Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2015 Apríl

29.04.2015 17:41

Með íslenska fánann uppi

Áki Hauksson tók þessar myndir í dag af nýja Bjarna Ólafssyni AK þar sem hann var í slipp í Noregi. Nánar tiltekið í Raudaberg. Reyndar er skipið enn merkt sem Fiskeskjer að hluta en íslenski fáninn blakti í afturmastri og tók hjarta Áka mikinn kipp við þá sjón.

Hinn nýi Bjarni Ólafsson AK 70. © Áki Hauksson 2015.

 

          Bjarni Ólafsson AK i slipp í Raudaberg á Malöy. © Áki Hauksson 2015.

 

                               Bjarni Ólafsson AK 70 ex Fiskeskjer. © Áki Hauksson 2015.

 

 

 

 

 

 

 

 

27.04.2015 20:31

Skandi Admiral

Skandi Admiral var byggt árið 1999 af skipasmíðastöðinni Hellesøy Skipsbyggeri AS og er björgunar og slökkviskip. Skipið er 83,3 metra langt og 20,5 metra breitt og dekkplássið er 680 fermetrar og ber 2000 tonn. Aðalvélarnar eru fjórar af gerðinni Bergen Diesel hver þeirra 5400 hestöfl auk vélar sem er 2200 hestöfl af sömu tegund. Um borð eru tveir ásrafalar 3000Kw hvor þeirra, tveir rafalar 750Kw hvor og neyðarrafall 150Kw samtals 7,7Mw rafmagnsframleiðsla um borð. 

Hliðarskrúfan að aftan er 1683 hestöfl og tvær að framan hvor um sig 1200 hestöfl. Aðalskrúfurnar eru 4,27 metrar og togkrafturinn er 243 tonn. Skipið nær 15,5 mílna hraða á þeim hraða eyðir skipið 70-90 rúmmetrum af olíu á sólahring, en venjulega er siglt á 11 mílna hraða og fer þá skipið með 20 rúmmetra af olíu á sólahring. Um borð geta eru rúm fyrir 70 manns, skipið getur hinsvegar bjargað 320 manns. Spilkerfið er svo einn heimur út af fyrir sig segir Áki Hauksson sem tók þessa mynd i Målöy.

 

Skandi Admiral. © Áki Hauksson 2015.

 

 

23.04.2015 12:04

Meira af Geir - Gleðilegt sumar

Hér koma fleiri myndir sem ég tók þegar Geir ÞH 150 kom hér á dögunum. Það verður að birta eitthvað af þessu, ómögulegt að hafa þetta bara í tölvunni. En s.s sagt syrpa  og með því óska ég þeim sem sækja síðuna heim gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn.

2408. Geir ÞH 150 . © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

                                                     2408. Geir ÞH 150. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

                                                      2408. Geir ÞH 150. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

            2408. Geir ÞH 150 við bryggju á Húsavík. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

Sigurður Ragnar Kristinsson skipstjóri tv. en veit ekki nafnið á hinum. © HH.

 

                                                    2408. Geir ÞH 150.  © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

21.04.2015 22:08

Geir

Geir ÞH frá Þórshöfn kom til Húsavíkur í gær og fór aftur eins og sjá má á þessum myndum. Hann er á netaralli hér fyrir Norðurlandi fyrir Hafró og landaði á markað áður en hann lagði tvær síðustu trossurnar í gær. Kom svo aftur að bryggju og lá hér í nótt. Sleppti því að mynda hann þegar hann kom í seinna skiptið en játa að það hvarflaði að mér.

2408. Geir ÞH 150. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

                                                     2408. Geir ÞH 150. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

 

 

18.04.2015 20:12

Nina Mari

Nina Mari heitir hann þessi sem Áki myndaði í dag sigla hjá Målöy. Smíðaður 1977 og hét eitt sinn Roar Junior. !6.4 m. að lengd og 4.6 á breiddina. 44 GT að stærð. Spurning með rafmagnsframleiðsluna :)

Nina Mari frá Álasundi. © Áki Hauksson 2015.

 

 

18.04.2015 12:36

Oddur á Nesi

Oddur á Nesi SI 76 kemur að landi á Siglufirði í vikunni. Smíðaður á Siglufirði.

2799. Oddur á Nesi SI 76. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

18.04.2015 12:33

Eyrún

Grásleppubáturinn Eyrún ÞH 2 kemur að landi á Húsavík í kvöldblíðunni.

