Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2014 Ágúst

31.08.2014 16:54

Aldey

Hef birt þessa mynd áður en er búinn að hreinsa hana betur af rykblettum. Aldey ÞH að koma til hafnar á Húsavík. Áður Stokksey ÁR en upphaflega Surtsey VE smíðaður á Akureyri 1972. Seldur úr landi.

1245. Aldey ÞH 110 ex Stokksey ÁR. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

31.08.2014 15:13

Björg Jónsdóttir

Björg Jónsdóttir ÞH siglir hér á síldarmiðunum fram hjá okkur á Geira Péturs ÞH. Bátarnir eru nefndir eftir hjónunum Björgu Jónsdóttur og Sigurgeir Péturssyni sem voru langamma mína og langafi.

263. Björg Jónsdóttir ÞH 321 ex Gandí VE. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

31.08.2014 14:54

Húni

Húni HU að koma til löndunar á Húsavík sumarið 1993. 

1102. Húni HU 62 ex Ásver. © Hafþór Hreiðarsson 1993.

 

 

31.08.2014 14:47

Eyborg

Eyborgin að koma til hafnar á Húsavík og þarna var Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á henni. Og fiskaði vel á rækjunni. 

2190. Eyborg EA 59. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

31.08.2014 13:29

Garðar

Hvalaskoðunarskipið Garðar kemur að landi nú í hádeginu.

260. Garðar ex Sveinbjörn Jakobsson. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

31.08.2014 11:58

Ási

Ási ÞH 19 sem var í eigu Sigurðar Kristjánssonar. Keypti hann úr Hrísey og ef ég man rétt nefndi hann bátinn eftir fyrrum eiganda. Báturinn hét Þorfinnur EA 120. Smíður á Akureyri 1955 og hét upphaflega Ófeigur EA 17. Síðar Sigurvon SK 8, Þorfinnur EA 120 og loks Ási ÞH 19. Hvað varð um hann eftir að Siggiv fékk Vonina veit ég ekki. En kemst að því.

755. Ási ÞH 19 ex Þorfinnur EA.  © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

27.08.2014 14:41

Börkur er tóbakslaus

Þegar Síldarvinnslan festi kaup á Berki NK í febrúarmánuði sl. var tekin ákvörðun um að ekki yrði reykt um borð í skipinu.

Á heimasíðu fyrirtækisins segir að nokkrir í áhöfninni hafi þurft að taka sig á og hætta reykingum og notkun nef- og munntóbaks er ekki til staðar hjá áhöfninni. Börkur er því laus við alla tóbaksnotkun og mættu ýmsar aðrar áhafnir taka sér það til fyrirmyndar.  

Að sögn Hjörvars Hjálmarssonar skipstjóra var sérstakt reykherbergi í skipinu þegar það var keypt frá Noregi en það hefur ekki verið notað eftir að Síldarvinnslan eignaðist það. Hjörvar segir eftirfarandi um hvarf tóbaksins úr lífi áhafnarinnar:“ Að mínu mati skiptir þetta miklu máli og þarna fengu þeir fáu sem reyktu gullið tækifæri til að hætta. Þeir gerðu það og sem betur fer hófst ekki notkun á nef- og munntóbaki í staðinn. Þetta er þáttur í því að gera umhverfið um borð sem heilsusamlegast og öll umgengni um skip stórbatnar þegar tóbaksnotkun heyrir sögunni til. Menn losna við reykingalyktina og staðreyndin er sú að allri tóbaksnotkun fylgir mikill sóðasakpur. Ég hef engan heyrt kvarta um borð yfir hvarfi tóbaksins, þvert á móti held ég að allir séu ánægðir með að vera lausir við þennan ófögnuð.“

 

2865. Börkur NK 122. © Börkur Kjartansson 2014.

 

 

26.08.2014 17:35

Jóhanna Gísladóttir landaði 11 túnfiskum

Það gerist ekki á hverjum degi að túnfiski sé landað á Íslandi en í morgun kom Jóhanna Gísladóttir GK 557 úr tæplega fjögura daga róðri sem farinn var sérstaklega í þeim tilgangi að veiða túnfisk. 

Um tilraunaverkefni var að ræða hjá Vísi en túnfisks verður reglulega vart sem meðafla hjá íslenskum skipum og japönsk skip hafa verið reglulega á túnfiskveiðum undanfarin ár, rétt utan við fiskveiðilögsögu okkar Íslendinga.

Lesa meira á grindavik.is

 

Túnfiskur sem veiddur var á Jóhönnu Gísladóttur. © grindavik.is

 

 

24.08.2014 21:59

Fanney

Hvalaskoðunarbáturinn Fanney leggur úr höfn og strandveiðibátarnir að koma að landi. Tekið í lok strandveiðanna þetta árið.

1445. Fanney. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

16.08.2014 12:39

Skutull

Á þessari mynd Birgis Mikalessonar er rækjutogarinn Skutull að toga á Dornbanka, á síðustu öld. Eldborg í dag.

