Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2015 Júní

14.06.2015 12:27

Faldur

Hvalaskoðunarbáturinn Faldur kemur úr skemmtisiglingunni á Sjómannadaginn.

1267. Faldur ex Faldur ÞH. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

14.06.2015 12:19

Garðar

Hvalaskoðunarbáturinn Garðar kemur hér úr skemmtisiglingunni á Sjómannadaginn.

260. Garðar ex Sveinbjörn Jakobsson SH. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

14.06.2015 12:08

Donna Wood

Donna Wood, skonnorta Norðursiglingar, leggur hér úr höfn á Húsavík í gærkveldi. Áfangastaðurinn er Jan Mayen og um borð. auk áhafnar, er hópur erlendra vísindamanna.

 

Donna Wood. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

14.06.2015 11:50

Rogne

Rogne hefur áður birst hér en Áki náði þessu glæsilega skipi á ferðinni í gær svo það birtist bara aftur. Rogne var að fara frá Måløy eftir löndun. 

Rogne er 69,90 metra langt. 14,2 metra breitt og tekur 1970 tonn. Skipasmíðastöðin Karstensens Skibsværft A/S hannaði og smíðaði skipið, afhenti nýjum eiganda Rogne AS skipið þann 3 Júní 2013.

 

Rogne M-70-HØ. © Áki Hauksson 2015.

 

 

 

13.06.2015 16:55

Kings Bay

 Áki tók þessar flottu myndir af Kings Bay láta úr höfn í Måløy í dag. Glæsilegt skip þarna á ferðinni sem hefur áður birst hér ásamt upplýsingum um það. Því læt ég myndasyrpu duga núna enda einn sá glæsilegasti sem maður hefur séð. Á mynd.

Kings Bay M-22-HØ. © Áki Hauksson 2015.

 

                                                              Kings Bay M-22-HØ. © Áki Hauksson 2015.

 

                                                              Kings Bay M-22-HØ. © Áki Hauksson 2015

 

                                                              Kings Bay M-22-HØ. © Áki Hauksson 2015.  

 

                                                             KIngs Bay M-22-HØ. © Áki Hauksson 2015.
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

11.06.2015 21:28

Moby Dick

Hér kemur ein gömul slæða sem ég rakst á af hvalaskoðunarskipinu Moby Dick sem gert var út frá Húsavík. Henti henni á skannann og þetta er útkoman.

46. Moby Dick. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

11.06.2015 18:00

Knerrir tveir

Hér koma Knerrir tveir sem smíðaðir voru hjá Bátasmiðjunni Knörr á Akranesi fyrir vestfirska útgerðarmenn. Báðir hafa bæst  í smábátaflota Húsvíkinga að undanförnu og róa nú á strandveiðar.

2484. Ingi ÞH 198 ex Íris Ósk SH. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

2494. Borgin ÞH 70 ex Garðar ÍS. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

 

 

10.06.2015 20:18

Hörður Björnsson

Gullhólmi SH sem GPG Seafood keypti fyrir skömmu hefur fengið nýtt nafn. Hann heitir Hörður Björnsson og er með einkennisstafina ÞH 260. Heimahöfnin Raufarhöfn. Skipið er nefnt eftir Herði Björnssyni sem var skipstjóri á skipinu í 32 ár en þá hét það Þórður Jónasson EA. Reyndar RE fyrstu mánuðina. Haukur á Dalvík sendi mér þessar myndir sem han tók á Akureyri í gær.

264. Hörður Björnsson ÞH 260 ex Gullhólmi SH. © Haukur Valdimarsson.

 

264. Hörður Björnsson ÞH 260. © Haukur Valdimarsson 2015.

 

 

 

 

07.06.2015 21:14

Bræður heiðraðir á Húsavík

Föðurbræður mínir tveir voru heiðraðir fyrir störf sín til sjós á Sjómannadaginn. Þetta eru þeir Pitti og Deddi eða Pétur og Skarphéðinn Olgeirssynir úr Skálabrekku. Þá er Sjómannadagsráð búið að heiðra ömmu og afa og fjóra syni þeirra en áður var búið að heiðra pabba. ( Hreiðar) og Sigga Valla heitinn.

