Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2014 Maí

31.05.2014 21:36

Skemmtisigling

Að venju var farið í skemmtisglingu á Skjálfanda um sjómannadagshelgina og lögðu bátar úr höfn kl. 10:30 í morgun. Komið var til hafnar rúmri klukkustund síðar og hér sjást tvær stærstu fleyturnar sem sigldu koma til hafnar. Skonnortan Opal og Jökull ÞH 259.

Komið til hafnar úr skemmtisiglingunni í dag. © Hafþór Hreiðarsson.

27.05.2014 22:11

Hver á skrúfurnar-Flóabáturinn Baldur

Velunnari síðunnar sendi þessa mynd og spurt er hver á skrúfurnar ?

Óskar Franz er með þetta rétt, þarna er um að ræða skrúfurnar á flóabátnum Baldri.

 

27.05.2014 21:39

Börkur

Hér er Börkur hinn nýi á toginu á kolmunamiðunum. Þegar Börkur myndaði nafna sinn var hann kominn með um 2500 tonn og sér varla á honum.

2865. Börkur NK 122 ex Malene S. © Börkur Kjartansson 2014.

 

 

21.05.2014 21:17

Hver á skrúfuna

Maður hefur tekið þátt í myndagátunum hver á stefnið og hver á brúnna en ég spyr hver á skrúfuna ?

 

20.05.2014 15:10

Nanna Ósk II

Hér siglir Nanna Ósk II til hafnar á Húsavík, tekið í dag. 

2793. Nanna Ósk II ÞH 133. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

19.05.2014 23:10

Sylvía

Hvalaskoðunarbáturinn Sylvía í kvöldsólinni þar sem hún stendur uppi í Húsavíkurslipp. 

1468. Sylvía ex Björgvin ÍS. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

15.05.2014 14:14

Júlli Dan

Hér kemur mynd Þorgríms Alla af Júlla Dan í innsiglingunni til Grindavíkur. Þessi er enn að og heitir Erling og er KE140.

233. Júlli Dan GK 197 ex Barðinn GK. © Þ.A

 

 

12.05.2014 16:32

Nappsværing

Hér er norski eikarbáturinn Nappsværing á siglingu árið 1987, myndin tekin úr togbátnum Rosvik sem síðar varð Geiri Péturs ÞH 344.

Þessar upplýingar fann ég með aðstoð Google:

1956- Bygget ved Brastad Skipsbyggeri, Romsdalen for Harding Reinholdsen m/fl., Myre. Lengden var 62 fot, og motoren en Heimdal på 120 hk. Navnet ble "Sjøtun", og fiskerinummeret ble N-37-Ø (Øksnes).

1969- Motoren byttes ut med en Grenaa på 220 hk.

1972- Solgt til Harry Pedersen, Rebbenes. Nytt fiskerinummer ble T-164-K (Karlsøy).

1982- Motoren byttes ut med en Grena på 330 hk.

1984- Solgt til Raine Vikten m/fl., Napp. Omdøpt til "Nappsværing", og nytt fiskerinummer ble N-101-F (Flakstad).

1985- Shelterdekk bygges på.

1987- Motoren byttes ut med en Scania på 421 hk.

1988- Forliser mellom Makkaur og Syltefjordstauran nett til 17. november. Hele mannskapet på fem berger seg.

 

LLQV. Nappsværing N-101-F ex Sjötun. © Hreiðar Olgeirsson 1987.

 

 

08.05.2014 21:32

Baldvin ÞH 15

Hér kemur mynd af Baldvin ÞH 15 sem Sigurgeir Harðarson tók c.a 1973-4 en tilefni þessarar birtingar er mynd af nýjum bát sem kom til Húsavíkur á dögunum. Hann ber sama nafn og er það tilkomið þannig að langafi Sigdórs Jósefssonar, annars eigenda bátsins, lét smíða fyrir sig trillubát með þessu nafni. Og það er sennilega trillan á þessari mynd en þegar þarna var komið við sögu átti Valdi Fúsa bátinn. 

Baldvin ÞH 15. © Sigurgeir Harðarson.

06.05.2014 19:52

Doddi og Baldur

Eins og segir í færslunni síðan í gær voru Doddi og Baldur að fiska vel á grásleppunni í gær. Drógu 4ja nátta og aflinn rétt tæp 5 tonn af heilli grásleppu. Þeir voru að draga í fyrsta skipti á Birni Jónssyni ÞH en voru búnir með eitt úthald á Mána ÞH sem Doddi á. Drógu upp á honum 30. apríl.

Þórður Birgisson og Baldur Kristinsson. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

Björn Jónsson ÞH 345 kemur að landi í gærkveldi. © Hafþór 2014.

 

 

06.05.2014 17:35

Baldvin ÞH 20

Nýr bátur bættist í flota Húsvíkinga um helgina þegar Baldvin ÞH 20 kom siglandi til heimahafnar í fyrsta skipti. Hann var keyptur frá Neskaupsstað en hér má lesa meira um komu hans.

7545. Baldvin ÞH 20 ex Mónes NK. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

05.05.2014 22:45

Björn Jónsson

Hér kemur mynd af Birni Jónssyni koma til hafnar á Húsavík í kvöld. Báturinn er á grásleppu en Doddi Ásgeirs ehf. er með hann á leigu. Báturinn er siginn að sjá en þeir Þórður Birgisson skipstjóri og Baldur mágur hans Kristinsson voru með tæp fimm tonn af grásleppu í þessum róðri.

7456. Björn Jónsson ÞH 345 ex Hilmir ST. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 508
Gestir í dag: 88
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9394433
Samtals gestir: 2007269
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 13:55:12
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is