Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2015 Maí

30.05.2015 15:37

Fram og Fram

Norska skemmtiferðaskipið Fram hafði viðdvöl hér á Húsavík í gær og setti svip sinn á höfnina. Fram ÞH 62 var á sínum stað í höfninni og á þessari mynd sjást því tvö fley með nafninu Fram. Reikna með því að norska Fram sé nefnt eftir skipi norska landkönnuðarins Roald Amundsen.

Fram og Fram í Húsavíkurhöfn í gær. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

28.05.2015 17:25

Venus NS

Börkur Kjartansson tók þessar myndir af Venusi NS í Vopnafjarðarhöfn. Glæsilegt skip þetta.

2881. Venus NS 150. © Börkur Kjartansson 2015.

 

                                                   2881. Venus NS 150. © Börkur Kjartansson 2015.
 

                                                  2881. Venus NS 150. © Börkur Kjartansson 2015.

 

 

28.05.2015 17:17

Bjarni Ólafsson á toginu

Hér er Bjarni Ólafsson AK á toginu á kolmunnamiðunum. Nánar tiltekið ASA af Færeyjum við miðlínuna milli Færeyja og Skotlands. Myndina tók Börkur Kjartansson vélstjóri um borð í Ingunni Ak.

2909. Bjarni Ólafsson AK 70 ex Fiskeskjer. © Börkur Kjartansson 2015.

 

 

27.05.2015 20:57

Svebas

Uppsjávarskipið Svebas SF-8-SU var að skríða að landi í Måløy þegar Áki tók þessa mynd í kvöld. Smíðaður árið 2000 af skipasmíðastöðinni Sletta Båtbyggeri og er 27,1 metri að lengd og 8 metrar á breidd.

 

Svebas SF-8-SU. © Áki Hauksson 2015.

 

                                                                     Svebas SF-8-SU. © Áki Hauksson 2015.

 

                                             Sveabas SF-8-. Þessa tók Áki fyrir nokkrum dögum.

 

 

 

 

27.05.2015 20:41

Hovden Viking

Hovden Viking var byggður af skipasmíðastöðinni Larsnes Mek. Verksted AS í Noregi, skrokkurinn var reyndar byggður af skipasmíðastöðinni Gdynia ved Safe Ltd í Póllandi. Skipið var afhent nýja eiganda sínum þann 6 Janúar 2007. Skipið er 27,48 metra langt, 9,25 metra breitt og tekur 250 tonn í RSW tönkum. Aðalvélin er Yanmar og kemur skipinu áfram á 12 mílna hraða. Skipið er innréttað fyrir 8 áhafnarmeðlimi í sex eins manns klefum og einum tveggja manna.

 

Hovden Viking SF-4-S. © Áki Hauksson 2015.

 

 

                                                          Hovden Viking SF-4-S. © Áki Hauksson 2015.

 

 

27.05.2015 20:32

Jøkul

Uppsjávarveiðibáturinn Jøkul lá fyrir linsunni hjá Áka í Måløy í dag.  Báturinn var smíðaður árið 2007 af skipasmíðastöðinni Vaagland Batbyggeri Vaagland, Noregi. Jøkul er 37,96 metra langur, 10 metra breiður og á heimahöfn í Álasund. Eigandinn er Skar Senior Nerlandsoy Noregi.

 

Jøkul M-108-HØ. © Áki Hauksson 2015.

 

                                                                          Jøkul M-108-HØ. Áki Hauksson 2015.

 

 

 

 

26.05.2015 22:04

Fjellmoy

Línubáturinn Fjellmøy liggur í sinni heimahöfn og var að landa í morgun klukkan hálf sjö þegar Áki mætti með myndavélina. Fjellmøy SF-90-S var byggður árið 1997 af skipasmíðastöðinni Solstrand Verft As Tomrefjord Noregi, hann er 44,5 langur og 10,5 metra breiður. Hann er bæði lengri og breiðari en Tjaldur og Tjaldur II (Örvar SH) sem smíðaðir voru hjá Solstrand 1992 en áþekkur.

 

Fjellmoy SF-90-S. © Áki Hauksson 2015.

 

 

24.05.2015 19:52

Rypefjord

Áki myndaði togarann Rypefjord í Målø en þessi togari er 53,1. metra langur, 10,2 metra breiður.  Smíðaður árið 1995 af skipasmíðastöðinni Slipen Mekaniske Verksted Sandnessjoen Noregi. Rypefjord er í eigu Havfisk ASA Álasundi Noregi. 

Rypefjord hefur 3600 hestafla Wärtsilä Wichmann, skipið var endurbyggt árið 2000 og getur dregið tvo troll. Árið 2010 var sett ný vinnslulína um borð og frystikerfi, getur bæði verið á fisk- og rækjutrolli.  Árið 2012 er því svo breytt þannig að það getur einnig komið með ferskan fisk að landi. Árið 2015 er nafni skipsins breitt úr K. Arctander í Rypefjord.

 

 

 

Rypefjord F-38-H ex K Arctander. © Áki Hauksson 2015.