Lesa má um sjómennskuferil þeirra hér og skoða fleiri myndir.

Hér fyrir neðan er mynd sem ég tók af þeim ásamt eiginkonum sínum við athöfnina í dag. Eiginkona Péturs heitir Ása Dagný Hólmgeirsdóttir og Skarphéðins Kristjana Vilborg.

Pétur, Ása Dagný. Kristjana Vilborg og Skarphéðinn. © Hafþór 2015.

 

 

 

 

 

07.06.2015 12:30

Til hamingju með daginn sjómenn

Þá er Sjómannadagurinn runnin upp bjartur og fagur við Skjálfanda. Ég óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn og birti mynd af Vilborgu ÞH koma að landi  úr skemmtisiglingunni í gær. Hreiðar Jósteinsson hefur siglt með fjölskylduna á bátum sínum á Sjómannadaginn svo lengi sem elstu menn hér í bæ muna.

 

Vilborg ÞH 11 kemur úr skemmtisiglingunni í gær. © Hafþór 2015.

 

 

 

 

07.06.2015 12:23

Radek

Radek – H 8 AV var að fara frá sínu löndunarplássi í Måløy og á miðin aftur þegar Áki tók þessar myndir. Þessi uppsjávarbátur er 27 metra langur og 9 metra breiður. Báturinn var byggður árið 2007 af skipasmiðastöðinni Kvernhusvik Skipsverft Melandsjo Noregi. Eigandinn er Hanson Fiskeriselskap Aafjord Noregi og heimahöfn í Bergen.

 

Radek H-8-AV. © Áki Hauksson 2015.

 

Radek H-8-AV. © Áki Hauksson 2015.

 

 

 

 

06.06.2015 22:05

Hepsøhav

Skipasmíðastöðin Larsnes Mek. Verksted AS byggði þennan sem Áki myndaði í dag og afhenti 12 Janúar árið 2008 til eiganda síns Tine Kristin AS. Byggingarkostnaðurinn er á milli 50 og 60 milljónir Norskar. Skipið er 27,48 metra langt, 9,25 metra breitt og ber 253 tonn. Aðalvélin er af gerðinni Yanmar. Sex einsm manns klefar eru um borð og einn tveggja manna. Skipið heitir HEPSØHAV og ber einkennistafina ST-1-O.

 

Hepsøhav ST-1-O. © Áki Hauksson 2015.

 

 

06.06.2015 18:30

Sigrún Hrönn

Sigrún Hrönn ÞH tók þátt í skemmtisiglingunni á Skjálfanda í morgun og hér kemur hún að landi.

2370. Sigrún Hrönn ÞH 36 ex Hilmir SH. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

06.06.2015 18:01

Ingi

Hér kemur nýjasti bátur húsvíska smábátaflotans að landi úr skemmtisiglingu Sjómanndagsins. Ingi  heitir hann og er ÞH 198, keyptur frá Stykkishólmi. Eigandi er Doddi Ásgeirs ehf.

Þessi bátur hefur áður verið gerður út frá Húsavík en Ásgeir Hólm átti hann um tíma.

2484. Ingi ÞH 198 ex Íris Ósk ÞH. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

03.06.2015 15:01

Gullhólmi SH keyptur til Húsavíkur

GPG Seafood ehf. á Húsavík gekk á dögunum frá kaupum á línuskipinu Gullhólma SH 201 af Agustson ehf. í Stykkishólmi. Gullhólmi er nú í slipp á Akureyri þar sem hann er ekki með öllu ókunnur.  Akureyri var lengst af heimahöfn skipsins þegar það hét Þórður Jónasson EA 350.

264. Gullhólmi SH 201 ex Þórður Jónasson EA. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

 

 

Flettingar í dag: 110
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9395851
Samtals gestir: 2007457
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 02:29:52
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is