Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2015 Mars

29.03.2015 13:16

Hákon

Flott mynd hjá Berki sem sýnir Hákon EA á loðnumiðunum.

2407. Hákon EA 148. © Börkur Kjartansson 2015.

 

 

28.03.2015 20:34

Júpíter

Börkur Kjartansson tók þessa fínu mynd af Júpíter ÞH á loðnumiðunum fyrir skömmu. Smíðaður í Noregi 1978.

2463. Júpíter ÞH 363 ex Jupiter. © Börkur Kjartansson 2015.

 

 

24.03.2015 22:18

Nýr bátur til Raufarhafnar

Núr bátur kom til heimahafnar á Raufarhöfn síðdegis í dag. Björn Jónsson ÞH 345 heitir hann og er í eigu Einars Sigurðssonar. Báturinn hét áður Aníta HU og er Sómi 895.

2612. Björn Jónsson ÞH 345 ex Aníta HU. © Gunnar Páll Baldursson 2015.

 

 

21.03.2015 22:38

Voyager

Skemmtiferðaskipið Voyager sigldi inn Skjálfandann í morgun og lagðist við akkeri hér framundan höfðanum. Ætlunin var að skipið leggðist að Bökugarðinum en vegna sunnanvindsins varð ekkert úr því. Skipið dólaði síðan hér út flóann áleiðis til Akureyrar þar sem það kom til hafnar undir kvöld.

Skemmtiferðaskipið Voyager. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

20.03.2015 22:13

Gert klárt á sleppuna

Sigðurður Kristjánsson á Von ÞH var að koma grásleppunetunum um borð í Vonina í dag þegar ég átti leið um hafnarsvæðið. Þar sem ég hef nú vanið mig á að mynda Sigga í upphafi grásleppuvertíðar undanfarin ár þá stökk ég á hann og smellti af. Það er nefnilega þannig að það sem skeður einu sinni getur skeð aftur. Og, einhverra hluta vegna tók enga mynd af honum í fyrra. Annars var Siggi bara nokkuð bjartsýnn á vertíðina og stefnir á að leggja netin nk. þriðjudag en veiðar máttu hefjast kl. 8:00 í morgun.

Sigurður Kristjánsson grásleppusjómaður á Von ÞH 54. © Hafþór 2015.

 

1432. Von ÞH 54 ex Vilborg ÞH 11. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

 

 

17.03.2015 21:56

Linebas

Línubáturin Linebas leggst hér að bryggju hjá okkur Målöy segir Áki sem tók myndina:

Báturinn var byggður af skipasmíðastöðinni Jakobsen Mek. Verksted, Sleneset og afhentur eiganda sínum Linebas AS þann 22 febrúar 2002 og er nýsmíði n.r. 34.

Báturinn er byggður úr áli og tekur um 50 tonn í lest. Aðalvélin er Scania 544 hestöfl, ljósavélin er af gerðinni Sabb/Iveco Aifo sem knýr stamford rafal sem framleiðir um 38Kw.

Báturinn er innréttaður fyrir sex áhafnarmeðlimi og er 21 metri á lengd.

 

Linebas SF-19-B. © Áki Hauksson 2015.

 

                                                                    Linebas SF-19-B. © Áki Hauksson 2015.

 

 

 

 

16.03.2015 21:39

Sgurður VE á Breiðafirði

Gundi á Frosta komst í tæri við Sigurð VE þegar Frostamenn voru á útleið frá Grundarfirði og hér sjáum við flottar myndir af glæsilegu skipi.

2883. Sigurður VE 15. © Gundi 2015.

 

                                                                          2883. Sigurður VE 15. © Gundi 2015.

 

                                                                           2883. Sigurður vE 15. © Gundi 2015.

 

         2883. Sigurður VE 15 - 2865. Börkur NK 122 ex Malene S. © Gundi 2015.

 

 

 

 

 

 

 

 

15.03.2015 19:11

Kristbjörgin kemur að

Hér kemur Kristbjörgin að bryggju á Húsavík í den. Júlísu Havsteen, sá fyrri, liggur við bryggjuna og í bakgrunni er Aldey við þvergarðinn.

1009. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristbjörg II ÞH 244. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

15.03.2015 19:04

Víðir Trausti og einn þýskur

Þarna er Víðir Trausti EA langt kominn í breytingunum sem fólust m.a í brúarskiptum auk þess sem byggt var yfir hann að framan. Aftan við hann grillir í þýskan togara sem voru mikið í sllippnum á Akureyri á þessum tíma.

