cummins, tveir rafalar eru 250Kw hvort. Skipið var afhent eiga sínum Havstjerna AS þann 12. Júní árið 2014, skipasamíðastöðin Poltramp Sp. z o.o., Swinoujscie, Polen byggði bátinn. Áhafnarmeðlimir geta verið 14 og hefur báturinn heimahöfn í Måløy.

Grotle SF-88-B. © Áki Hauksson 2015.

07.08.2015 18:08

Smaragd hinn nýi

Áki Hauksson myndaði nýjasta uppsjávarveiðiskip Norðmanna í dag á Måløy, Smaragd heitir það og kemur í stað gamla Smaragd sem i dag heitir Hoffell SU 80. 

Gefum Áka orðið:

Náði þessum myndum af splunkunýju uppsjávarskipi Smaragd M-65-HØ sem var að taka olíu hjá okkur áður en hann hélt áleiðis til heimahafnar sinnar Fosnavåg í fyrsta sinn þar sem verður örugglega tekið vel á móti honum. Þetta glæsilega uppsjávarskip var klárað af skipasmíðastöðinni Havyard í Leirvik, Noregi þar sem hann var hannaður en skrokkurinn var smíðaður í Tyrklandi af skipasmíðastöðinni Cemre verftet, Istanbul. 

Upphaflega átti að afhenda skipið í apríl en tafir urðu á því vegna þess að það vantaði stál þar sem stálverksmiðjan í Úkraínu lokaðist. Eigandinn er útgerðarfélagið Smaragd AS sem er fjölskyldufyrirtæki eins og svo mörg önnur norsk útgerðarfélög, þetta er fimmta skip útgerðarfélagsins og þriðja nýbygging þeirra.

Skipið er 74 metrar á lengd, 15,8 metrar á breidd og tekur 2100 tonn, það er algjörlega óhætt að óska fjölskyldufyrirtækinu innilega til hamingju með þetta glæsilega uppsjávarskip.

 

 

Smaragd M-65-HØ. © Áki Hauksson 2015.

 

 

Smaragd M-65-HØ. © Áki Hauksson 2015.

 

 

Smaragd M-65-HØ. © Áki Hauksson 2015.

 

 

Smaragd M-65-HØ. © Áki Hauksson 2015.

 

 

06.08.2015 21:49

Heimaey

Átti leið um Þórshöfn um Verslunarmannahelgina og rakst þá á Heimaey VE við bryggju. Tók nokkrar myndir og þar á meðal þessa með víðlinsu eins og sjá má. Finnst Heimaey flottari svona máluð heldur eins og hún var þegar hún kom ný.

2812. Heimaey VE 1. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

01.08.2015 10:53

Qavak

Qavac hinn grænlenski á makrílmiðunum nágranna okkar. Myndina tók Sigurður Heiðar Davíðsson skipverji á Ilivileq en bæði eru þau í eigu sömu útgerðar.

Qavak GR 21 ex Vendla II. © Sigurður Heiðar Davíðsson 2015.

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 532
Gestir í dag: 97
Flettingar í gær: 725
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 9252914
Samtals gestir: 1994752
Tölur uppfærðar: 21.8.2019 13:15:55
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is