Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2015 Mars

15.03.2015 11:36

Hordafor III

Áki Hauksson tók þessar myndir og segir svo um skipið á myndinni: 

Hér siglir Hordafor III framhjá Måløy á 8 mílna hraða, báturinn er 49,69 metra langur og 8,56 metra breiður. Báturinn var byggður sem uppsjávarskip árið 1967 af skipasmíðastöðinni Gravdal Skipsbyggeri Sunde, Noregi.

Bátnum var breytt í tankskip fyrir fiskolíur til að þjónusta þesskonar iðnað í Asíu og Evrópu. Báturinn hefur heitið fjórum nöfnum áður en hann var skírður Hordafor, upphaflega hét hann Knester til júní 2000, síðan Verdi til Desember 2000, þar á eftir Verdi II til Janúar árið 2001 og Sulanger til Maí 2003.

Eigandinn er Hordafor - Bekkjarvik, Noregi, bátur hefur heimahöfn í Bergen.

 

Nordafor IIi ex Sulanger. © Áki Hauksson 2015.

 

Nordafor III siglir hér á 8 sjm. hraða fram hjá Målöy. © Áki Hauksson 2015.

 

 

 

 

 

14.03.2015 10:39

Sigþór

Held ég hafi birt þessa mynd af Sigþór áður en þar sem hún kemur ekki upp á Gúgglinu set ég hana bara aftur inn. Sögu "Skipsins" þekkja flestir en til upprifjunar var það smíðað 1963 í Svíþjóð og hét Sigurpáll GK til ársin 1977 að Útgerðarfeágið Vísir hf. á Húsavík keypti það.

185. Sigþór ÞH 100 ex Sigurpáll GK. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

 

 

14.03.2015 10:00

Gulltoppur

Gulltoppur þessi hét upphaflega Ver NK 19 og var smíðaður í skipasmíðastöð Kristjáns Nóa Kristjánssonar á Akureyri 1962. 10 brl. að stærð með 62 hestafla Bolindervél. Ver var smíðaður fyrir Guðmund Bjarnason og Freystein Þórarinsson á Neskaupsstað.

1969 er báturinn keyptur til Húsavíkur þar sem hann fær nafnið Grímur ÞH 25 og leysir hann af eldri og minni bát með sama nafni af hólmi. Sá var einnig smíðaður hjá Nóa árið 1953. Að útgerðinni stóðu Þormóður Kristjánsson og feðgarnir Ásgeir Kristjánsson og Kristján Ásgeirsson. Útgerð þeirra stóð til ársloka 1976 og var báturinn seldur suður á Vatnsleysuströnd þar sem hann fékk Gulltoppsnafnið og einkennisstafina GK 321. 

Frá 1979 er hann Gulltoppur ÁR 321, frá 1989 er hann SU 158, síðar á sama ári HF 4 og frá 1990 HF 344. Báturinn var tekinn af skipaskrá 1990 og er upp á landi á Breiðdalsvíkþ

Heimildir. aba.is og Saga Húsavíkur.

 

874. Gulltoppur ÁR 321 ex GK 321. © Hreiðar Olgeirsson 1982.

 

 

 
 
 
 

14.03.2015 09:38

Heimaey

Börkur Kjartansson tók þessa flottu mynd af Heimaey VE 1 á miðunum fyrir skömmu.

2812. Heimaey VE 1. © Börkur Kjartansson 2015.

14.03.2015 09:32

Sæbjörn

Áki myndaði Sæbjörn hinn norska í Måloy í gær. Svo skrifaði hann við myndina:

Hér liggur Sæbjørn og landar í bræðslu, þetta uppsjávarskip er 65,70 metra langt og 12,60 metrar á breidd. Aðalvélin er af gerðinni Ulstein Bergen og er 4871 hestöfl og knýr 3,6 metra skrúfu sem nær að koma skipinu á 17 mílna hraða.

Tvær Cummins ljósavélar eru um borð sem eru um 880Kw samtals og einn ásrafall sem er um 1800Kw er því um 2,7Mw rafmagnsframleiðsla um borð. 
Tvær Ulstein hliðarskrúfur eru ein að framan og önnur að aftan og eru jafn stórar, hvor um sig 800 hestöfl.

Skipið var byggt árið 1996 af skipasmíðastöðinni AS Eidsvik Skipsbyggeri hér í Noregi og er nýsmíði n.r. 52. Eigandinn er AS Sæbjørn og skipið hefur heimahöfn í Álasund.

 

Sæbjörn M-27-MD. © Áki Hauksson 2015.

 

 

 

 

11.03.2015 15:54

Faxi

Hér er loðnuskipið Faxi RE að veiðum en myndina tók Börkur vélstjóri á Lundey. Upphaflega Jón Finnsson RE, smíðaður í Póllandi 1987.

1742. Faxi RE 9 ex Kap VE. © Börkur Kjartansson 2015.

10.03.2015 15:23

Havsnurp

Áki Hauksson tók þessa mynd af norska uppsjávarveiðiskipinu Havsnurp í Måloy í gær.

Áki skrifaði eftirfarandi:

Hér liggur Havsnurp og landar í bræðslu, skrokkurinn var byggður í Litáhen af skipasmíðastöðinni Western Baltija Shipbuilding, annað var klárað af skipasmíðastöðinni Karstensens Skibsværft A/S í Danmörk og afhent nýjum eiganda Hafsnurp A/S þann 15 September 2012.

