Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2015 Janúar

16.01.2015 11:16

Norðursigling festir kaup á seglskipi

Norðursigling á Húsavík hefur fest kaup á danska seglskipinu Donna Wood sem er tvímastra eikarskip frá árinu 1918.

Skipið var í áratugi notað sem vitaskip við strendur Danmerkur, en árið 1990 var því breytt í farþegaskip.

Donna Wood er vönduð og vel smíðuð, búin 7 káetum fyrir 12, borðsal fyrir 24 og fyrirmyndaraðstöðu fyrir farþega undir þiljum. Skipið verður hið áttunda í flota Norðursiglingar og fjórða í röð seglskipa, en að auki gerir Norðursigling út fjóra eikarvélbáta í hvalaskoðun.

Donna Wood verður gerð út í ævintýraferðir Norðursiglingar við Ísland, Grænland og víðar en slíkar ferðir eru ört vaxandi þáttur í starfsemi fyrirtækisins.

Síðastliðið sumar gerði Norðursigling út skúturnar Ópal og Hildi í ævintýraferðir um Scoresbysund í Grænlandi en með tilkomu Donnu Wood verður framboð á Grænlandssiglingum aukið enn frekar og ferðum fjölgað segir í fréttatilkynningu.

Donna Wood við bryggju í Nýhöfn. © Hafþór Hreiðarsson.

10.01.2015 23:12

Júlíus Havsteen

Júlíus Havsteen ÞH lætur úr höfn á Húsavík. Sóley Sigurjóns GK i dag en í millitíðinni Rauðinúpur ÞH og Sólbakur EA.

2262. Júlíus Havsteen ÞH 1 ex Quaasiut II. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

08.01.2015 21:31

Grenvíkingar á Ísafirði

Gundi á Frosta sendi mér þessar myndir sem sýna þrjú togskip Grenvíkinga við bryggju þar. Frosti ÞH sem er í eigu samnefnds útgerðarfyrirtækis og Gjögursskipin Áskell og Vörður.

2433. Frosti ÞH 229 ex Smáey VE. © Gundi 2015.

 

                                                   2433. Frosti ÞH 229 ex Smáey VE. © Gundi 2015.

 

                                                                           2740. Vörður EA 748. © Gundi 2015.

 

                                                     2749. Áskell EA 749 ex Helga RE. © Gundi 2015.

 

                                    2749. Áskell EA 749 - 2740. Vörður EA 748. © Gundi 2015.

 

                                    2749. Áskell EA 749 - 2740. Vörður EA 748. © Gundi 2015.

 

 

 

 

 

 

08.01.2015 16:12

Nýr bátur í smíðum fyrir agustson

Verið er að smíða nýjan bát fyrir agustson sem afhentur verður í sumar.

Frá þessu segir í Stykkishólmspóstinum. Þar segir jafnframt:

Báturinn kemur til með að leysa Gullhólma af hólmi sem verið hefur í eigu útgerðarinnar í u.þ.b. 10 ár. Það er fyrirtækið Seigla á Akureyri sem er að smíða bátinn sem er 15 metra langur búinn línubeitningarvél, fullkominni aðgerðaraðstöðu um borð, krapavél o.fl. Fjórar tveggja manna káetur eru um borð og mun báturinn bera 20 tonn af slægðum fiski. Tvær 5-6 manna áhafnir verða á bátnum. Báturinn er innan 30 tonna aflamarksins og verður í krókaaflamarkskerfinu. Gullhólminn hefur verið í aflamarkskerfi óháð veiðarfærum en í krókakerfinu er veiðin skilyrt við það að veitt sé á króka. Aukið verður við veiðiheimildir útgerðarinnar með nýja bátnum og er gert ráð fyrir að þannig verði hægt að stunda útgerð bátsins allt árið en Gullhólminn hefur ekki haft aflaheimildir til að stunda veiðar nema hluta úr ári. Standa vonir til að vinnslurnar hér hafi þannig hráefni, sömuleiðis megnið af árinu. Gullhólminn er gott skip að sögn Sigurðar Ágústssonar framkvæmdastjóra agustson, en greinilegur áhugi er fyrir skipinu og er verið að vinna að sölumálum um þessar mundir.

