Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2015 Febrúar

28.02.2015 13:45

Gísli J Johnsen

Björgunarskipið Gísli J Johnsen á ferðinni í Reykjavíkurhöfn og í baksýn lúrir Sigurður VE. Þarna sýnist mér Gísli J Johnsen vera í verkefni fyrir Slysavarnarskóla sjómanna. Hann var smíðaður fyrir Slysavarnarfélag Íslands 1956 í Svíþjóð og þjónaði sem björgunarskip fyrir Reykjavík. Hann var afskráður 1999.

455. Gísli J Johnsen. © Hafþór Hreiðarsson.

28.02.2015 13:27

Arnar KE

Hér er Arnar KE í slipp á Seyðisfirði sumarið 1989. Verið að bæta aðeins aftan á hann en síðar átti eftir að lengja enn frekar. Aldan ÍS í dag.

1968. Arnar KE 260 ex Havdönn. © Hafþór Hreiðarsson 1989.

 

 

 

28.02.2015 12:08

Siglunes ÞH

Siglunes ÞH 60 kemur hér að landi á Húsavík um árið. Upphaflega Siglunes SH, síðar HU og loks ÞH. Eftir að það var selt frá Húsavík hét það áfram Siglunes og var HF 26 að mig minnir. Eftir það hét það nokkrum nöfnum en það síðasta var Strákur SK.

1100. Siglunes ÞH 60 ex Siglunes HU. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

28.02.2015 11:34

Hafaldan

Hér er Hafaldan EA 87 úr Grímsey að láta úr höfn á Húsavík. Sennilega 2002 eða þar um bil. Víkingur 800 smíðaður 1998. Ekki klár hver var eigandinn.

2327. Hafaldan EA 87. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

28.02.2015 11:09

Hákon EA á loðnumiðunum

Gundi á Frosta tók þessa mynd af Hákoni EA í gær. Þarna er hann á loðnuveiðum við Eldey. Hákon var smíðaður fyrir Gjögur hf. í Asmarskipasmíðastöðinni í Chile árið 2001.

2407. Hákon EA 148. © Gundi 2015.

 

 

 

27.02.2015 22:48

Vibeke Helene

Enn og aftur er það Áki Hauksson sem skaffar myndefnið á síðuna en þessa mynd tók hann í Malöy 27. janúar sl. og sýnir Vibeke Helene SF-33-G. Báturinn er smíðaður 1985 í Aas Mek. Verksted í Vestnes. Og þarna má finna smá tengingu við Húsavik þvi Geiri Péturs ÞH 344 áður Rosvik T-10-T var smíðaður i þessari sömu stöð árið áður.

Helene Vibeke, sem er uppsjávarveiðiskip og í eigu samnefnds félags, hét upphaflega Landegoværing og var með heimahöfn í Bodö. Þessu nafni hélt hann til ársloka 1991. Þá fékk hann nafnið Kamoyfisk sem hann hélt til aldamóta og Meilandstind til ársins 2008 að hann fékk núverandi nafn.

Landegoværing var upphaflega 25 metrar að lengd og breiddin 7 metrar. Aðalvél 535 hestafla Mitsubishi 1988 er hann lengdur í 27.3 metra. Áki segir að aðalvélinni hafi verið breytt 1990 þannig að hún skilaði 670 hestöflum. 1997 er svo skipt um aðalvél og sett í hann 1000 hestafla Caterpillar..

Vibeke Helene SF-33-G ex Meilandstind. © Áki Hauksson 2015.

