Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2014 Október

26.10.2014 14:38

Asbjörn Selsbane

Hér kemur mynd Áka Hauks í Maloy af Ásbirni Selbane og eftirfgarandi texta skrifaði hann við myndina á Fésbókarsíðu sinni:

Þetta gullfallega uppsjávarskip liggur hérna við bryggju, það heitir Asbjørn Selsbane eftir Norskum víkingi. Skipið var afhent nýjum eigendum 19 September 2013, vélin er 3500 hestafla MAK Ljósavélarnar eru þrjár og geta rafalarnir framleidd 500Kw hver auk þess er 1.400Kw ásrafall við aðalvél. Samtals því um 2,9Mw rafmagnsframleiðsla um borð eða u.þ.b það sem Húsavík tekur.

Hliðarskrúfurnar eru tvær 500Kw hvor eða 1380 Hestöfl samtals. Lengdin er 55m, breiddin er 12,8m, nær 15 mílna hraða er með RSW tönkum og MMC vacum-dælum, stýrisvélin er Tendfjord. 12 manna áhöfn er um borð. Skipið var hannað og byggt hér í Noregi.

 

LDGP. Asbjörn Selsbane T-42-T. © Áki Hauksson 2014.

 

 

22.10.2014 15:38

Kremmervik

Áki Hauksson rafvirkjameistari starfar í Noregi nú um stundir, nánar tiltekið í Malöy.  Hann er duglegur að taka myndir og tók hann þessa mynd í dag af uppsjávarveiðiskipinu Kremmervik frá Bergen. Skipið hét áður Abelone Mögster og var smíðað árið 2012. Það er 42.8 m. að lengd og breiddin er 12 metrar. Aðalvélin er 2000 hestafla Yanmar.

3YMI. Kremmervik ex Abelone Mögster H-15-AV. © Áki Hauksson 2014.

 

 

 

21.10.2014 14:26

Há sjávarstaða

Samfara hvössum vindi var há sjávarstaða í Húsavíkurhöfn í morgun. Þessa mynd tók ég upp úr kl. 10 og sýnir hún báta við trébryggjuna. Allir íslensk smíði, Tjaldur II smíðaður á Fáskrúðsfirði, Máni á Seyðisfirði og Faldur í Vestmannaeyjum.

Bátar við bryggju á Húsavík. © Hafþór Hreiðarsson 21. október 2014.

 

 

20.10.2014 21:37

Hafborg

Hérna kemur Hafborgin að landi á Húsavík um tvöleytið í dag. Þá var farið að bræla á Skjálfanda en kallarnir höfðu verið að snurrast og fengið gott skarkolahal.

2323. Hafborg EA 152 ex Stapavík AK. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

18.10.2014 12:15

Eyrún

Eyrún ÁR 66 í Hafnarfjarðarhöfn, liggur utan á Maríu Júlíu BA 36. Þarna er verið að fara setja á bátinn hvalbakinn, amk. vantar frammastrið.  Ártalið er ég ekki með á hreinu en gæti verið c.a 1985-6. Upphaflega Eyrún EA 157, smíðuð í Slippstöðinni 1973 fyrir Hríseyinga. Sæljós GK í dag.

1315. Eyrún ÁR 66 ex Eyrún GK. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

 

 

18.10.2014 11:58

Sigurður Bjarnason

Sigurður Bjarnason GK 100 í Sandgerðishöfn. Fyrir innan eru Geir Goði GK 220 og Mummi GK 120. Sigurður Bjarnason var smíðaður í Noregi 1959 og hét upphaflega Guðrún Þorkelsdóttir SU 211. Lengdur 1966.

68. Sigurður Bjarnason GK 100 ex kristinn ÓF. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

15.10.2014 21:57

Húsavíkurhöfn í kvöld

Tók þessa mynd við höfnina í kvöld. Hera í forgrunni.

67. Hera ÞH 60 ex Óli Hall HU. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

13.10.2014 14:38

Sæborg - Gunnar Halldórs

Þá er sögu Sæborgarinnar sem fiskibáts að ljúka en hún var smíðuð hjá Gunnlaugi og Trausta 1977 fyrir húsvíkinga. Báturinn heitir Gunnar Halldórsson ÍS í dag en hann var nýlega seldur suður til Reykjavíkur. Þar hefur nú verið hafist handa við að rífa allt af honum sem tengist fiskveiðum og meira að segja hvalbaknum ógurlega sem settur var á bátinn þegar hann hét Eyvindur KE.  Samkvæmt því sem lesa hefur mátt á Fésbókarsíðunni á að breyta bátnum í sjóstangveiðibát. Hvort það sé akkúrat rétt kemur í ljós en ég tók efstu myndina á Skjálfanda þar sem Sæborgin var á dragnótaveiðum. Hinar tvær tók Jón Páll stýrimaður um helgina.

