Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2014 Nóvember

30.11.2014 21:23

Benni Sæm

Skipasmíðastöð Njarðvíkur hefur nýlokið við að lengja dragnótabátinn Benna Sæm GK sem er í eigu Nesfisks. Og meira en það, þeir styttu hann líka, lengdur í miðju um þrjá metra en skorið 50 cm. af stefninu. Þetta er gert til að hann passi i einhver fiskveiðihólf. Kalli Óskars sendi mér þessar myndir sem hann tók þegar Benni Sæm var kominn á flot og Auðunn að koma honum að bryggju með aðstoð Sigga Bjarna GK sem fer nú í samskonar breytingar.

2430. Benni Sæm GK 26 - 2454. Siggi Bjarna GK 5. © KEÓ 2014.

 

 

 

 
 

 

 

 

 

29.11.2014 21:25

Helga II

Það er spurning hvort ég hafi birt þessa áður, hlýtur að vera. En þetta er Helga II RE 373 á siglingu á rækjumiðunum fyrir Norðurlandi. Þarna er hún nokkuð nýlega komin í flotann. Smíðuð í Ulsteinvik 1988 fyrir Ingimund hf. í Reykjavík. Hét síðan Þorsteinn EA og ÞH áður en grænlensku nafni var komið á hann ekki fyrir svo löngu síðan.

1903. Helga II RE 373.© Hafþór Hreiðarsson.

 

 

27.11.2014 22:11

Náttfari

Við Húsavíkurhöfn síðdegis í dag. Náttfari speglast í höfninni í veðurblíðunni.

Við Húsavíkurhöfn 27 nóvember 2014. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

26.11.2014 21:37

Kristey

Kristey ÞH 25 hét upphaflega Kristbjörg ÞH 44. Síðar Atlanúpur ÞH 270  en heitir Keilir SI 145 í dag, áður GK 145. Smíðaður í Skipavík 1975.

1420. Kristey ÞH 25 ex Kristbjörg ÞH 44. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

 

 

 

23.11.2014 16:32

Náttfari

Hér er Náttfari að koma að landi í nóvembersólinni í dag.

993. Náttfari ex Byrefjell. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

23.11.2014 12:32

Ruth

Áki Hauksson tók þessa mynd í Måløy og sýnir hún danska uppsjávarskipið Ruth landa síld. Áki segir í texta með myndinni sem hann birti á Fésbókarsíðu sinni: 

Skipið er 69-metra langt, 14-metra breitt og ristir 7-metra. Skipið var smíðað af norsku skipasmíðastöðinni Fitjar Mekaniske Verksted AS fyrir Ruth Rederiet Hirtshals, Denmark árið 2003, nýsmíði nr 26. Aðalvélin er Wärtsilä 6200 hestöfl, ljósavélarnar eru tvær frá Mitsubishi hvor um sig 850Kw samtals því 1,7Mw, hef trú á því að það sé ásrafall um borð c.a 2Mw og ætti því að vera um 4Mw heildar rafmagnsframleiðsla um borð. Skipið nær 17 mílna hraða, lestin er 2020 rúmmetrar með RSW tönkum.

 

Ruth HG 264. © Áki Hauksson 2014.

 

 

22.11.2014 18:20

Kristbjörg

Í gær var ég með mynd af Eyborginni gömlu í sleðanum hjá Slippstöðinni á Akureyri en í dag er það Kristbjörgin sem er í sleðanum. Á niðurleið líka svona fallega rauð.

1009. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristbjörg II ÞH. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

22.11.2014 17:29

Arnar

Arnar ÓF 3 við bryggju á Ólafsfirði fyrir 25 - 30 árum eða svo. Upphaflega Orri EA 101, smíðaður á Akureyri 1962. Síðar Arnar EA 101 frá árinu 1968 og frá árinu 1972 ÓF 3. Eftir að hann var seldur frá Ólafsfirði hét hann Njörður EA 151. Mig minnir að Hafsteinn skútukappi hafi síðan eignast hann og farið á honum til Noregs. En kannski er það bara vitleysa hjá mér.

714. Arnar ÓF 3 ex Arnar EA 101. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

 

21.11.2014 00:37

Eyborg

Hér er Eyborgin í dráttarbrautinni hjá Slippstöðinni á Akureyri. Upphaflega Vattarnes SU og síðar Björg NK.

217. Eyborg EA 59  ex Sæunn Sæmundsdóttir ÁR 60. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

18.11.2014 22:20

Slippur í Skipavík

Þessi mynd var tekin um síðustu aldamót í Stykkishólmi og sýnir þrjá báta í slipp í Skipavík. Næstur er María Júlía BA, Haukaberg SH í miðið og Sveinbjörn Jakobsson SH fjær. Ég skrifa um aldamótin og miða ég þá við að á mynd sem ég tók sama dag var Grettir SH við bryggju og hann km úr endurbyggingunni 1999.

Í slipp í Skipavík. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

14.11.2014 20:00

Bátar á legu um 1950

Þessa mynd fékk ég að láni hjá Menningarmiðstöð Þingeyinga og sýnir hún báta á legunni á Húsavík um 1950. Í forgrunni eru Hagbarður TH 1 og Smári TH 59.

Bátar á legunni í Húsavikurhöfn. © Menningarmiðstöð Þingeyinga.

12.11.2014 17:23

Research LK 62

Áki Hauksson myndaði þetta fallega skip í dag við bryggju í Måløy en það heitir RESEARCH LK 62. Áki skrifar á fésbókarsíðu sinni að skrokkur skipsins hafi verið byggður í Gdansk. Annað var klárað í Noregi af skipasmíðastöðinni Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk AS árið 2003. Byggður 70,7m. en var lengdur um 7,8 metra í Måløy fyrir nokkru og er því 78,5m í dag, breiddin er 14,4m og ristir 7,7m. Aðalvélin er Wärtsilä 10299 hestöfl, skipið var afhent nýjum eigendum árið 2003. Heimahöfn er Leirvík á Shetlandseyjum og er skipið stærsta veiðiskip skota.

Research LK 62. © Áki Hauksson 2014.

 

 

 

 

11.11.2014 21:42

Hákon

Hákon ÞH í loðnulöndun í Krossanesi. Upphaflega Heimir SU. 

1059. Hákon ÞH 250 ex Heimir SU. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

09.11.2014 17:50

Hrafn Sveinbjarnarson III

Hrafn Sveinbjarnarson III við bryggju í Grindavík eftir að hafa lokið síldveiðum. Held að þessi mynd sé tekin 1986 en það getur skeikað einu ári til eða frá. Smíðaður í Noregi 1963, nanar tiltekið í Ulsteinsvik. Strandaði á Hópsnesi í febrúar 1988 þar sem báturinn eyðilagðist. Mannbjörg varð.

103. Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

09.11.2014 10:23

Guðrún

Guðrún GK 37 við bryggju í Hafnarfirði. Fallegur bátur Guðrún sem smíðurð var í Brattavogi fyrir Ásar hf. í Hafnarfirði. Hét sama nafninu alla tíð en varð VE 122 eftir að hún var seld til Vestmannaeyja 1989. Síðar seld til Noregs.

243. Guðrún GK 37. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 9254637
Samtals gestir: 1995063
Tölur uppfærðar: 24.8.2019 01:05:55
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is