Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2015 Júlí

30.07.2015 17:29

Gamle Kvalstein

Núna er að byrja hátíð hafsins í Måløy og munu standa yfir helgina. Áki Hauksson skrifar svo:

Hér koma fallegir eikarbátar í heimsókn til okkar t.d þessi sem heitir Gamle Kvalstein byggður árið 1969 af skipasmíðastöðinni Slettabåtbyggeri i Mjosundet fyrir Marius Kvalsvik og syni. Báturinn er nýbygging n.r 28 og kostnaðurinn við smíðina var 900.000 Norskar Krónur. Það er reyndar magnað að það var byrjað á bátnum í Janúar 1969 og hann kominn á sinn fyrsta línutúr í Nóvemb
er sama ár. 

Um borð er Caterpillar aðalvél og er hún í dag 425 hestöfl en var upphaflega 360 hestöfl. Áriðrið 1971 fer hann á togveiðar, Catan reynist of afllítil fyrir þessi veiðarfæri og er sett túrbína við hana, nær 425 hestöflunum þannig. Árið 1974 er báturinn seldur til Oskar Eriksen og sona þar sem hann er orðinn of lítill fyrir þá Kvalsvik feðga. Nýr eigandi Oskar Eriksen og synir gera hann út sem fiskibát til ársins 1993 og heitir hann Krusing meðan þeir eiga hann. 

Árið 1993 kaupir sveitarfélagið Austevoll bátinn og notaði hann til að gæta lögsögu Noregs norður við svalbarða sem og skólaskip fyrir Austevoll stýrimannaskólann. Árið 2010 kaupir Torstein Kvalsvik bátinn á 100.000 Norskar en hann er sonar-sonur Marius Kvalsvik þess sem lét byggja og gerði út bátinn upphaflega. Eftir allan þennan tíma var báturinn kominn í algjöra niðurníðslu þar sem lítið sem ekkert viðhald hafði verið á honum. 

Oskar Kvalsvik tekur bátinn í gegn frá kili og upp í masturstoppa, meðal annars setur hliðarskrúfu, tvær ljósavélar, nýtt rafmagn, öllum innréttingum skipt út fyrir nýjar sem eru glæsilegar, tímarnir sem fóru í endurbygginguna náðu 12000. Báturinn er leigður út í dag til félaga, einstaklinga og fyrirtækja í lengri og styttri ferðir. Oskar Kvalsvik getur verið stoltur og hefur sennilega gert bæði föður sinn og afa ánægða með þessa útkomu á bátnum".

 

 

Gamle Kvalstein M-58-HØ. © Áki Hauksson 2015.
 
Gamle Kvalstein M-58-HØ. © Áki Hauksson 2015

 

Gamle Kvalstein.  © Áki Hauksson 2015.

 

 

26.07.2015 21:52

Skjongholm

Áki myndaði þennan í Måløy í kvöld en þarna er á ferðinni Skjongholm sem upphaflega hét Gunnjón GK 506.

Skjongholm SF -7- F. © Áki Hauksson 2015.

 

 

23.07.2015 10:17

Dagný

Hér kemur mynd af Dagný GK koma að landi í Sandgerði fyrir löngu síðan. Upphaflega Hásteinn ÁR 8, smíðaður í Skipavík 1968. Fargað upp úr síðustu áramótum, hét þá Austurborg SH og var skemmdur eftir bruna.

1075. Dagný GK 91 ex Andri KE. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

23.07.2015 09:59

Binni

Myndaði þennan í apríl og þá á Dalvík þar sem hann var að koma úr grásleppuróðri. Hér er hann að færa sig á milli bryggja eftir löndun á Siglufirði þaðan sem hann er gerður út á strandveiðar. Tók myndina í síðustu viku.

 

2209. Binni EA 106 ex Bliki SU. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

 

 

22.07.2015 12:10

Álaborg

Hér kemur ein af Álaborginni ÁR 25 sem upphaflega hét Sturlaugur II ÁR /. Smíðaður á Ísafirði 1974, lengi vel Sólborg SU 202. Hvarf úr flotanum eftir að Bergur-Huginn keypti það (2007) og varð vaktskip einhversstaðar úti í heimi.

1359. Álaborg ÁR 25 ex Sólborg RE. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

22.07.2015 11:58

Baldvin

Sigdór Jósefsson siglir hér strandveiðbátnum Baldvin ÞH 20 til hafnar á Húsavík. Tekið í gær en Baldvin, sem áður hét Mónes NK, er í eigu Víti ehf. á Húsavík. Smíðaður á Akranesi 2004.

7545. Baldvin ÞH 20 ex Mónes NK. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

22.07.2015 11:55

Sóley

Sóley ÞH 28 kemur til hafnar úr handfæraróðri en Jóhann Gunnarsson gerir hana út í strandveiðikerfinu. Smíðuð í Hafnarfirði 1993 og hét áður Íshildur SH.