1475. Sæborg ÞH 55. © Hafþór Hreiðarsson 1986.

 

        1475. Gunnar Halldórs ÍS 45 ex Sæborg ÞH. © Jón Páll Ásgeirsson 2014.

 

            1475. Gunnar Halldórs ÍS 45. © Jón Páll Ásgeirsson 12. október 2014.

 

 

 

 

 

 

12.10.2014 22:36

Dagatalið

Þá er maður farinn að huga að næsta dagatali en sl. fimm ár hef ég gefið út dagatal Skipamynda með myndum af skipum og bátum. Er kominn með fjórar myndir en eins og áður reyni ég að blanda þessi eitthva, bæði gamlar og nýjar myndir og eins fæ ég myndir lánaðar frá öðrum, svona eina eða tvær myndir. Og það er nokkuð ljóst að félagi Alfons mun eiga mynd á dagatalinu 2015.

Eru menn með einhverja óskabáta ?

Hér er forsíðan af dagatalinu 2014. 

Eins og áður er hægt að panta dagatalið á korri@internet.is og verðið er á svipuðum nótum og í fyrra. Þá kostaði það 3000 kr.

 

 

12.10.2014 22:22

Hildur og Opal

Skonnorturnar Hildur og Opal eru í slipp á Húsavík eins og áður hefur komið fram á síðunni.

 Á heimasíðu Norðursiglingar segir m.a. 

Hildur fær hefðbundna vetraryfirhalningu með málningar- og lakkvinnu auk þess sem segl og vél verða yfirfarin.

 

Opal verður tekinn til töluverðra breytinga í vélarrúmi og skrúfu þar sem vélinni verður breytt í rafmagnsmótor með “regenerative hybrid propulsion” kerfi og rafgeymum. Með þessu getur Norðursigling boðið uppá hvalaskoðun án þess að jarðefnaeldsneyti sé notað – skipið verður eingöngu drifið áfram með endurnýjanlegum orkugjöfum.

 

Rafgeymarnir verða hlaðnir þegar skipið er í höfn með rafmagni úr landi en þegar siglt er undir seglum hlaðast þeir með raforku sem verður til við snúning skrúfunnar, með vindorku eða ef nauðsyn krefur, með rafstöð um borð.

Þetta eru spennandi tímar þar sem þetta frumkvöðlaverkefni sem Norðursigling hefur verið í fararbroddi með fleiri aðilum, verður að veruleika eftir áralangar rannsóknir, tilraunir og mikla hönnunarvinnu.

 

Það verður spennandi að bjóða uppá hvalaskoðun með umhverfisvænni orku árið 2015! Fyrir nánari upplýsingar, kíkið á: http://www.nordursigling.is/umhverfisvaen-orka-2015/

 

Skonnorturnar Hildur og Opal i slipp á Húsavík. © Hafþór 10. okt. 2014.

 

 

12.10.2014 12:38

Sæljós

Sæljós ÁR 11 kemur að landi í Sandgerði. Smíðaður í Danmörku 1956. Í Nyköbing á eyjunni Mors í Limafirði og hét upphaflega og lengst af Grundfirðingur II SH. 

467. Sæljós ÁR 11 ex Sverrir Bjarnfinns ÁR. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

11.10.2014 22:32

Björg Jónsdóttir II

Björg Jónsdóttir II ÞH 320 á siglingu á Skjálfanda í tilefni Sjómannadagsins, upphaflega Dagfari ÞH 40.

973. Björg Jónsdóttir II ÞH 320 ex BJörg Jónsdóttir ÞH. © Hafþór.

 

 

09.10.2014 23:00

Keilir

Keilir SI að leggja í róður eftir brælu. Þegar þetta var var Kalli Geirs, sem síðar átti Sæborgina, með bátinn á leigu.

1420. Keilir SI 145 ex Keilir GK. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

09.10.2014 22:43

Jóhanna

Jóhanna ÁR kemur að landi í Þorlákshöfn. Myndaskráin segir að myndin sé tekin þann 1. mars 2001 kl. 16:29. Smíðaður í Garðahreppi 1967 og hét upphaflega Hafdís SU. Enginn þriggja bátanna sem eru við bryggjuna í baksýn eru enn í flotanum. Aron sökk en Jón á Hofi og Sæberg fóru í pottinn.

1043. Jóhanna ÁR 206 ex Akurey SF. © Hafþór Hreiðarsson 2001.

 

 

09.10.2014 22:35

Stjörnutindur

Stjörnutindur SU við Torfunesbryggjuna, Kristín GK í dag.

972. Stjörnutindur SU 159 ex Pétur Ingi KE. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 9254637
Samtals gestir: 1995063
Tölur uppfærðar: 24.8.2019 01:05:55
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is