Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2015 Júlí

08.07.2015 23:21

Knörrinn

Knörrinn kemur að landi um kvöldmatarleytið í dag.

Knörrinn ex Hrönn EA. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

08.07.2015 12:02

Magnus Heinason

Frændur okkar á Magnusi Heinasyni ráku inn nefið hér á Húsavík í gærmorgun. Erindið var að koma af sér íslenskum kollegum þeirra frá Hafró. Magnus þessi var smíðaður 1976 hjá Vard Langsten í Tomrefjørd er hafrannsóknarskip Færeyinga.

Magnus Heinason TN 407. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

 

07.07.2015 10:52

Núpur

Núpur ÞH 3, sem hér liggu við Slippinn á Akureyri, var smíðaður 1976 í Stettin í Póllandi fyrir færeyinga. Hét Nupur og var keyptur hingað til lands 1981 og varð Núpur BA 4. Hann varð síðan ÞH og SU áður en hann varð BA 69 sem hann ber í dag. Hann er gjörbreyttur í dag, lengdur og með nýja brú.

1591. Núpur ÞH 3 ex BA 4. © Hafþór Hreiðarsson.

07.07.2015 10:43

Haförn

Hér er Haförn HU 4 í slipp á Siglufirði ásamt fleiri bátum. Haförn hét upphaflega Hafsúlan RE 77 og var smíðuð í Dröfn í Hafnarfirði 1976. Pétur Afi SH í dag.

 

1470. Haförn HU 4 ex Dagbjört SU. © Hafþór Hreiðarsson.

 

07.07.2015 10:07

Kolbeinsey og Örvar

Hér liggja Slippstöðvartogararnir Kolbeinsey ÞH 10 og Örvar HU 2 við Slippkantinn. Búið að selja Örvar úr landi og verið að mála hann og merkja.

1576. Kolbeinsey ÞH 10. - 1598. Örvar HU 2. © Hafþór Hreiðarsson.

 

1598. Örvar HU 2 - 1576. Kolbeinsey ÞH 10. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

07.07.2015 09:59

Sigþór

Sigþór ÞH 100 að koma úr rækjutúr í denn. Smíðaður 1963 í Svíþjóð og hét upphaflega Sigurpáll GK 375.

185. Sigþór ÞH 100 ex Sigurpáll GK. © Hafþór Hreiðarsson.

 

185. Sigþór ÞH 100 ex Sigurpáll GK. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

07.07.2015 09:54

Sylvía

Hvalaskoðunarbáturinn Sylvía siglir á hvalaslóðir Skjálfanda sem hafa verið mjög líflegar í sumar. Smíðuð hjá Bátasmiðjunni Vör 1976.

1468. Sylvía. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

 

07.07.2015 09:51

Fanney

Hvalaskoðunarbáturinn Fanney lætur úr höfn á dögunum. Smíðuð hjá Slippstöðinni 1975.

1445. Fanney. © Hafþór Hreiðarsson 2015.
 

 

07.07.2015 09:32

Ingi

Strandveiðibáturinn Ingi ÞH 198 kemur að landi í gær. Upphaflega Guðmundur Einarsson ÍS.

2484. Ingi ÞH 198 ex Íris Ósk SH. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

07.07.2015 09:29

Borgin

 Borgin ÞH 70 að koma að landi í gær eftir handfæraróður. Upphaflega Jakob Valgeir ÍS.

2494. Borgin ÞH 70 ex Garðar ÍS. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

06.07.2015 11:38

Garðar og Eyrún

Jæja best að hrista af sér slenið og koma með mynd sem sýnir hvalaskoðunarbátinn Garðar og sómabátinn Eyrúnu mætast í Húsavíkurhöfn. Myndin var tekin í gær og bakgrunnurinn er skemmtiferðaskipið Ocean Diamond.

260. Garðar - 7449. Eyrún ÞH 2. © Hafþór Hreiðarsson 2015.
Flettingar í dag: 491
Gestir í dag: 133
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396827
Samtals gestir: 2007668
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 20:40:10
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is