Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2015 Júní

03.06.2015 14:00

Sjøvær

Línu- og netabáturinn Sjøvær við bryggju í Måløy. Báturinn er 39,29 metra langur og 8,5 metra breiður og á heimahöfn í Florø en fyrirtækið sem á hann er staðsett í Måløy.

 

 Sjøvær SF-6-A. © Áki Hauksson 2015.

                                                                          Sjøvær SF-6-A. © Áki Hauksson 2015.

 

 

 

 

 

 

 

 

02.06.2015 19:33

Olgarry

Hér liggur Olgarry SO 591 í slippnum í Raudeberg og að sögn Áka eiga frændur okkar á Írlandi skipið. Hann var smíðaður árið 2003 af skipasmíðastöðinni Hoekman Shipbuilding Hollandi. Skipið er 44 metra langt og 10,8 metra breitt. Heimahöfn þess er Killybeggs Írlandi,

 

Olgarry SO 591. © Áki Hauksson 2015.

 

Olgarry SO 591. © Áki Hauksson 2015.

 

 

 

 

01.06.2015 20:48

M. Ytterstad

Áki myndaði þetta stórglæsilega uppsjávarskip M. Ytterstad N-307-LN sigla undir brúnna Måløy á leið á miðin. Skipið var afhent þann 29. janúar 2015 af skipasmíðastöðinni Besiktas Gemi Insa, Yalova í Tyrklandi. 

Skipið er 74,80 metrar á leng, 15,40 metrar á breidd og tekur 2100 tonn. Aðalvélin er af gerðinni Wärtsilä og er 5520 hestöfl, ásrafallinn er 1000Kw og getur nýst sem hjálparafl með aðalvélinni, tvær ljósavélar eru um borð hvor fyrir sig 1500Kw. 

Skipið er innréttað fyrir 24 manna áhöfn en alla jafna eru níu manns um borð, kostnaður við skipið er um 90 milljónir Norskar krónur. Skipið hefur heimahöfn í Harstad Noregi.

 

 

M. Ytterstad N-307-LN. © Áki Hauksson 2015.

 

M. Ytterstad N-307-LN. © Áki Hauksson 2015.

 

 

 

 

01.06.2015 16:55

Venus

Hér er Venus á toginu í sinni fyrstu veiðiferð. Veiðisvæðið um 80 sjm. SSA af Akrabergi í Færeyjum og það er kolmunni sem verið er að veiða. Glæsilegt skip þetta en myndina tók Börkur Kjartansson vélstjóri á Ingunni.

2881. Venus NS 150. © Börkur Kjartansson 2015.

 

 

01.06.2015 16:51

Margrét

Margrét hin nýja á kolmunaveiðum í gær og að sögn ljósmyndarans eru aflabrögð frekar léleg þessa dagana.

2903. Margrét EA 710 ex Antares. © Börkur Kjartansson 2015.

 

 

01.06.2015 16:46

Hoffell

Hoffellið á toginu þar sem reynt er við kolmunann ca. 80 sjm. ssa. af Akrabergi í Færeyjum. Börkur vélstjóri á Ingunni tók þessa mynd í gær og tókst að senda mér þrátt fyrir lélegt netsamband.

2885. Hoffell SU 80 ex Smaragd. © Börkur Kjartansson 2015.

 

 

Flettingar í dag: 110
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9395851
Samtals gestir: 2007457
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 02:29:52
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is