Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2015 Apríl

16.04.2015 18:33

Óli á Stað - Syrpa

Nú skal hent í syrpu, að vísu bara fimm mynda en syrpa þó. Óli á Stað skal það vera og fyrir áhugamenn um myndavélar þá eru fyrstu þrjár og sú síðasta teknar á Canon EOS D70 með Canon 70-200 mm. f 2.8 linsu. Sú fjórða í röðinni er tekin Á Canon EOS-M með 18-55 mm. kit linsu.

Óli á Stað var hinsvegar smíðaður hjá Seiglu á Akureyri í fyrra og er í eigu Stakkavíkur í Grindavík.

2841. Óli á Stað GK 99. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

                                              2841. Óli á Stað GK 99. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

                                              2841. Óli á Stað GK 99. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

                                              2841. Óli á Stað GK 99. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

                                              2841. Óli á Stað GK 99. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

 

 

 

 

 

 

16.04.2015 18:01

Mávur

Mávur SI er á grásleppu þessa dagana og hér kemur hann að landi í síðdegissólinni á Siglufirði í gær.

2795. Mávur SI 96. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

15.04.2015 22:04

Steini í Höfða verður Arnþór EA

G. Ben útgerðarfélag ehf. á Árskóssandi hefur keypt krókaaflamarksbátinn Steina í Höfða EA af Sæmundi Ólasyni. Hefur báturinn fengið nafnið Arnþór EA 37 en fyrir á útgerðin sem Hermann Guðmundsson og synir standa að, netabátinn Sæþór EA 101.

Arnþór hét upphaflega Kalli í Höfða ÞH 234 og var smíðaður fyrir Steina heitinn í Höfða sem nefndi bátinn eftir föður sínum en þeir voru kenndir við Höfða á Húsavík.

2434. Arnþór EA 37 ex Steini í Höfða EA 37. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

15.04.2015 21:32

Óli á Stað

Línubáturinn Óli á Stað GK 99 kemur hér að landi á Siglufirði síðdegis í dag.

2841. Óli á Stað GK 99. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

13.04.2015 21:14

Knörrinn með Fald í togi

Hér kemur Knörrinn með Fald í togi til hafnar í dag. Eins og komið hefur fram í fréttum fylltist vélarrumið af reyk þegar Faldur var nýlagður upp í hvalaskoðunarferð á Skjálfanda. En allt fór þettsa vel.

Knörrinn kemur með Fald i togi til hafnar á Húsavík. © Hafþór 2015.

 

 

08.04.2015 17:02

Kristbjörg á nótaveiðum

Hér kemur mynd úr safni Þorgríms Aðalgeirssonar af Kristbjörgu ÞH 44 á veiðum með þorskanót. Kristbjörg hét upphaflega Kristjón Jónsson SH 77 og var smíðuð í Stykkishólmi.

1053. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristjón Jónsson  SH. © Þ.A.

 

 

07.04.2015 13:25

Ragnar M - Ný Cleopatra 50 til Noregs

Nýverið var afgreiddur nýr Cleopatra 50 bátur til Havøysund í Norður Noregi. Kaupandi bátsins er Mathisen Fiskebåtrederi AS.  Thorbjørn Mathisen útgerðarmaður er eigandi fyrirtæksins.

Nýi báturinn heitir Ragnar M.  Báturinn er 15metrar á lengd og mælist 30 brúttótonn.

Báturinn er útbúinn til netaveiða og kóngakrabbaveiða með gildrum.

Báturinn er einnig útbúinn sem aðstoðarbátur fyrir olíuþjónustu á svæðinu.

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Scania D16 800hö (16L) tengd ZF 500 IV-gír.

Rafstöð er af gerðinni Westerbeke 12kW frá Ásafli ehf.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC og Raymarine frá Sónar ehf.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.

Netabúnaður er frá Lorentzen í Noregi.  Netaspil, niðurleggjari og armur.