 

 

 

26.02.2015 22:06

Havila Jupiter

Áki Hauksson tók þessa mynd í dag og skrifar eftirfarandi við hana:

Hér siglir Havila Jupiter framhjá Måløy á 10 mílna hraða, Skipið er 92 metrar langt og 22 metra breitt. Togkrafturinn er 274 tonn og hámarkshraði 18,2 mílur, dekkplássið er 750 fermetrar og getur borið 1500 tonn. Aðalvélarnar eru tvær af gerðinni Mak, hvor um sig 8280 hestöfl, auk þess eru tveir rafmótorar sem hjálpa aðalvélunum að knýja skipið áfram, þeir eru hvor um sig 2600Kw og er því skipið Hybrid. Tvær skrúfur eru á skipinu sem eru 4,2 metrar í þvermál og fá 11860 hestöfl hvor þegar að allt er keyrt saman þ.e.a.s. aðalvélar og rafmótorar. Tveir ásrafalar eru hvor um sig 4680Kw, fjórar ljósavélar af stærðinni 2100Kw hver og einn neyðarrafall 300Kw. Er því um 18Mw heildar rafmagnsframleiðsla um borð.

Fjórar hliðarskrúfur eru, tvær að aftan, hvor um sig 1200Kw, önnur að framan er 1200Kw og hin sem kemur niðurúr kilinum er 1500Kw. Skipið hefur káetur fyrir 60 manns, 16 eins manna káetur, 20 tveggja manna káetur og eina fyrir fjóra menn. Skipið var afhent nýjum eigendum Havila Shipping ASA Noregi í Mars 2010 og er með heimahöfn í Fosnavaag.

Spilkerfi er svo sér kapituli en hér eru nokkrar stærðir og útskýrir mikið hvers vegna svona gríðarleg rafmagnsframleiðsla er um borð. 
Þrjár stórar tromlur eru um borð, sú stærsta hefur 500 tonna togkraft og getur haft 13600 metra af vír sem er 76mm í þvermál.
Síðan koma tvær eins tromlur hvor um sig með 400 tonna togkraft og geta verið með 3500 metra af 76mm vír
Auk þeirra eru svo tvær minni með 170 tonna togkraft og geta verið með 11000 metra samtals af 76mm vír. 
Skipafélagið á fimm dráttarskip, smíðuð árin 2007 til 2010, þetta er yngsta skipið og nærstærsta.

Havila Jupiter. © Áki Hauksson 2015.

 

 

 

 

 

25.02.2015 21:18

Haförn -Jökull

Netabátarnir Haförn ÞH og Jökull ÞH koma að landi á Húsavík í dag.

1979. Haförn ÞH 26 ex Þorsteinn BA. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

                        259. Jökull ÞH 259 ex Margrét HF. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

 

 

 

 

23.02.2015 17:41

Viðar

Dragnótabáturinn Viðar ÞH frá Raufarhöfn kemur hér að landi á Húsavík í septembermánuði 2002. Landaði og fór. Smíðaður hjá Gunnlaugi og Trausta á Akureyri og heitir Hildur í dag. Er ein af skonnortum Norðursiglingar.

1354. Viðar ÞH 17 ex Guðbjörg Ósk. © Hafþór Hreiðarsson 2002.

 

 

23.02.2015 17:34

Keltic

Línu- og netabáturinn Keltic lá í heimahöfn í Målöy í dag og smellti Áki Hauksson þessari mynd af honum.

Hann var að  landa og láta græja veiðarfærin segir Áki. Keltic er 42,3 metra langur og 8 metra breiður, byggður 1981, endurnýjaður 1997. Aðalvélin er 825 hestöfl og er 13 manna áhöfn um borð.

 

Keltic SF-21-B. © Áki Hauksson 2015.

 

 

23.02.2015 13:34

Fanney

Fanney SK frá Sauðárkróki leggst hér að bryggju á Húsavík í september 2002. Upphaflega Jón Jónsson SH frá Ólafsvík. Smíðaður á Akureyri 1960. Lengi vel Sóley SH frá Grundarfirði. Heitir Lára Magg ÍS í dag og liggur í Njarðvíkurhöfn að ég held.