 


                                                              Rypefjorf HF-38-H. © Áki Hauksson 2015.

 

 

20.05.2015 15:11

Anna

Hermundur Svansson tók þessa mynd af línuskipinu Önnu EA og fékk ég leyfi til að birta hana. Anna var smíðuð í Noregi 2001 og er í eigu Útgerðarfélags Akureyringa sem keypti skipið 2013.

2870. Anna EA 305 ex Carisma Star. © Hermundur Svansson 2015.

 

 

19.05.2015 18:32

Herøy

Áki tók þessa mynd af Herøy í gærkveldi í Måløy. Skipið kom upp að bryggju en stoppaði ekkert. Herøy var smíðað árið 1997 af skipasmíðastöðinni Myklebust Mek. Verksted AS. Það er 73,3 metrar á lengd og 12,6 metrar á breidd.

 

Herøy M-620-HØ. © Áki Hauksson 2015.

 

 

18.05.2015 19:36

Donna Wood

Skonnortan Donna Wood sem Norðursigling festi kaup á í vetur kom til hafnar á Húsavík í gær eftir siglingu frá Kaupmannahöfn. Tók þessa mynd við komuna.

Donna Wood. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

18.05.2015 19:22

Ásdís

Grásleppubáturinn Ásdís ÞH 136 kemur hér að landi á Húsavík í dag. Hann var með þrjú og hálft tonn af grásleppu. Barmur ehf. keypti bátinn í vetur en hann hét áður Ingunn Sveinsdóttir AK 91.

2783. Ásdís ÞH 136 ex Ingunn Sveinsdóttir AK 91. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

17.05.2015 15:07

Loyal

Áki tók mynd af þessari fallegu skonnort í Måløy á dögunum.  Hún heitir Loyal og frá Bergen, hún var byggð árið 1877 í Rosendal Noregi og er því 138 ára á þessu ári. Þetta er tveggja mastra seglskúta 85 fet. Á dagstúrum komast fyrir 60 manns um borð en það geta sofið 18 manns um borð, skútan hefur bar og veitingar um borð og geta verið allt að 50 manns undir þiljum sötrandi öl og haft það gott. Auk þess er flott aðstaða upp á dekki til að njóta sumarsins og sólarinnar. Hægt er að taka skútuna á leigu í skemmri eða lengri tíma.

 

Skonnortan Loyal frá Bergen. © Áki Hauksson 2015.

 

 

 

16.05.2015 22:28

Donna Wood kemur til hafnar á Húsavík á morgun

Seglskipið Donna Wood kemur til hafnar á Húsavík á morgun, sunnudaginn 17. maí.

Af því tilefni er gestum og gangandi boðið að skoða skipið og jafnframt þiggja léttar veitingar á hafnarveitinga-staðnum Gamla Bauk kl. 16.

Skipið sem keypt var í Danmörku nýlega er nýjasta viðbótin, áttunda skip Norðursiglingar og fjórða seglskipið. Fjórir eikarvélbátar eru einnig gerðir út í hvalaskoðun.

Donna Wood er 31,2m langt (LOA-heildarlengd) tvímastra eikarskip og var smíðað árið 1918. Skipið var í áratugi notað sem vitaskip við strendur Danmerkur þar til því var breytt í farþegaskip árið 1990.

Donna Wood er búin 7 káetum fyrir 12 farþega og borðsal fyrir 24 og hentar því einstaklega vel í ævintýraferðir.

Þrátt fyrir umtalsverðan vöxt í hvalaskoðun fyrirtækisins frá Húsavík árið 2014 hefur vöxtur orðið enn hraðari í ævintýraferðum Norðursiglingar.  Það á ekki síst við um ferðir um Scoresbysund á Grænlandi, þar sem tvær skútur, Ópal og Hildur voru starfræktar síðasta sumar.

Donna Wood. © Guðbjartur Ellert Jónsson 2015.

 

 

16.05.2015 12:53

Talbor

Áki Hauksson myndaði Talbor í Måløy í gær þar sem hann var að landa. skipið var byggt árið 2001 af skipasmíðastöðinni Fitjar mekaniske verksted AS. Skipið er 64 metra á lengd og 13 metra breitt Aðalvélin er af gerðinni Caterpillar og er 4800 hestöfl. Talbor er i eigu fyrirtækisins Br. Birkeland Fiskebåtrederi AS og á það einnig uppsjávarskipið Birkeland sem var smíðaður árið 2004. Það ár kom nýja Björg Jónsdóttir ÞH 321 til Húsavíkur en hún hét einmitt Birkeland áður og var í eigu þessarar útgerðar. 1999 var keypt hingað til lands skip sem bar nafnið Talbor og hét það Sveinn Benedikstsson SU 77 og síðar Guðmundur Ólafur ÓF 91. Er ekki ólíklegt að þessi hafi komið í hans stað.

 

Talbor H-74-AV. © Áki Hauksson 2015.

 

 

Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 9254637
Samtals gestir: 1995063
Tölur uppfærðar: 24.8.2019 01:05:55
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is