Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2015 Júní

21.06.2015 13:40

Kristbjörg

Ég er nú búinn að birta þessar flestar en nú kemur syrpa. Kristbjörg ÞH 44 á siglingu á Eyjafirði eftir slipp. Smíðuð í Noregi 1966 og hét Sóley ÍS í upphafi. Röst SK í dag.

 

1009. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristbjörg II ÞH. © Hafþór Hreiðarsson 1992.

 

 

1009. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristbjörg II ÞH. © Hafþór Hreiðarsson 1992.

 

1009. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristbjörg II ÞH. © Hafþór Hreiðarsson 1992.

 

1009. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristbjörg II ÞH. © Hafþór Hreiðarsson 1992.

1009. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristbjörg II ÞH. © Hafþór Hreiðarsson 1992.

 

1009. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristbjörg II ÞH. © Hafþór Hreiðarsson 1992.
 

1009. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristbjörg II ÞH. © Hafþór Hreiðarsson 1992.

1009. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristbjörg II ÞH. © Hafþór Hreiðarsson 1992.

1009. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristbjörg II ÞH. © Hafþór Hreiðarsson 1992.

 

 

21.06.2015 13:22

Helga Sigmars

Helga Sigmars NS við bryggju á Seyðisfirði sumarið 1989. Bjóðin á bryggjunni sýnist mér og róður skammt undan. Nema hann sé nýkoninn í land. Sjöfn EA í dag.

1848. Helga Sigmars NS 6. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

21.06.2015 13:09

Baldur

Baldur GK í Keflavíkurhöfn fyrir löngu síðan, nýbúð að landa. Þá sést í Árna Óla ÍS og Örn KE. Þarna var Bugtin nýopnuð og líf á bryggjunni.

311. Baldur GK 97 ex KE. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

21.06.2015 12:29

Havfisk

Áki myndaði Havfisk koma til löndunar í Måløy í morgun og eins og sjá má er veðurblíða á svæðinu. Skipið er smíðað í Búlgaríu 1999 og hét upphaflega Herøyhav. 68 m. að lengd og breiddin 14 m. Heimahöfn er Bergen.

Havfisk M-520-A. © Áki Hauksson 2015.

 

Havfisk M-520-A. © Áki Hauksson 2015.

 

Havfisk M-520-A. © Áki Hauksson 2015.

 

Havfisk M-520-A. © Áki Hauksson 2015.

 

Havfisk M-520-A. © Áki Hauksson 2015.

 

Havfisk M-520-A. © Áki Hauksson 2015.

 

21.06.2015 12:19

Vea

M/S Vea R-7-K var að sigla inn til Måløyar í löndun þegar Áki náði þessum myndum. Skipið er 60,4 metra langt, 12 metra breitt og var byggt árið 2004 af skipasmíðastöðinni Northern Shipyard Gdansk Póllani. Heimahöfnin er Kopervik Noregi, eigandinn er Vea Didrik Vedavaagen.

 

Vea R-7-K. © Áki Hauksson 2015.

 

Vea R-7-K. © Áki Hauksson 2015.

 

Vea R-7-K. © Áki Hauksson 2015.

 

Vea R-7-K. © Áki Hauksson 2015.

19.06.2015 19:41

Samskip Skaftafell

Það eru ár og dagar síðan skip frá Samskip kom til hafnar á Húsavík en svo bar til á þjóðhátíðardaginn. Þar var á ferðinni Samskip Skaftafell sem kom hingað með m.a byggingarkrana fyrir LNS Saga á Þeistareykjum og tvo gámalyftara merkta Samskip.

Tók þessa mynd þegar skipið lét úr höfn og Hafliði Jósteinsson situr þarna á brettum og fylgist með.

Samskip Skaftafell. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

19.06.2015 19:10

M. Ytterstad

Þessi hefur komið áður en þetta eru það flottar myndir hjá Áka af glæsilegu skipi að það er ekki hægt annað en að birta þær. M.Ytterstad heitir skipið sem var afhent þann 29. janúar 2015 af skipasmíðastöðinni Besiktas Gemi Insa, Yalova í Tyrklandi. 

