Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2014 Apríl

05.04.2014 11:38

Petra

Petra SI að koma til hafnar á Siglufirði í vikunni. Petra er af gerðinni Seigur 1000 eins og stendur skýrum stöfum á henni. Upphaflega SK en nú SI. Eigandi Víkurver ehf. 

2668. Petra SI 18 ex SK 18. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

05.04.2014 08:33

Jónína, Hannes og Jónína

Hannes Gunnarsson skipstjóri á Jónínu EA úr Grímsey landaði á Húsavík í gær. Hann hefur verið við handfæraveiðar á Skjálfanda og Öxarfirði upp á síðkastið, aflabrögðin verið frá 500 kg. upp í 1700 kg. eftir daginn. Ég birti nú þrjár myndir sem ég tók í gær. Sú fyrsta sýnir Jónínu koma til hafnar, þá er mynd af Hannesi skipstjóra og loks mynd af Jónínu koma að flotbryggjunni sem hún á að liggja yfir helgina. Sem sagt helgarfrí á Jónínu.

2451. Jónína EA 185 ex Svanni ÍS. © Hafþór Hreiðarsson.

 

                   Hannes Gunnarsson skipstjóri á Jónínu EA 185. © Hafþór 2014.

 
 

                                                  Jónína EA kemur að flotbryggjunni eftir löndun.

 

 

 

04.04.2014 18:02

Kolbeinsey EA

Kolbeinsey EA kom til hafnar á Húsavík um kaffileytið í dag og ég klöngraðist út í grjótgarðinn sem kenndur er við Böku til að mynda hana. Og hér er ein úr syrpunni.

2678. Kolbeinsey EA 252 ex Landey SH. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

04.04.2014 13:24

Oddur á Nesi

Línubáturinn Oddur á Nesi kemur til hafnar á Siglufirði í gær. Oddur á Nesi var smíðaður hjá Siglufjarðar-Seig og afhentur eiganda sínum, sem er Útgerðarfélagið Nesið ehf. í febrúar 2010.

2799. Oddur á Nesi SI 76. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

03.04.2014 23:07

Viggó

Loksins loksins, í vor eru 34 ár (Getur það verið) síðan ég myndaði þennan bát fyrst. Það var þegar við fórum á Skálaberginu í slipp á Siglufirði rétt fyrir forsetakosningarnar sem Vigdís vann.  Þá smellti ég nokkrum myndum á fermingarmyndavélina og þar á meðal af Viggó en hann var við bryggju. Og í þessi skipti sem ég hef farið á Sigló til að mynda báta hefur hann legið við bryggju þar til í dag. Loksins náði ég honum á siglingu. Viggó var smíðaðurá Skagaströnd 1979 fyrir Sverrir Björnsson.

1544. Viggó SI 32. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

 

03.04.2014 22:00

Björgúlfur

Björgúlfur EA á siglingu inn Eyjafjörðinn vestan Hríseyjar. Stutt eftir í heimahöfn.

1476. Björgúlfur EA 312. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

02.04.2014 20:07

Aron

Grásleppubáturinn Aron ÞH kemur hér til hafnar á Húsavík í þokunni i gær.

7361. Aron ÞH 105 ex Liljan RE. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

02.04.2014 17:37

Sólarmegin í tilverunni

Fálkaklettur NS sem ég myndaði í þokunni í gær aftur kom til hafnar á Húsavík í dag. Og það er óhætt að segja að þá var hann sólarmegin í tilverunni miðað við gærdaginn.

2866. Fálkatindur NS 99. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

01.04.2014 17:49

Fálkatindur

Fálkatindur NS kom inn til Húsavíkur úr þokunni sem heiðrað hefur okkur hér við Skjálfanda eftir hádegi í dag. Hann er á handfæraveiðum og landaði slatta á markaðinn. Fálkatindur er alveg nýr bátur, smíðaður hjá Seiglu fyrir útgerðarfyrirtækið Glettu littlu á Borgarfirði eystra.

2866. Fálkatindur NS 99. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

 

Flettingar í dag: 491
Gestir í dag: 133
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396827
Samtals gestir: 2007668
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 20:40:10
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is