Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2014 Desember

31.12.2014 13:20

Nýárskveðja

Við Húsavíkurhöfn að kveldi 30. desember 2014. © Hafþór Hreiðarsson.

31.12.2014 12:48

Benni

Benni ÞH í kvöldkyrrðinni í gærkveldi prýddur jólaljósum. 

1650. Benni ÞH 70 ex Þingey ÞH. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

31.12.2014 12:35

Geiri Péturs

Hér kemur Geiri Péturs, sá þriðji í röðinni, til heimahafnar í fyrsta skipti. áður Skúmur ÍS en GK upphaflega. Seldur til Noregs.

1872. Geiri Péturs ÞH 344 ex Skúmur ÍS. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

30.12.2014 14:24

Þorsteinn

Þorsteinn ÞH hét upphaflega Helga II RE og var smíðuð í Ulsteinvik 1988. Síðar Þorsteinn EA, var lengdur allverulega undir þeirri skráningu, og síðan ÞH. Er undir grænlensku flaggi í dag og heitir Tuneq.

1903. Þorsteinn ÞH 360 ex Þorsteinn EA. © Börkur Kjartansson.

 

 

30.12.2014 01:19

Á þriðja í jólum

Tók þessa mynd við Húsavíkurhöfn á þriðja í jólum. Var að mynda selkópsræfil sem var í rampinum framundan Hvalasafninu og tók þessa þá. Svavar og Sævaldur í forgrunni.

Við Húsavíkurhöfn 27. desember 2014. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

29.12.2014 16:12

Álsey

Álsey VE á loðnumiðunum en skipið var smíðað í Flekkefjord í Noregi 1987. Keypt til landsins 2007 og hét þá Delta H. 

2772. Álsey VE 2 ex Delta H. © Börkur Kjartansson.

 

 

29.12.2014 16:01

Guðmundur

Guðmundur VE hét áður Grindvíkingur og hefur þó nokkuð tognað úr honum frá því hann var keyptur til landsins. En það var árið 2003 er Hardhaus hinn norski varð Grindvíkingur. Í dag er hann undir grænlensku flaggi og heitir Tasilaq.

2600. Guðmundur VE 29 ex Grindvíkingur GK. © Börkur Kjartansson.

 

 

 

29.12.2014 15:57

Heimaey

Heimaey VE 1 sullast þarna áfram í brælu á mynd Barkar frá Hraunkoti. Skipið var smíðað í Chile og afhent Ísfélaginu 2012. 

2812. Heimaey VE 1. © Börkur Kjartansson.

 

 

29.12.2014 15:42

Ásgrímur Halldórsson

Ásgrímur Halldórsson SF á miðunum, myndina tók Börkur Kjartansson á Lundey NS. Ásgrímur Halldórssom hét áður Lunar Bow og var smíðaður hjá Simekskipasmíðastöðinni í Noregi árið 2000 fyrir Lunar Fishing í Skotlandi. Skipið var keypt til íslands 2008. 

 

2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250 ex Lunar Bow. © Börkur Kjartansson.

 

 

 

 

26.12.2014 13:14

Skötuveisla að venju hjá Adda

Kl. 12:00 á Þorláksmessudag var mæting í skötuveisluna hjá Adda stýssa og við feðgar mættum á slaginu enda tilhlökkunin fyrir siginfiskinum mikil :)

Veislan var að venju í verbúð Adda í gamla frystihúsi K. Þ  sem nú hýsir hvalasafnið og vel var mætt. Aldursforsetinn Siggi stýssi lét sig þó vanta þar sem hann og Hlín dvelja í Reykjavík þessi jólin

Veitingarnar voru glæsilegar, skatan að vestan, siginfiskurinn (sem Addi verkaði sjálfur), síldin að austan og rúgbrauðið bakaði dóttir Adda, Svava. Öllu þessu var gerð góð skil undir skemmtilegum sögum til sjávar og sveita. Takk fyrir mig Addi.

Addi að veiða skötuna upp úr pottinum.

 

Stjáni Össa er vel liðtækur í eldhúsinu.

 

Einar Magnúsar og Siddi Sigurbjörns fá sér á diskinn.

 

Þorgrímur Alla og Addi gestgjafi.

 

Svavar Cesar og Árni Logi.

 

Siddi Sigurbjörns og Hreiðar Olgeirs.

 

Stjáni, Einar og Svabbi.

 

Addi og Alli Bjarna.

 

Árni Logi og Siddi Sigurbjörns.

 

Vestfirðingurinn sagði skötuna mega vera sterkari.

 

Þá var komið að sögustund hjá Lojaranum...

Og menn hlýddu á. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

24.12.2014 12:20

Gleðileg jól

Óska síðulesurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þakka innlitin og önnur samskipti á árinu sem er að líða. 

7158. Sæunn ÞH 22 prýdd jólaljósum í Húsavíkurhöfn. © Hafþór 2014.

 

 

14.12.2014 14:22

Geiri Péturs

Hér kemur Geiri Péturs ÞH, sá annar í röðinni af fimm, til hafnar á Húsavík. Keyptur til landsins 1987 frá Noregi þar sem hann bar nafnið Rosvik. Smíðaður 1984 í Aas skipasmíðastöðinni í Vestnes. Seldur aftur til Noregs 1995 og eftir því sem fréttir herma er hann farinn í pottinn.

1825. Geiri Péturs ÞH 344 ex Rosvik. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

12.12.2014 23:36

Í Krossanesi

Hér kemur ein gömul sem sýnir loðnubátana Þórð Jónasson EA og Bjarna Ólafsson AK við bryggju í Krossanesi. Mig minnir að annar hvor hafi dregi hinn að landi vegna bilunar. 

Í Krossanesi. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

12.12.2014 09:41

Faxi

Faxi RE að dæla á miðunum. Upphaflega Jón Finnsson RE 506 smíðaður í Póllandi 1987 en lengdur árið 2000. Hét Hersir ÁR og síðan Kap VE áður HB Grandi keypti hann og gaf honum Faxanafnið.

1742. Faxi RE 9 ex Kap VE. © Börkur Kjartansson 2014.

 

 

11.12.2014 14:47

Árni ÞH verður á dagatali Skipamynda 2015

Árni ÞH 127 verður á dagatali Skipamynda 2015 líkt og Víkingur AK 100 sem ég upplýsti á dögunum að yrði þar. Árni  er enn í drift, ári yngri en Víkingur.

Áhugasamir geta pantað dagatalið á korri@internet.is og verðið er 3000 kr. líkt og í fyrra.

5493. Árni ÞH 127. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

Flettingar í dag: 485
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9394410
Samtals gestir: 2007267
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 13:24:28
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is