Skipið er 74,80 metrar á leng, 15,40 metrar á breidd og tekur 2100 tonn. Aðalvélin er af gerðinni Wärtsilä og er 5520 hestöfl. heimahöfnin Harstad.

 

M. Ytterstad N-307-LN. © Áki Hauksson 2015.

 

M. Ytterstad N-307-LN. © Áki Hauksson 2015.

 

M. Ytterstad N-307-LN. © Áki Hauksson 2015.

 

M. Ytterstad N-307-LN. © Áki Hauksson 2015.

 

M. Ytterstad N-307-LN. © Áki Hauksson 2015.

 

M. Ytterstad N-307-LN. © Áki Hauksson 2015.

 

M. Ytterstad N-307-LN. © Áki Hauksson 2015.

 

M. Ytterstad N-307-LN. © Áki Hauksson 2015.

18.06.2015 20:04

Christina E

Christina E N-150-HØ kemur siglandi inn til Áka og félaga í Måløy í kvöld. "Þetta glæsilega uppsjávarskip var smíðað af skipasmíðastöðinni Karstensens Skibsværft A/S og afhent eiganda sínum Rederiet Ervik & Sævik AS þann 30 Maí 2011, byggingarkostnaðurinn var um 300 milljónir Norskar. 

Skipið 80,40 metra langt, 16,60 metra breitt og tekur 2000 tonn. Aðalvélin er MaK og er 6200 hestöfl og kemur skkipinu upp á 17 mílna hraða, tvær ljósavélar eru um borð hvor um sig 1800Kw, einn ásrafall 3000Kw og neyðarrafall 315Kw. Tvær hliðarskrúfu eru framan og aftan, hvor um sig 1200Kw, skipið hefur heimahöfn í Fosnavåg Noregi". Skrifar Áki.

 

Christina E N-150-HØ. © Áki Hauksson 2015.

 

                                                          Christina E N-150-HØ. © Áki Hauksson 2015.

 

                                                                  Christina E N-HØ. © Áki Hauksson 2015.

 

                                                           Christina E N-150-HØ. © Áki Hauksson 2015.

 

18.06.2015 17:02

Haugagut

Áki var búinn að mynda haugagut við bryggju en í dag náði hann þessu glæsilega skipi á ferðinni.

Haugagut H-50-AV. © Áki Hauksson 2015.

 

                                                                Haugagut H-50-AV. © Áki Hauksson 2015.

 

                                                                Haugagut H-50-AV. © Áki Hauksson 2015.

 

                                                                Haugagut H-50-AV. © Áki Hauksson 2015.

 

                                                                Haugagut H-50-AV. © Áki Hauksson 2015.

 

 

16.06.2015 18:17

Ligrunn

Áki tók þessa mynd af Ligrunn H-2-F í dag þar sem skipið liggur í Måløy og landar í bræðslu. 

"Skipasmíðastöðin Hellesøy Verft AS afhenti skipið nýja eiganda sínum Liegruppen Fiskeri AS þann 16 September 2013. Skrokkurinn var byggður í Lithaen og er skipið hannað af Wärtsilä Ship Design. Skipið er 64 metrar á lengd, 13,80 metra breitt, tekur 1650 tonn og kostaði um 180 milljónir Norskar. Það þarf auðvitað ekkert að spyrja að því að aðalvélin er Wärtsilä og er 4200 hestöfl, skipið er Hybrit og hefur ásrafal sem nýtist einnig sem rafmótor með aðalvélinni". Skrifar Áki.

 

Ligrunn H-2-F. © Áki Hauksson 2015.

 

 

16.06.2015 18:03

Nýr bátur til Raufarhafnar

Hörður Þoregirsson kom siglandi við annan mann á nýjum bát til Raufarhafnar í gær. Hann seldi Signý ÞH, sem er frá J.E. vélaverkstæði á Siglufirði (Mótun), fyrir skömmu og keypti þennan Sóma 1000 sem ber nafnið Sandra HU. Upphaflega Óli Bjarnason EA úr Grímsey.

Myndirnar tók Gunnar Páll Baldursson hafnarvörður á Raufarhöfn.