1178. Víðir Trausti EA 517 ex SU. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

15.03.2015 18:52

Ólafsvíkurbátar í Daníelsslipp

Hér sjáum við tvo Ólafsvíkurbáta í Daníelsslipp fyrir margt löngu. Annar smíðaðu rá Akranesi en hinn í Póllandi.

Ólafur Bjarnason SH hefur alla tíð heitið þessu nafni en hann var smíðaður hjá Þorgeiri og Ellert 1973. Þarna er búið að yfirbyggja hann og slá út að aftan en síðar var skipt um brú.

Auðbjörg SH 197 var smíðuð í Póllandi 1987 og lengd 1994. Heitir Rifsari SH í dag og er gerður út frá Rifi.

1307. Ólafur Bjarnason SH 137. © Hafþór Hreiðarsson.

 

                                                       1856. Auðbjörg SH 197. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

 

 

15.03.2015 18:23

Gambler

Uppsjávarveiðiskipið Gambler frá Måløy liggur hér við bryggju og landar í bræðslu og tók Áki þessar myndir Áki skrifa:

"Skipið er 69,65 metra langt og 9,8 metra breitt, byggt árið 1969 og tekur um 1300 tonn í lest. Skipasmíðastöðin Skala í Færeyjum byggði skipið. Búið að heita fimm nöfnum áður en það var skírt Gambler, Hét upphaflega Gullfinnur til Janúar 1977, þar á eftir Sjobris til Mars 2006, Sjobris 2 til Janúar 2007, Leikvin til Febrúar 2010 og Torbas til Janúar 2011. Eins og kannski síðasta nafnið segir til um þá hefur nýtt og glæsilegt skip sem ber nafnið Torbas tekið við af Gambler. Kom með myndar af því skipi rétt áður en það lagði í sinn fyrsta veiðitúr".

 

Gambler SF-48-V ex Torbas. © Áki Hauksson 2015.

 

 

15.03.2015 18:16

Rumba

Hér siglir gámaflutningaskipið Rumba framhjá Måløy á 7,7 mílna hraða, skipið er 132,57 metra langt og 19,2 metrar á breitt og var byggt í Kína af skipasmíðastöðinni Zhejiang, Zhousau árið 2003. Áki Hauksson tók myndina og skrifar með henni að aðalvélin sé af gerðinni MAK og er 8858 hestöfl og nær skipið 17,5 mílna hraða. 

Hliðarskrúfan er 410Kw, ásrafallinn er 1200Kw auk þess tvær ljósavélar hvor um sig 360Kw auk einnar neyðarvélar sem er 326Kw, því um 2,8Mw rafmagnsframleiðsla um borð.  Ekkert sérstaklega mikið fyrir gámaflutningaskip sem tekur 657 gámaeiningar, klárlega í bland frysti og dry- gámaeiningar.

Skipinu er flaggað í Gibraltar.

 

Rumba. © Áki Hauksson 2015.

 

Gámaflutningaskipið Rumba siglir hér fram hjá eyjunni Målöy. © Áki 2015.

 

 

 

 

15.03.2015 18:10

M/S Tananger

Áki Hauksson tok þessa mynd af M/S Tananger sigla fram hjá  framhjá Måløy. Skipið er 102,2 metra langt og 16,5 metra breitt, aðalvélin er MAK 4000 hestöfl og nær 15 mílna hraða. Hliðarskrúfan er af gerðinni Brunvoll og er 550 hestöfl.

Skipið var byggt árið 1981 af skipasmíðastöðinni Bergen Group Fosen Rissa, Noregi og hefur heimahöfn hjá frændum okkar á Þórshöfn í Færeyjum. Segir Áki.

 

M/S Tananger. © Áki Hauksson 2015.

 

                                M/S Tananger siglir fram hjá Målöy. © Áki Hauksson 2015.

 

 

15.03.2015 11:46

Skarfur

Skarfur GK í Grindavíkurhöfn. Upphaflega Sléttanes ÍS og eitt átján skipa sem smíðuð voru í Boizenburg á árunum 1964-67.

1023. Skarfur GK 666 ex Eyjaver VE. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

15.03.2015 11:43

Lýtingur

Hér liggur Lýtingur NS við bryggju í heimahöfn en hann var í eigu Tanga á Vopnafirði. Hét upphaflega Gissur ÁR á íslenskri skipaskrá. Hans síðasta nafn var Sæberg HF.

1143. Lýtingur NS 250 ex Gissur ÁR.© Hafþór Hreiðarsson. 

 

 

Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 9254637
Samtals gestir: 1995063
Tölur uppfærðar: 24.8.2019 01:05:55
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is