7382. Sóley ÞH 28 ex Íshildur SH. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

22.07.2015 11:45

Aron

Strandveiðibáturinn Aron ÞH 105 kemur að landi á Húsavík í gær. Smíðaður í Hafnarfirði 1992, þiljaður og lengdur 2004. Gerður út af Knarrareyri ehf. á Húsavík.

7361. Aron ÞH 105 ex Liljan RE. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

 

21.07.2015 14:49

Sigurður Jakobsson

Hér kemur ein af Sigurði Jakobssyni ÞH 320 sem upphaflega hét Dagfari ÞH 40. Smíðaður í A-Þýskalandi 1965. Hans síðasta nafn á íslenskri skipaskrá var Jón Steingrímsson RE 7.

973. Sigurrður Jakobsson ÞH 320 ex Sigla SI. © Hafþór Hreiðarsson.
 
 
 

 

 

21.07.2015 10:55

Ljúfur

Ljúfur EA er einn þeirra strandveiðibáta sem gerður er út frá Siglufirði í sumar. Hér kemur hann að landi í fyrri viku. Smíðaður í Reykjavík 1983 og gerður ú taf Magnúsi Magnússyni Akureyri. Heimahöfn Hjalteyri.

6499. Ljúfur EA 66 ex Hrönn EA. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

21.07.2015 10:50

Jón Kristinn

Strandveiðibáturinn Jón Kristinn frá Siglufirði kemur að landi í sínum heimabæ. Smíðaður 1981 í Kópavogi. Eigandi Jóhann Jónsson Siglufirði. 

6209. Jón Kristinn SI 52. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

 

21.07.2015 10:46

Mínerva

Strandveiðibáturinn Mínerva EA frá Hjalteyri kemur að landi á Siglufirði í fyrri viku. Smíðaður hjá Mótun í Hafnarfirði 1980 og hefur gengið í gegnum nokkrar breytingar eins og sjá má. Eigandi Magnús V. Benediktsson Akureyri.

6033. Mínerva EA 100 ex Búi EA. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

20.07.2015 20:41

Roald Amundsen

Áki myndaði þessa glæsilegu skonnortu í Måløy og birti eftirfarandi texta með myndinn á fésbókarsíðu sinni:

"Hér liggur Þýska skonnortan Roald Amundsen við bryggju hjá okkur, hún ber nafn frægs Norsks landkönnuðar sem meðal annars var fyrstur á suðurpólinn 14 Desember 1911 en Roald var greinilega duglegar að ferðast um heiminn, gangandi eða á sjó. Skrokkur skipsins var byggður af skipasmíðastöðinni Roblauer Werft í Elbe River í Austur Þýskalandi árið 1952 og átti að vera upphaflega sem fiskiskip. 

 

Skrokkurinn er svo fluttur til skipasmíðastöðvarinnar Peene-Werft í Wolgast, Þýskalandi og skipið smíðað sem tankskip. Skipið er notað til að ferja vatn og byrgðir á milli Þýskra herstöðva til ársins 1988 er þá tekið úr notkun, á þessum tíma bar það nafnið Vilm. Eftir að skipið var búið að liggja í eitt ár er það dregið til herstöðvarinnar Neustadt í Holstein og notað sem geymsla fyrir þýska herinn. 

 

Árið 1991 er skipið sett á sölu, tveir vaskir menn þeir Detlev Löll og Hanns Temme kaupa skipið á uppboði og sigla því til Wolgast í Mecklenburg-Vorpommern og breyta skipinu með hjálp hluta af áhöfninni sem var á því áður. Árið 1993 er svo skipið uppgert og tilbúið til nýrra starfa undir nafninu Roald Amundsen undanfarin ár hefur skonnortan verið leigð út og notuð til að þjálfa unga sjóliða. Skonnortan er 50,2 metrar á lengd, 7,2 metrar á breidd, seglin þekja 850 fermetra og er 16 manna áhöfn og 32 lærlingar um borð. Ég segi sem betur fer var þessu skipi bjargað frá grotnun". skrifar Áki og hægt að taka undir það.

 

 

Roald Amundsen. © Áki Hauksson 2015.

 

 

20.07.2015 17:51

Blíðfari

Þessi var eitt sinn gerður út frá Húsavík líkt og Auður ÞH sem birtist í síðustu færslu. Sæborg ÞH 55 hét hann þá en var seldur austur á land. Hét þar Sæborg SU 400. En er greinilega kominn norður fyrir aftur. Blíðfari ÓF heiti hann í dag og er gerður út af Gronna ehf. á Ólafsfirði.

2069. Blíðfari ÓF 70 ex Sæborg SU 400. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

20.07.2015 17:45

Auður

Auður ÞH 1 kemur hér að landi á Siglufirði í síðustu viku. Eigandi Sigurbjörn Viðar Júlíusson á Akureyri. Var eitt sinn gerður út frá Húsavík.

7444. Auður ÞH 1. © Hafþór Hreiðarsson 2015. 

 

 

Flettingar í dag: 588
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399682
Samtals gestir: 2008177
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 13:46:29
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is