7449. Eyrún ÞH 2 ex Guðfinna VE. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

18.04.2015 12:28

Binni

Grásleppubáturinn Binni EA 108 kemur að landi á Dalvík í vikunni. Síðast þegar ég myndaði þennan hét hann Hafrafell ÞH 343. Held að hann hafi heitið Bliki SU 10 áður en hann var keyptur til Dalvíkur.

2209. Binni EA 108 ex Bliki SU. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

18.04.2015 11:44

Teigenes

Áki myndaði Teigenes í Målöy á dögunum.

Svo skrifar Áki með myndinni sem hann birti a Fésbókarsíðu sinni:

Teignanes er byggt árið 2005 af skipasmíðastöðinni Remontowa Stocznia Polnocna SA í Póllandi og kostaði 130 milljónir Norskar krónur. Skipið er 75,4 metra langt, 15,6 metra breitt og tekur um 2000 tonn í RSW tönkum.

Skipið er Hybrit og er aðalvélin Caterpillar 5300 hestöfl, framan á aðalvélinni er Siemens ásrafall sem er um 2700Kw og þar sem venjulega er ásrafall er Siemens rafmótor 2000Kw. Við venjulega keyrslu er notaður rafmótorinn til að knýja skipið áfram og kemur aðalvélin inn eftir álagi, þetta samspil rafmagnsmótors og aðalvélar minnkar eyðsluna töluvert og skipið mengar minna. Á togveiðum tengist aðalvélin skrúfunni að full og er þá bæði mótor og aðalvél tengd skrúfunni og nást þá full afköst á skipið, skipið nær rúmlega 18 mílna hraða með aðalvél og mótor tengd saman.

Einnig eru um borð þrír rafalar, tveir þeirra eru 1360Kw hver og sú þriðja 960Kw, er því um 6,3Mw rafmagnsframleiðsla um borð sem er svona c.a. tvisvar sinnum meira en Húsavíkurbær tekur, og c.a. 3,7 sinnum meira en Orkustöðin sáluga gat framleitt mest. Tvær hliðarskrúfur eru, fremri 880Kw og aftari 960Kw. Fjórtán eins manns herbergi eru um borð í Teigenesinu með öllum þægindum sem þekktust á byggingartíma skipsins.

Teigenes M-1-HÖ. © Áki Hauksson 2015.

 

 

17.04.2015 21:47

Sævaldur

Sævaldur ÞH ásamt fleiri bátum í kvöldblíðunni á Húsavík.

6790. Sævaldur ÞH 216. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

17.04.2015 21:42

Húsavík

Húsavíkurhöfn undir kvöld. 

Húsavíkurhöfn undir kvöld 17. april 2015. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

17.04.2015 20:38

Skulebas

Skulebas heitir þessi sem lá fyrir linsunni hjá Áka í dag. Hann segir skipið vera í eigu framhaldsskólans í Målöy sem notar hann m.a við skipstjórnarkennslu. 

Skulebas var smíðaður 1974 hjá Frostad Verft í Tomrefjord.

 

LFXK-Skulebas. © Áki Hauksson 2015.

17.04.2015 20:33

Dagur

Grásleppubáturinn Dagur SI 100 að koma að landi á Siglufirði í fyrradag. Hét áður Otur SI 100.

2471. Dagur SI 100 ex Otur SI. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

17.04.2015 20:31

Fanney og Opal

Fanney og Opal böðuðu sig í síðdegissólinni hér á Húsavík.

Fanney og Opal í Húsavíkurslipp. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

17.04.2015 20:27

Ligrunn

Áki Hauksson tók þessa mynd norska uppsjavarveiðiskipinu Ligrunn í dag. 

Ligrunn liggur hér í Raudeberg sem er í eyjunni hjá okkur, Ligrunn var smíðaða af skipasmíðastöðinni Hellesøy Verft AS hér í Noregi og afhent nýjum eigendum sínum Liegruppen Fiskeri AS þann 16 September 2013. Skipið er 64 metra langt og 13,80 metra breitt og ber um 1650 tonn. 

Skipið á systurskip sem heitir Liafjord sem var byggt árið 2012, byggingakostnaður þess skips var um 180 milljónir Norskar krónur. Aðalvélin í Ligrunn er af gerðinni Wärtsilä og er 4140 hestöfl, að sjálfsögðu er skipið Hybrit eins og flest öll ný skip hafa í dag. Segir Áki.

 

Ligrunn H-2-F. © Áki Hauksson 2015.

 

 

Flettingar í dag: 535
Gestir í dag: 81
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399629
Samtals gestir: 2008173
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 12:41:15
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is