Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2014 Júlí

26.07.2014 13:39

Faldur

Hvalaskoðunarbáturinn Faldur á leið til hafnar á Húsavík síðdegis í gær.

1267. Faldur ex Faldur ÞH 153. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

24.07.2014 10:36

Sylvía

Hvalaskoðunarbáturinn Sylvía lætur úr höfn á Húsavík í gærkveldi.

1468. Sylvía ex Björgvin ÍS. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

16.07.2014 20:42

Fanney

Fanney baðar sig í hádegissólinni í gær, á milli ferða.

1445. Fanney. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

10.07.2014 14:59

Garðar

Hvalaskoðunarskipið Garðar á siglingu á Skjálfanda í dag.

260. Garðar ex Sveinbjörn Jakobsson SH. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

10.07.2014 11:45

Ásdís

Strandveiðibáturinn Ásdís ÞH á fleygiferð til hafnar eftir róður á Skjálfanda.

2587. Ásdís ÞH 136 ex Nonni í Vík SH. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

09.07.2014 09:31

Þingey

Þingey kemur hér til hafnar á Húsavík í gær en hún er á strandveiðum.

1650. Þingey ÞH 51. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

07.07.2014 20:22

Guðmundur Jensson

Alltaf gaman þegar nýir bátar koma til heimahafnar og þessa mynd tók Alfons á dögunum þegar nýr Guðmundur Jensson kom til Ólafsvíkur. Hann kemur í stað minni báts með sama nafni en frá komu hans sagði í Skessuhorni:

"Eigandi skipsins er útgerðarfélagið Guðmundur ehf. en félagið var búið að hafa makaskipti við útgerðarfélagið Blikaberg í Hafnarfirði, á minni báti sem félagið átti. Nýi Guðmundur Jensson SH hét áður Markús HF. Er hann 242 brúttótonn að stærð og smíðaður í Noregi árið 1968. Aðalvélin er Caterpillar og vélarafl 526 kW. Báturinn hefur að undanförnu verið í slipp í Skipavík í Stykkishólmi, þar sem fram fóru ýmsar lagfæringar. Var hann málaður auk þess sem straummælir og fjölgeislatæki var sett um borð. Mun Guðmundur SH fara á makrílveiðar í byrjun júlí og síðar á dragnót".

 

1321. Guðmundur Jensson SH 717 ex Markús SH. © Alfons Finnsson 2014.

 

 

07.07.2014 10:27

Freyr

Hér kemur mynd eftir Þorgrím Aðalgeirsson og sýnir hún Frey SF 20 á síldarmiðunum fyrir austan í den. Hann var nótalaus og snapaði hjá þeim sem voru með of mikið í nótinni.

1286. Freyr SF 20 ex Freyr KE. © Þ.A.

 

 

06.07.2014 13:27

Franskur baski

Attalaya Berria heitir hann þessi og er myndin tekin í franska bænum Hendaye við landamæri þar sem áin Bidasoa rennur á milli Frakklands og Spánar. Það eru nú ekki miklar upplýsingar um hann að finna en mér sýnist han vera 24 metrar á lengd og breiddin 8 metrar. Smíðaár gæti verið 1996.

Attalaya Berria BA-801906. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

Hér að neðan er myndband sem sýnir einhvernn veiðiskap á þessum bát.

 

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 535
Gestir í dag: 81
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399629
Samtals gestir: 2008173
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 12:41:15
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is