2461. Sandra HU 336 ex Elvis GK. © Gunnar Páll Baldursson 2015.

 

 

             2508. Signý ÞH 123 siglir af stað frá Raufarhöfn. © Gunnar Páll 2015.

 

 

 

 

 

 

 

16.06.2015 17:57

Torbas

Aldrei of margar myndir af þessu glæsilega skipi, Torbas. Greinilega eitthvað í honum enda lagðist hann að löndunarbryggju eftir að Áki tók myndina í Måløy í dag.

Torbas SF-4-Y. © Áki Hauksson 2015.

 

 

15.06.2015 18:50

Haugagut

Áki myndaði þetta glæsilega skip, Haugagut H-50-AV, þar sme það lá við bryggju í Måløy í dag.  

"Skipið var byggt af skipasmíðastöðinni Karstensens Skibsværft A/S og afhent nýjum eiganda Haugagut A/S þann 15 Apríl 2015. Skipið er 69,91 metra langt, 15 metra breitt og tekur 2100 tonn. Aðalvélin er af gerðinni MAN og er 5000 hestöfl, skrúfar 4,2 metrar í þvermál og kemur skipinu áfram á 17 mílna hraða. 

Þrjár ljósavélar eru um borð samtals 1500Kw og einn ásrafall sem er 2500Kw, tvær hliðarskrúfur eru, fremri 850Kw og aftari 950Kw. 13 manna áhöfn getur verið um borð. Læt þetta duga um þetta glæsilega skip en þægindin og búnaðurinn um borð er svo sér kapituli". Segi Áki.

Haugagut H-50-AV. © Áki Hauksson 2015.

 

 

 

 

15.06.2015 13:40

Havbryn

Hér er Havbryn M-325-H að koma í slipp í Raudeberg á Måløy.

"Togarinn var smíðaður af skipasmíðastöðinni Tersan Shipyard í Altinova, Tyrklandi og afhent eiganda sínum Havbryn AS þann 19. febrúar 2013, kostnaðurinn var á bilinu 210 og 220 milljónir Norskar krónur, togarinn hefur heimahöfn í Álasundi. 

Skipið hefur frystigetu uppá 70 tonn á dag og hefur einnig um borð fiskimjöls og olíuverksmiðju. Togarinn er 69,90 metra langur, 15,40 metra breiður og tekur 1450 tonn af frystum afurðum, einnig er 200 tonna lest fyrir fiskimjöl. 

Aðalvélin er af gerðinni Wärtsilä og er 6200 hestöfl, ásrafallinn er 2200Kw, tvær Caterpillar ljósavélar eru um borð önnur uppá 910Kw og hin uppá 550Kw, einnig er neyðarrafall uppá 42Kw því er um 3,7Mw rafmagnsframleiðsla um borð Ein hliðarskrúfa er að framan og er 450Kw, togarinn nær 14,5 mílna hraða, það er c.a. 20 manna áhöfn um borð". Segir Áki.

Havbryn M-325-H. © Áki Hauksson 2015.

 

 

14.06.2015 20:46

Skagøysund

 

Skagøysund T-23-T siglir hér af stað áleiðs á miðin eftir löndun í Måløy í kvöld. Báutrinn var smíðað af skipasmíðastöðinni Vaagland Båtbyggeri AS og afhent eiganda sínum Skagøysund AS þann 2 Október 2004, kostnaðurinn var 37 milljónir Norskar.

Aðalvélin er af gerðinni Mitsubishi og er 1000 hestöfl og nær skipið 12,6 mílna hraða, þrjár ljósavélar eru um borð af sömu tegund og hafa samtals afl 763Kw. Innréttingar eru um borð fyrir átta áhafnarmeðlimi í sex klefum. Báturinn er 27,4 metra langur, breiddin 9 metrar og tekur 150 tonn, báturinn á heimahöfn í Tromsø. 

Þeir gáfu Áka gott flaut þegar hann sigldi framhjá enda margir farnir að þekkja Íslendinginn með myndavélina á lofti á kæjanum. 

 

Skagøysund T-23-T. © ÁkiHauksson 2015.

 

 

Flettingar í dag: 532
Gestir í dag: 97
Flettingar í gær: 725
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 9252914
Samtals gestir: 1994752
Tölur uppfærðar: 21.8.2019 13:15:55
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is