Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Færslur: 2014 September29.09.2014 18:05Við höfnina í dagTók þessa við höfnina um miðjan daginn, í suðri má sjá móðuna frá Holuhrauni. Fjórir eikarbátar sjást á myndinni, þrír smíðaðir á Akureyri.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 28.09.2014 18:12JónínaHef nú birt þessa mynd Sigúsar Hilmis Jónssonar af Jónínu ÍS áður en báturinn var til umræðu á Fésbókinni í dag þannig að ég birti myndina aftur til gamans.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 28.09.2014 16:01Imaq FiskImaq Fisk heitir báturinn á myndinni en fékk skömmu síðar nafnið Skotta HF 172, árið er 1991. Keyptur frá Grænlandi en smíðaður í Noregi 1986. Fékk síðar einkennisstafina KE 45. Þá varð hann Eldborg RE og svo SH áður hann var seldur úr landi 1997. Heitir Polarhav í dag og er í norska fiskiskipaflotanum.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 28.09.2014 12:59GulltoppurGulltoppur ÁR 321 rennir hér inn í höfnina hans Þorláks á vetrarvertíðinni árið 2005. Smíðaður í Þýskalandi 1961 og hét Árni Þorkelsson KE í upphafi. Heitir Happasæll KE í dag.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 28.09.2014 12:54HólmsteinnHólmsteinn GK 20 kemur að landi eftir róður á vetrarvertíð 2005.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 28.09.2014 12:44EyrúnEyrún ÁR 66 lætur úr höfn í Þorlákshöfn. Árið er 2005 en báturinn var í íslenska flotanum árin 2000-2006. Smíðaður 1989 í Skotlandi.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 27.09.2014 12:10LandlegaLandlega haustið 1989 að ég held. Bræla á miðunum og rækjubátarnir komu til hafnar á Húsavík. Auk heimabáta má sjá þarna Styrmi VE 82 og Hafdísi ÍS 25.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 27.09.2014 11:53SkálafellSkálafell ÁR að koma til hafnar í Reykjavík. Upphaflega Hoffell SU og var smíðaður í Noregi 1959.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 27.09.2014 11:50FaldurHvalaskoðunarbáturinn Faldur er þarna á sínum fyrstu árum í þeim bransa ef ekki bara fyrsta.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 26.09.2014 21:02ÞorsteinnÞorsteinn GK 16 hét upphaflega Torfi Halldórsson ÍS og var smíðaður á Ísafirði 1971. Síðar Tjaldur SH 270 og Svanur SH 111 áður en hann fékk Þorsteinsnafnið.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 26.09.2014 19:43FossáFossá ÞH, kúffiskveiðiskip sem var í eigua Þórshafnarbúa, leggur hér að bryggju á Húsavík.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 26.09.2014 14:27Þorsteinn GíslasonÞorsteinn Gíslason GK 2 var einn af þeim bátum sem maður myndaði oft þegar farið var í Grindavík til að mynda. Upphaflega Árni Geir KE en heitir Jökull SK í dag.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 26.09.2014 14:16Við höfnina á SauðárkrókiÞessa mynd tók ég fyrir allmörgum árum við höfnina á Sauðárkróki. Tvö af þessum stærri skipum eru enn í útgerð, þ.e.a.s Röstin og Klakkur.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 26.09.2014 13:55VenusSkuttogarinn Venus HF 519 lætur úr höfn í Reykjavík í fylgd dráttarbáts sem hafði aðstoðað hann við manúeringar við brottför.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson 26.09.2014 13:42ÖrnÖrni KE 13 við bryggju í Krossanesi. Smíðaður í Noregi og bar fyrst einkennisstafina RE og númerið 1.
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson Flettingar í dag: 485 Gestir í dag: 86 Flettingar í gær: 694 Gestir í gær: 121 Samtals flettingar: 9394410 Samtals gestir: 2007267 Tölur uppfærðar: 6.12.2019 13:24:28 |
Eldra efni
clockhere Tenglar
Um mig Nafn: Hafþór HreiðarssonFarsími: 8956744Tölvupóstfang: korri@internet.isHeimilisfang: Sólbrekka 29Staðsetning: HúsavíkHeimasími: 4642030Önnur vefsíða: www.640.is |
© 2019 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is