Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2014 Desember

10.12.2014 20:59

Börkur

Börkur NK á nótaveiðum. Myndina tók nafni hans Kjartansson vélstjori a Lundey NS. Börkur hét áður eins og menn muna Malene S. 

2865. Börkur NK 122 ex Malene S. © Börkur Kjartansson 2014.

 

 

09.12.2014 22:07

Víkingur verður á dagatali Skipamynda 2015

Ég ætla bara slengja því fram að þessi mynd af Víkingi AK prýðir dagatal Skipamynda árið 2015. Og það strax í janúar. Myndina tók Börkur Kjartansson. Víkingur er elsti báturinn sem verður á dagatalinu en sá yngsti og stærsti kom í flotann á þessu ári.

Áhugasamir geta pantað dagatalið á korri@internet.is eða í einkaskilaboðum hér á Fésbókinni. Verðið er hið sama og í fyrra, 3000 kr.-

220. Víkingur AK 100. © Börkur Kjartansson 2012.

 

06.12.2014 12:24

Akureyrin

Hér kemur mynd sem ég held að ég hafi ekki birt áður. Þarna er frystitogarinn Akureyrin EA í Húsavíkurhöfn. Sennilega í eina skiptið sem hún kom hingað og ekki veit ég erindið. En ef ég man rétt, sjálfur var ég á sjó og pabbi tók myndina, tók togarann niðri þarna í höfninni og gæti það vel verið miðað við kallana fram á.

 

1369. Akureyrin EA 10 ex Guðsteinn GK. © Hreiðar Olgeirsson.

04.12.2014 22:31

Donna Wood

Donna Wood heitir þessi kútter sem ég myndaði í Nýhöfn í fyrra. Smíðaður 1918 í Fåborg og var vitaskip áður því var breytt í seglskip um 1970.

Donna Wood. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

 

 

03.12.2014 21:35

Dagatalið fer senn í prentun

Þá fer dagatal Skipamynda að fara í vinnslu hvað úr hverju en ég er þó ekki alveg búinn að velja myndirnar á það. Reikna með að vera svolítið heimakær í ár og nokkrir bátar af mínum slóðum munu prýða það. Eins verða fleiri eldri myndir á því, mér sýnist það falla áhugasömum vel í geð. Samt verða þarna nýjar myndir og m.a. af einu nýjasta og glæsilegasta skipi flotans í dag. 

Áhugasamir geta pantað dagatlið á korri@internet.is en verðið er hið sama og í fyrra, 3000 kr.-

1207. Geiri Péturs ÞH 344. © Hreiðar Olgeirsson 1982.
Flettingar í dag: 491
Gestir í dag: 133
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396827
Samtals gestir: 2007668
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 20:40:10
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is