Krani til löndunar og gildruveiða er af gerðinni TMP frá Ásafli ehf.

 

Lífbátar og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

 

Rými er fyrir allt að 41stk 460lítra kör í lest.  Vinnudekk er halfyfirbyggt.  Í bátnum er upphituð stakkageymsla.  Stór borðsalur er í brúnni. 

Svefnpláss er fyrir fimm í lúkar auk fullkominnar eldunaraðstöðu með eldavél, bakarofni, örbylgjuofn, ísskáp og uppþvottavél.

Báturinn er útbúinn til lengri útiveru ef þarf og aðbúnaður um borð fyrir áhöfn í takt við það.

Rafnar M F-31-M. © Trefjar.is

 

 

05.04.2015 10:42

Gleðilega páska

Um leið og ég óska síðulesurum gleðilegra páska set ég hér inn mynd sem á tók á páskum 1979. Þarna liggja Kristbjörg ÞH 44 og Aron ÞH 105 við trébryggjuna og nægur snjór í fjallinu.

Á páskum 1979. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

04.04.2015 17:35

Myndir frá Akureyri og Reykjavík

Í dag fékk ég tvær myndir sendar sem sýna skip og báta í höfnum. Önnur frá Akureyri þar sem sést m.a. í Jörund EA og hin frá Reykjavík. Myndirnar tók Björn Jóhannesson verkfræðingur (f. 1914 - d. 1990) og gæti það hafa verið um 1957.

Akureyri. © Björn Jóhannesson.

 

Reykjavík. © Björn Jóhannesson.

 

 

 

 

 

 

04.04.2015 12:05

Eiki Matta

Eiki Matta búinn að landa og Jón Óli siglir honum í plássið sitt.

7111. Eiki Matta ÞH 301 ex Jón Afi DA. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

  Jón Óli við stjórntækin og Höddi Eika í bakgrunni. © Hafþór Hreiðarss. 2015.

 

                        Lagt að í kvöldblíðunni á Skírdag. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

 

 

 

 

04.04.2015 11:54

Von og Sigurður Kristjánsson

Hér kemur mynd af grásleppubátnum Von ÞH koma undir kranann og skipstjórinn Sigurður Kristjánsson bindur fast.

1432. Von ÞH 54 ex Vilborg ÞH. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

                                         Sigurður Kristjánsson. © Hafþór Hreiðarsson 2015.
 

 

 

 

04.04.2015 11:05

Sóley og Þorgeir Baldursson

Hér fer Sóley ÞH undan löndunarkrananum á Skírdag og hásetinn kveður með stæl.

7382. Sóley ÞH 28 ex Íshildur SH. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

                                            Þorgeir Baldursson. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

04.04.2015 10:52

Baldvin ÞH 15

Grásleppubáturinn Baldvin ÞH fer hér frá bryggju eftir löndun á Skírdag.

7545. Baldvin ÞH 20 ex Mónes NK. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

03.04.2015 15:59

Frosti í heimahöfn

Gundi sendi mér þessa mynd af aflaskipinu Frosta ÞH 229 sem hann tók í gær þegar Frosti kom heim til Grenivíkur í páskafrí. Eftir magnaðan marsmánuð eins og segir frá á Aflafréttir.is. 

2433. Frosti ÞH 229 ex Smáey VE. © Gundi 2015.

 

 

02.04.2015 20:40

Margrét

Margrét SU 4 kom hingað til Húsavíkur undir kvöld á siglingu sinni til heimahafnar á Stöðvarfirði. Báturinn er að koma frá Skagaströnd og reiknaði Viktor skipstjóri og útgerðarmaður að halda för áfram á morgun. 

Margrét var smíðuð á Seyðisfirði árið 1971.

1153. Margrét SU 4 ex GK 16. © Hafþór Hreiðarsson 2015.
Flettingar í dag: 368
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9396109
Samtals gestir: 2007490
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 08:40:20
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is