Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2015 Febrúar

14.02.2015 14:21

Von

Von RE 3 á siglingu til hafnar í Reykjavík. Smíðuð 1987 í Stykkishómlmi. Heitir Vísir ÍS í dag samkvæmt vef Fiskistofu.

1857. Von RE 3 ex Jóka RE. © Hafþór Hreiðarsson 2005.

 

 

14.02.2015 14:14

Jaxlinn

Flutningaskipið Jaxlinn kemur hér til Húsavíkur þann 7. apríl 2005 en mig minnir nú að hann hafi ekki komið oft. Var hann ekki með heimahöfn á Flateyri ?

2636. Jaxlinn. © Hafþór Hreiðarsson 2005.
 

14.02.2015 13:28

Strákur

Strákur SK 126 að koma til hafnar á Húsavík 4. september 2007. Smíðaður hjá Þorgeiri og Ellert á Akranesi 1970 og hét upphaflega Siglunes SH. Fór í pottinn 2-3 árum eftir að þessi mynd var tekin.

1100. Strákur SK 126 ex Strákur ÍS. © Hafþór Hreiðarsson 2007.

 

 

14.02.2015 11:44

Snæbjörg

Snæbjörg ÍS landaði nokkuð oft á Húsavík sumarið 2003 og tók ég slatta af myndum af henni. Hér er ein sem tekin var 30. júlí það ár.

1436. Snæbjörg ÍS 43 ex BA 11. © Hafþór Hreiðarsson 2003.

 

 

14.02.2015 11:31

Kópnes

Rækjubáturinn Kópnes ST 46 kemur hér til hafnar á Húsavík 15. júlí 2003. Upphaflega Héðinn ÞH 57 smíðaður í Molde í Noregi 1960. Síðar lengi vel Geirfugl GK 66. Sökk í byrjun september 2004 27 sjómílum nnv af Skagatá. Kaldbakur EA bjargaði áhöfninni, þrem mönnum.

88. Kópnes ST 46 ex Geirfugl GK. © Hafþór Hreiðarsson 2003.

 

 

14.02.2015 11:06

Geiri Péturs

Geiri Péturs kemur að eftir rækjutúr. Upphaflega Sverri Olason frá Færeyjum. Hét síðast þegar ég vissi Viking Enterprice og er gerður út frá Kanada.

2285. Geiri Péturs ÞH 344 ex Sverri Olason. © Hafþór Hreiðarsson 2003.

 

 

14.02.2015 11:01

Jóhanna Margrét

Jóhanna Margrét SI í höfn á Húsavík fyrir tíu árum eða svo. Upphaflega Vinur ÍS, smíðaður í A-Þýskalandi 1960.

163. Jóhanna Margrét SI 11 ex  HU. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

14.02.2015 10:42

Patricia III

Skuttogarinn Patricia III að manúera í höfninni á Húsavík í ágústmánuði 2004. Upphaflega Ögri RE 72.

Patricia III ex Ögri RE 72. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

 

 

11.02.2015 16:01

Svealand

Áki Hauksson tók þessa mynd af MS Svealand í Måloy á dögunum. Áki segir að Svealand sé 69,2 metra langt, 13,8 metra breitt, aðalvélin er Anglo Belgian Corporation 2500 hestöfl og nær 13 mílna hraða. Tvær ljósavélar af Volvo Penta gerð eru um borð hvor um sig 450Kw, einn neyðarrafall af Volvo gerð 120Kw og einn ásrafall sem er 900Kw. Tvær hliðarskrúfur eru, fremri 450Kw og aftari 350Kw. Skipið var byggt árið 2009.

M/S Svealand. © Áki Hauksson 2015.

 

 

07.02.2015 15:14

Nökkvi

Rækjuskipið Nökkvi frá Grenivík kom til Húsavíkur nú um miðjan daginn og var ég á kajanum með vélina. Nökkvi hét upphaflega Guðlaugur Guðmundsson SH og var smíðaður á Ísafirði 1982. Seldur til Vestmannaeyja þar sem hann bar nafnið Smáey og fiskaði vel. Lengdur 1998. Eftir skipaskipti fékk hann nafnið Björn RE síðar Þorvarður Lárusson SH og loks núverandi nafn, Nökkvi ÞH.

1622. Nökkvi ÞH 27 ex Þorvarður Lárusson SH. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

06.02.2015 21:46

Straumbergið hið norska

Norska uppsjávarveiðiskipið Straumberg er ásamt fleiri skipum á Skjálfanda nú í  kvöld en hér birstast myndir sem Áki Hauksson tók af því í Måloy þann 20. janúar sl.

Straumberg er 46.55 metrar að lengd og 12 metrar að breidd, smíðað á síðasta ári. Sem sagt glænýtt með heimahöfn í Mosjoen.

Straumberg N-1-LF. © Áki Hauksson 2015.

 

                                                           Straumberg N-1-LF. © Áki Hauksson 2015.

 

                                                             Straumberg N-1-LF. © Áki Hauksson 2015.

03.02.2015 18:29

Álsey VE á Húsavík

Jæja þá er maður kominn heim eftir vel heppnað frí og fyrsta skipið sem ég mynda eftir heimkonuna var Álsey VE 2. Og það á Húsavík. Hún kom til hafnar á Húsavík fyrir nokkrum dögum og aftur í nótt. Tók ég þessa mynd þegar hún lét úr höfn um hádegsibil í dag. Ástæða þess að hún leitaði hafnar á Húsavík hafði eitthvað með nótina að gera. 

2772. Álsey VE 2. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

Flettingar í dag: 470
Gestir í dag: 83
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9394395
Samtals gestir: 2007264
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 12:53:16
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is