Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Færslur: 2015 Júlí20.07.2015 17:09OpalÉg tók svo margar myndir af skonnortunni Opal í siglingunni um daginn að ég verð að setja fleiri inn. Reyndar leiðist mér það ekki enda flott skip þarna á ferðinni, og knúið áfram af rafmagni.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 20.07.2015 12:12Borgin seldÞað fækkaði um einn í húsvíska flotanum um helgina en sem betur fer fór hann ekki langt. Hjalti Hálfdánarson (Auðrún ehf.) seldi sem sagt Borgina ÞH til Helgu ÞH ehf. sem Valgarður Sigurðsson stendur að og heimahöfn Kópasker. Fór sl. laugardag ti Bakkafjarðar þar sem hún verður gerð út það sem eftir lifir strandveiðitímabilsins. Mun heita Helga Sæm ÞH.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 19.07.2015 21:05VenusFékk þessa mynd senda af makrílmiðunum í kvöld. Hún sýnir Venus NS á toginu og myndina tók Gundi á Frosta.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 19.07.2015 18:02JakiJaki heitir hann þessi sem kom inn til Siglufjarðar þegar ég var það fyrir helgi. EA 452 og með heimahöfn á Akureyri. Útgerðin heitir Þorbhjörg ehf. en hvað báturinn hét áður er ekki gott að segja. Veit hann hét Eyborg en hefur sennilega borið eitthvað í millitíðinni. Gæti verið Vonin.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 18.07.2015 18:52Júlía BlíðaJúlía Blíða heitir þessi sem smíðaður var á Stokkseyri árið 1994 og skutlengt fjórum árum síðar. Þarna er hann að koma inn til Siglufjarðar sem er heimahöfn bátsins sem Reynir Karlsson á og gerir út.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 18.07.2015 18:35PetreaHér siglir Petrea frá Hauganesi blíðlega inn til hafnar á Siglufirði þar sem báturinn var smíðaður 1985. Hét upphaflega Ingeborg SI og síðar EA. Eigandi og útgerðarmaður Gunnar Anton Jóhannsson.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 18.07.2015 14:42Víðir ÞHStrandveiðibáturinn Víðir ÞH 210 kemur að landi á Siglufirði í fyrradag. Nokkuð langt síðan ég myndaði bát með þessu nafni og númeri síðast en sá stóð uppi í Sandgerðisbótinni á Akureyri. Þessi sem hér birtist var smíðaður á Stokkseyri 1992 og er í eigu Víðis ehf. á Grenivík.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 18.07.2015 14:33Víðir EAStrandveiðibáturinn Víðir EA 423 frá Akureyri kemur hér að landi á Siglufirði í fyrradag, Hann er af gerðinni Sómi 870 og útgerðaraðili er Brúin ehf. Smíðaár Víðis er 2014.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 18.07.2015 14:23DalborgDalborg EA 317 að siglir inn að leguplássi sínu eftir löndun á Siglufirði í fyrradag. Þennan bát þekkjum við Húsvíkingar vel, hét lengi vel Ásgeir ÞH 198 en þar áður Kristján EA 178. Smíðaður af Baldri á Hlíðarenda 1987 og lengdur 2004. Útgerðaraðili er Björn Snorrason á Dalvík.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 18.07.2015 14:16SveiniSómabáturinn Sveini EA frá Dalvík á hraðsiglingu til hafnar á Siglufirði í fyrradag. Útgerðaraðili er Gunnþór E. Sveinbjörnsson. Sveini var smíðaður 1997 og lengdur 2002. Hét áður Lúkas. ÍS ef ég man rétt.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 18.07.2015 10:39EddaEdda SI 200 kemur að landi á Siglufirði í fyrradag. Smíðaður hjá Viksund í Noregi 1987 og hét upphaflega Auðbjörn ÍS. Hefur verið breytt talsvert eins og ég hef áður sýnt hér á síðunni.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 18.07.2015 10:31ArnarFrystitogari FISK Seafood Arnar HU á makrílmiðunum í fyrrakvöld. Arnar var smíðaður árið 1986 í Tomrefjord, Noregi. Áður en Arnar kom til Íslands var hann gerður út undir nöfnunum Neptun og Andreas í Hvannasundi. Arnar var keyptur um áramótin 1995-1996 frá Rússlandi )fisk.is)
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 18.07.2015 10:19Gústi GuðnaHandfærabáturinn Gústi Guðna SI kemur að landi í fyrradag. Smíðaður 2013 hjá Siglufjarðar-Seig og samkvæmt vef Fiskistofu er eigandi F-610 ehf. Báturinn virðist hafa algjörlega farið fram hjá þeim skipaskrám sem ég leita mest uppl. í en oftar en ekki gagnast ekki.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 17.07.2015 21:25DagurÍ vetur birti ég mynd af grásleppubátnum Degi SI en nú er það strandveiðibáturinn Dagur SI sem lá fyrir linsunni. Þetta er einn og sami báturinn sem ég myndaði í gær á Siglufirði. Þessi bátur hét að mig minnir Mímir BA í upphafi en hann var smíðaður á Akranesi 2001.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 17.07.2015 19:44MániHvalaskoðunarbáturinn Máni lætur úr höfn á Dalvík í gær. Upphaflega Ásbjörg ST, síðasti eikarbáturinn sem Skipavík smíðaði og var afhentur 1977.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson Flettingar í dag: 504 Gestir í dag: 99 Flettingar í gær: 716 Gestir í gær: 113 Samtals flettingar: 9395145 Samtals gestir: 2007393 Tölur uppfærðar: 7.12.2019 14:12:25 |
Eldra efni
clockhere Tenglar
Um mig Nafn: Hafþór HreiðarssonFarsími: 8956744Tölvupóstfang: korri@internet.isHeimilisfang: Sólbrekka 29Staðsetning: HúsavíkHeimasími: 4642030Önnur vefsíða: www.640.is |
© 2019 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is