Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2014 Júní

30.06.2014 12:40

Risahlýri á línuna hjá Lágey

Snemma í morgun var Lágey ÞH 265 að landa í Húsavíkurhöfn. Það er GPG fiskverkun á Húsavík sem er eigandi bátsins. Í aflanum var einn stærsti hlýri sem veiðst hefur við Ísland en hann var 32 kíló og 131 sentimetri að lengd. Nánar er sagt frá þessu á fréttavefnum 640.is

 

Sverrir Þór skipstjóri heldur á ferlíkinu. © Hjálmar Bogi 2014.

 

29.06.2014 23:37

Á legunni

Skrapp yfir til Spánar í dag og var erindið að fara að höfninni í Hondarribia og skoða bátana. Hef nefnilega séð þá vera fara út, yfirleitt síðdegis, þegar ég hef verið á sröndinni hér í Hendaye. Allir keimlíkir og taldist mér þeir vera fimmtán að tölu.

Á legunni í Hondarribia á Spáni. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

29.06.2014 13:06

Frans Hals

Í gær var ég í Biarritz á suðvesturströnd Frakklands og fór m.a upp á höfða þar sem maður gat horft yfir stærstu ströndina í bænum. Það er viti á höfðanum og þar hjá er skipsskrúfa, sem mér láðist að mynda, og er hún að mér skilst af togaranum Frans Hals sem rak þarnu upp 19. nóvember 1996. Togarinn var í drætti en taugin slitnaði og því fór sem fór. Hér má skoða myndir af þessum atburði.

Myndin hér að neðan er tekin yfir ströndina sem togarinn rak upp í.

Biarritz í Frakklandi. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

26.06.2014 12:06

Í slippnum

Í gær tók ég þessa mynd í Hondarribia á Spáni. Nánar tiltekið í gamla bænum þar. Fórum sjóleiðina frá Hendaye sem er Frakklandsmegin landamæranna og tók siglingin yfir Bidasoaánna ekki langan tíma. En þar sem lagst var að var gamall slippur og þessi bátur þar í. Sýndist hann jafnvel vera safngripur hjá böskunum.

Í slipp. @ Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

22.06.2014 12:57

Baski

Myndaði þennan baska í San Sebastian í gær og eins og fyrri daginn veit ég ekkert um myndefnið annað en hvar ég tók myndina. Ekki þarna langt í burtu, eða í Pasaia de San Juan, voru stóru spánartogararnir sex smíðaðir fyrir íslendinga.

Í höfninni í San Sebastian. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

  

20.06.2014 15:06

SA 98

SA 98 stendur á þessum, veit svo sem ekki meira um hann nema það að hann sómir sér vel í Nýhöfn þar sem ég tók myndina. Á þjóðhátíðardegi íslendinga.

 

Í Nýhöfn þar sem litagleðin ræður ríkjum. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

08.06.2014 12:04

Bjarki skveraður

 Hér kemur ein gömul úr safni Barkar frá Hraunkoti og sýnir hún Helga Héðins vera skvera Bjarka ÞH.

5525. Bjarki ÞH 271. © Börkur Kjartansson.

07.06.2014 19:13

Rakel

Rakel SH er hér að manúera í Húsavíkurhöfn í byrjun vikunnar. Rakel er einn strandveiðibátanna sem gerðir eru út frá Húsavík.

7082. Rakel SH 700. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

03.06.2014 22:01

Hringur

Fonsi tók þessa á Breiðafirðinum í dag og sýnir hún Hring frá Grundarfirði á útleið.

2685. Hringur SH 153. © Alfons Finnsson 2014.

02.06.2014 16:37

Ópal

Skonnortan Ópal kemur úr skemmtisiglingunni sl. laugardag en fleiri myndir frá hátíðarhöldum sjómannadagsins á Húsavík má skoða hér

Ópal kemur að landi. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

01.06.2014 18:13

Óskar og Ómar heiðraðir

Í sjómannadagskaffi Slysavarnar-deildar kvenna í dag voru að venju tveir húsvískir sjómenn heiðraðir fyrir störf sín til sjós.

Þetta eru nágrannarnir af Baughólnum, Óskar Axelsson og Ómar Vagnsson, sem báðir eiga langa og farsæla sjómennsku að baki. 

Á meðfylgjandi mynd eru þeir ásamt eiginkonum sínum.

Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar fór stuttlega yfir feril þeirra til sjós og má lesa það hér

Ómar, Hulda, Ásdís og Óskar. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

01.06.2014 10:09

Sjómenn til hamingju með daginn

Óska sjómönnum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum til hamingju með sjómannadaginn. Meðfylgjandi mynd tók Þorgrímur Aðalgeirsson og sýnist mér árið vera 1979, eða þar um bil.

Frá sjómannadegi á Húsavík. © Þorgrímur Aðalgeirsson.

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 508
Gestir í dag: 88
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9394433
Samtals gestir: 2007269
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 13:55:12
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is