Skipið er 62,60 metrar á lengd og 12,80 metrar á breidd og tekur um 1400 tonn.

Aðalvélin er af gerðinni MAN og er 4200 hestöfl, skrúfan er 3,6 metrar í þvermál. Ásrafallinn er 1650Kw, auk hans eru tvær ljósavélar samtals 1100Kw og erum því samtals um 2,7Mw rafmagnsframleiðsla um borð. Skipið er Hybrid með ýmsum flottum sjálfvirkum aukabúnaði til að stýra rafmagnsframleiðslunni með aðalvélinni.

Eigendur af skipinu eru Kjell Inge Hole og Karstein Stølen og byrjuðu í útgerð saman árið 1983, stofnuðu Havsnurp A/S árið 2000. 
Svona til gamans má geta að skipasmíðastöðin Karstensens Skibsværft A/S sem kláraði þennan er býsna afkastamikil og þetta skip er nýsmíði n.r 419, vil nefna einnig skip eins og Rogne nýsmíði n.r. 421, Asbjørn Selsbane nýsmíði n.r. 423 og Herøyhav nýsmíði n.r. 425, allt uppsjávarskip sem ég hef komið með hér áður.

HavsnurpM-195-MD. © Áki Hauksson 2015.

 

 

09.03.2015 16:44

Bjarni Ólafsson

Bjarni Ólafsson smekkfullur af loðnu á dögunum. Smíðaður í Noregi 1978 og hét upphaflega Libas.

2287. Bjarni Ólafsson AK 70 ex Voyager K. © Börkur Kjartansson 2015.

 

 

08.03.2015 17:34

Åkeröy

Áki Hauksson tók þessar myndir af Åkeröy í Målöy í dag og skrifar eftirfarandi:

Åkerøy bíður hér eftir löndun í bræðslu, skipið er ný komið úr breytingum frá skipasmíðastöðinni Karstensen Skipsverft í Danmörk þar sem því var breytt þannig að dæling úr nótinni fer fram úr skutnum en ekki á síðunni eins og flestum öllum uppsjávarskipum.

Skipið var smíðað 2004 af skipasmíðastöðinni Eidesvik & Co. A/S Í Noregi en var keypt nýlega frá Peterhead í Skotlandi. Skipið er 70 metra langt, 14,5 metra breitt, aðalvélin er 6800 hestöfl. Åkerøy hefur 16000 tonn af kolmunakvóta fyrir utan síld, loðnu og makríl. Eftir þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér virðist þetta uppsjávarskip geta verið einnig á netum.

 

 

Åkeröy N-300-DA. © Áki Hauksson 2015.

 

                                               Åkeröy við bryggju í Målöy. © Áki Hauksson 2015.

 

                                                                  Åkeröy N-300-DA. © Áki Hauksson 2015.

 

08.03.2015 17:31

Heimaey

Heimaey VE að dæla í ljósaskiptunum.

2812. Heimaey VE 1. © Börkur Kjartansson 2015.

 

 

08.03.2015 17:28

Birtingur

Birtingur NK drekkhlaðinn á dögunum. Búinn að fiska mikið þessi.

1293. Birtingur NK 119 ex Börkur NK. © Börkur Kjartansson 2015.

08.03.2015 16:56

Fagraberg

Börkur Kjartansson tók þessa flottu mynd af færeyska loðnuskipinu Fagrabergi. Fagrabergið er smíðað 1999 og með  heimahöfn í Fuglafirði.

Fagraberg FD 1210 ex Krunborg. © Börkur Kjartansson 2015.

 

 

08.03.2015 14:44

Ingunn

Ingunn AK á siglir hér með fullfermi  á dögunum. Smíðuð hjá Asmarstöðinni í Chile árið 2000. 

2388. Ingunn AK 150. © Börkur Kjartansson 2015.
 
 

 

 

08.03.2015 14:25

Hoffell

Hoffellið nýja siglir hér undir farmi á dögunum.  Hoffellið hét áður Smaragd og var smíðað 1999 en keypt hingað til lands í fyrra. Myndina tók Börkur Kjartansson vélstjóri á Lundey NS.

2885. Hoffell SU 80 ex Smaragd. © Börkur Kjartansson 2015.

 

 

07.03.2015 17:22

Rogne

Þetta fallega uppsjávarskip landaði hérna í bræðslu hjá okkur í gær segir Áki Hauksson sem tók þessa mynd í Målöy. Skipið heitir Rogne og byggt af skipasmíðastöðinni Karstensens Skibsværft A/S og var afhent eiganda sínum Rogne A/S þann 3 júní 2013.
Skipið er 69,90 metra langt og 14,20 metra breitt, og tekur um 1970 tonn. Nær á milli 12 og 14 mílna hraða. Aðalvélin er af gerðinni MAN Diesel & Turbo 9L27/38, rafmagnsframleiðslan er um 4 Mw.

 

Rogne M-70-HÖ. © Áki Hauksson 2015.

 

 

 

 

Flettingar í dag: 517
Gestir í dag: 137
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396853
Samtals gestir: 2007672
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 21:15:59
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is