 
 

06.01.2015 15:32

L´Accalmie II - Ný Cleopatra 40 til Frakklands

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Capbreton á Suð-vesturströnd Frakklands. Að útgerðinni stendur Julien Pinsolle sjómaður frá Capbreton sem jafnframt er skipstjóri á bátnum. 

Nýi báturinn hefur hlotið nafnið L’Accalmie II.  Báturinn er 17brúttótonn.  L’Accalmie II er af gerðinni Cleopatra 40, sem er ný útgáfa af hinum vinsæla Cleopatra 38 bát.

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT C13 tengd ZF325IV gír.

Siglingatæki eru frá Furuno.  Hann einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins. 

Báturinn er útbúinn til netaveiða.

Netaspil er frá Frakklandi.

Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.

Rými er fyrir 16stk 380lítra kör í lest.  Í vistarverum er svefnpláss fyrir þrjá til fjóra auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

 

Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Capbreton allt árið, báturinn hefur þegar hafið veiðar. 3- 4 menn verða í áhöfn.

L´Accalmie II BA 932 286. © Trefjar.is

 

 

 

04.01.2015 16:24

María Júlía

María Júlía BA 36 við bryggju á Tálknafirði. Það þarf ekki að hafa mörg orð um þennan bát svo samofin er skipasögu okkar.

151. María Júlía BA 36 ex bjsk. María Júlía. © Hreiðar Olgeirsson.

 

 

04.01.2015 16:07

Jón Júlí

Jón Júlí BA 157 við bryggju á Tálknafirði fyrir margt löngu síðan. Smíðaður á Fáskrúðsfirði 1955 og fékk nafnið Ingólfur SF 53. Mældist 39 brl. að stærð með Caterpillar 170 hestafla aðalvél. Eigandi Rafnkell Þorleifsson Hornafirði en báturinn var seldur til Eyrarbakka 1958. Fékk þá nafnið Faxi ÁR 25. Hét síðar Íslendingur II RE, Íslendingur II GK og  Jón Júlí HU. Seldur til Tálknafjarðar 1975. heimild: Íslens skip.  Báturinn var gerður út frá Tálknafirði þar til yfir lauk. En er enn til að ég best veit en ástandið dapurt.

 

610. Jón Júlí BA 157 ex Jón Júlí HU. © Hreiðar Olgeirsson.

04.01.2015 14:41

Andvari á ufsanót

Ég held ég hafi birt þessa áður en set hana samt inn. Aðeins búinn að hreinsa hana. Myndina tók Hreiðar Olgeirsson af Andvara frá Húsavík á veiðum með ufsanót.

278. Andvari ÞH 81 ex Baldvin Þorvaldsson EA. © Hreiðar Olgeirsson.

03.01.2015 12:39

Einn kemur þá annar fer

Einn kemur þá annar fer. Björg Jónsdóttir ÞH lætur úr höfn um leið og Guðrún Björg ÞH kemur til hafnar á Húsavík.

1508. Björg Jónsdóttir ÞH 321 - 462. Guðrún Björg ÞH 60. © Hafþór.

 

 

02.01.2015 13:19

Snari og Sólveig

 Snari ÞH 36 og Sólveig ÞH 226 koma að landi eftir róður að vorlagi. Sigurður Gunnarson átti Sólveigu og réri Heimir Bessason lengi með honum. Snara átti Óskar Axelsson á þessum tíma.  Held að myndin sé tekin um 1990.

Snari og Sólveig koma að landi. © Hafþór Hreiðarsson.

02.01.2015 13:06

Börkur

Börkur NK hinn nýji á stíminu í sankölluðu koppalogni.

2865. Börkur NK 122 ex Malene S. © Börkur Kjartansson.

 

 

 

01.01.2015 18:40

Keilir

Það er vel við hæfi að byrja árið með mynd bát leggja upp í nýja veiðiferð. Keili SI varð fyrir valinu og er hér leggja úr höfn á Húsavík. Tekin haustið 2003 að mig minnir.

1420. Keilir SI 145 ex Keilir GK. © Hafþór Hreiðarsson 2003.
  • 1
Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 1704
Gestir í gær: 116
Samtals flettingar: 9256318
Samtals gestir: 1995181
Tölur uppfærðar: 25.8.2019 01:05:07
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is