619. Fanney SK 83 ex Hrafnsey SF. © Hafþór Hreiðarsson 2002.

22.02.2015 19:20

Línu- netabáturinn Grotle

Línu- og netabáturinn Grotle steinlá fyrir linsunni hjá Áka i dag en heldur vetrarlegt er að sjá hjá kallinum. En svo skrifar hann um þetta fley:

Vetur konungur lætur á sér kræla og vill vera með á sumum myndum hjá mér, ávallt velkominn kallinn minn. Línu og netabáturinn Grotle liggur hér við sína heimahöfn Måløy, báturinn er 21 metri á lengd og 8 metra breiður og tekur um 180 tonn í lest. Aðalvélin er 1020 hestafla Cumming, tvær ljósavélar eru um borð einnig af Cummins gerð hvor um sig 265Kw, Báturinn var smíðaður í Póllandi af skipasmíðastöðinni Poltramp Yard Sp. z. o. o. og afhent eiganda sínum Hafstjerne AS þann 28 Júní árið 2014. Báturinn hefur vinnslurými til að vinna allan afla um borð og frystir einnig lifur og hrogn.

 

Grotler SF-88-B. © Áki Hauksson 2015.

 

 

 

22.02.2015 18:49

Torbas

Áki Hauks myndaði eittnýjasta og glæsilegasta skip norðmanna í dag og skrifaði eftirfarandi með myndunum sem birtust á Fésbókarsíðu hans:
 

Hér er okkar nýja og glæsilega uppsjávarskip Torbas að gera sig kláran á miðin í fyrsta skipti. 

Torbas er 70 metra langur og 15 metra breiður og tekur um 2000 tonn Eigendur Torbas létu smíða skrokkinn í Póllandi og fluttu hann til Måløyar þar sem heimamenn kláruðu skipið.

Mér skilst að gamli Torbas hafi verið seldur til Íslands. Torbas er eitt af stærri uppsjávarskipum Noregs og er með heimahöfn hérna í Måløy. Áætlaður kostnaður við skipið er um 200 milljónir Norskar.

Rétt er það hjá Áka að gamli Torbas var seldur hingað en stoppaði ekki lengi, eða um eitt ár. Hann hét Börkur NK hér en við skipaskipti við Síldarvinnsluna fékk hann nafnið Malene S.

 

Torbas SF-4-V. © Áki Hauksson 2015.

 

 

 

 

 

 

 

                  Það eru 30 ár á milli afhendingaára þessara skipa. Sjöbris sá guli.

 

                                          Torbas er glæsilegur á að líta og nýstískulegur mjög.

 

 

 

 
 

 

 

 

 

 

22.02.2015 18:35

Eiður

Eiður EA 13 kemur til hafnar á Húsavík í septembermánuði 2002 og eittvað er í honum eins og sjá má. Fáskrúðfjarðarsmíði sem í dag þjónar sem ferðaþjónustubátur.

1463. Eiður EA 13 ex Manni á Stað GK. © Hafþór Hreiðarsson 2002.

 

 

 

22.02.2015 15:54

Reykjaborg

Hélt að ég hefði glatað þessum myndum en fann þær sem betur fer í dag. Ásamt fleirum.

Þetta var að mig minnir í eina skiptið sem ég náði myndum af Reykjaborginni koma til heimahafnar í Reykjavík. Tekin 30. ágúst 2003 og ekki er hún að koma úr róðri því allnokkur hópur manna er um borð. Og báturinn nýmálaður og fínn og Bugtin handan við hornið.

Smíðuð á Ísafirði 1998, lengd 2001. Síðar seld til Keflavíkur þar sen hún fékk nafnið Geir KE 6. Heitir Arnþór GK 20 í dag og er í eigu Nesfisks í Garði.

2325. Reykjaborg RE 25. © Hafþór Hreiðarsson 2003.

 

                                          2325. Reykjaborg RE 25. © Hafþór Hreiðarsson 2003.

 

                                          2325. Reykjaborg RE 25. © Hafþór Hreiðarsson 2003.

 

 

 

 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 568
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399662
Samtals gestir: 2008174
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 13:12:35
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is