1383. Skutull ÍS 180 ex Hafþór. © Birgir Mikaelsson.

16.08.2014 12:35

Kristbjörg

Kristbjörgin svona líka fallega rauð. Nýmáluð á Eyjafirðinum í den. Röst SK í dag.

1009. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristbjörg II. © Hafþór Hreiðarsson.

16.08.2014 12:10

Sigurður VE landar fyrsta farmi á Þórshöfn

Hið nýja skip Ísfélags Vestmannaeyja,  Sigurður VE 15, kom að landi í fyrsta skipti  á Þórshöfn í gærkveldi og býðst heimamönnum að skoða skipið og þiggja léttar veitngar á milli kl. 11-14 í dag. Sigurður var með 350 tonn af makríl en meðfylgjandi myndir af þessu glæsilega skipi tók Gréta Bergrún Jóhannesdóttir og kann ég henni bestu þakkir fyrir að fá að birta þær hér.

2883. Sigurður VE 15. © Gréta Bergrún Jóhannesdóttir 2014.

 

                         2883. Sigurður VE 15. © Gréta Bergrún Jóhannesdóttir 2014.

 

                         2883. Sigurður VE 15. © Gréta Bergrún Jóhannesdóttir 2014.

 

                         2883. Sigurður VE 15. © Gréta Bergrún Jóhannesdóttir 2014.

 

                         2883. Sigurður VE 15. © Gréta Bergrún Jóhannesdóttir 2014.

 

2883. Sigurður VE 15. © Gréta Bergrún Jóhannesdóttir 2014.

 

 

 

 

15.08.2014 21:35

Auður Vésteins og Gísli Súrsson

Útgerðarfélagið Einhamar ehf í Grindavík hefur fengið afhenta tvo nýja yfirbyggða Cleopatra 50 beitningavélarbáta frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Framkvæmdastjóri Einhamars er Stefán Kristjánsson.

Nýju bátarnir heita Gísli Súrsson GK 8 og Auður Vesteins SU 88.  Bátarnir eru 15metrar á lengd og mælast 30brúttótonn.

Bátarnir eru gerðir út á krókaaflamarki.  Rýmkun stærðarmarka í krókafalmarkskerfinu á sumarþing 2013 gerðu kleift að fjárfesta 30tonna bátum ólíkt 15tonnum sem voru eldri viðmið.  Bátarnir munu leysa af hólmi eldri Cleopatra 38 báta hjá útgerðinni sem byggðir voru á arunum 2003 og 2006.

Haraldur Björn Björnsson verður skipstjóri á Gísla Súrssyni og Haukur Einarsson skipstjóri á Auði Vésteins

Óskar Sveinsson er útgerðastjóri bátanna.

 

Aðalvél bátanna er af gerðinni Doosan 4V222TI 880hö (22L) tengd frístandandi ZF 665 V-gír.

Rafstöð er af gerðinni Broadcrown 100hö frá Aflhlutum.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC og Raymarine frá Sónar ehf.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til línuveiða.  Beitningavél, rekkakerfi og línuspil er frá Mustad í Noregi.

Fullkomið blóðgunar og kælikerfi er á millidekki frá 3X Stál.

Ísvél og forkælir er frá Kælingu ehf.

Löndunarkrani á er af gerðinni TMP frá Ásafli ehf.

 

Lífbátar og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

 

Rými er fyrir allt að 41stk 460lítra kör í lest.  Millidekk er lokað með aðgreindu dráttarrými.  Í bátnum er upphituð stakkageymsla.  Stór borðsalur er í brúnni.  Svefnpláss er fyrir fimm í lúkar auk fullkominnar eldunaraðstöðu með eldavél, bakarofni, örbylgjuofn, ísskáp og uppþvottavél.

Báturinn er útbúinn til lengri útiveru ef þarf og aðbúnaður um borð fyrir áhöfn í takt við það.2888. Auður Vésteins SU 88 - 2878. Gísli Súrsson GK 8. © trefjar.is

14.08.2014 21:28

Eyrún

Strandveiðibáturinn Eyrún á landleið í gærkveldi. Síðasti dagur strandveiðanna á þessu svæði  (C) þetta árið. Eyrún hét áður Guðfinna VE.

7449. Eyrún ÞH 2 ex Guðfinna. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

12.08.2014 21:58

Sæþór

Þessi hefu rörugglega birst áður en hvað um það, hún kemur hér aftur. Þetta er Sæþór EA á netaveiðum hér fyrir norðan. Þarna voru þeir G.Benmenn til þess að gera  nýbúnir að kaupa hann ef ég man rétt. Hét áður Votaberg SU 14. Upphaflega Jón Helgason ÁR og smíðaður á Ísafirði.

1291. Sæþór EA 101 ex Votaberg SU. © Hafþór Hreiðarsson.
Flettingar í dag: 470
Gestir í dag: 83
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9394395
Samtals gestir: 2007264
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 12:53:16
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is