Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2014 Apríl

27.04.2014 17:57

Sædís SH

Alfons tók þessa mynd af Sædísi SH koma að landi í Ólafsvík í gær. 

2555. Sædís SH 138 ex Garðar. © Alfons 2014.

 

 

 

 

25.04.2014 00:08

Gleðilegt sumar

Óska síðulesurum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn, birti hér sumarlega mynd sem ég tók í dag af skipi Samskia, Akrafelli.

Samskip-Akrafell. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

20.04.2014 11:51

Edda SI

Grásleppubáturinn Edda SI kemur að landi á dögunum á Siglufirði. Hét áður Auðbjörn ÍS. Útgerð Stafey ehf. á Siglufirði. Báturinn hefur gengið í gegnum talsverða breytingar sem Siglufjarðar-Seigur sá um en neðri myndina tók ég sumarið 2012. Já og gleðilega páska.

1888. Edda SI 200 ex Auðbjörn íS. ©Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

1888. Edda SI 200. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

 

 

17.04.2014 13:02

Vaðgeir VE 7

Sigurður Helgason úr Þorlákshöfn sendi mér myndir af þrem bátum og koma þær úr hans einkasafni. Hér kemur sú fyrsta og sýnir hún Vaðgeir VE 7 í insiglingunni til Eyja. Vaðgeir hét upphaflega Narfi EA 671 á íslenskri skipaskrá. Í bókum Jóns Björnssonar segir að báturinn hafi verið smíðaður 1911 í Danmörku. Guðmundur Jörundsson og Áki Jakobsson Siglufirði eru sagðir eigendur hans frá 6. mars 1941 og verðum við því að gera ráð fyrir að hann hafi þá verið keyptur til landsins.

Skipið var 83 brl. að stærð og búið 232 hestafla Allen díeselvél þegar Guðmundur og Áki kaupa hann.

Gluggum aftur í  bók Jóns: Seldur 31. janúar Sigurði Sigurjónssyni og Ágústi Matthíassyni  Vestmannaeyjum og fékk skipið nafnið Þráinn VE 7. Selt 2. september 1952 Guðvarði Vilmundarsyni Vestmannaeyjum og fékk hann þá nafnið Vaðgeir VE 7 sem hann ber á myndinni hér að neðan. Selt 5. maí 1955 Útnesi h/f í Reykjavík og hélt skipið nafninu en varð RE 345. Selt 7. júní 1956 Jóni Magnússyni í Reykjavík. Skipið rak á land í Reykjavík og ónýttist 24. nóvember 1956.

Frá því sagði í Þjóðviljanum:

"Fjóra báta rak út úr höfninni í fyrrinótt.

Í fyrrinótt var hvassviðri um land allt og hér í Reykjavík komst veðurhæðin upp í 10 til 11 vindstig, þegar hvassast var. Í rokinu slitnuðu fimm mannlausir vélbátar frá bryggjum hér í höfninni og rak fjóra á fjöru við Kirkjusand. Hvassviðri skall á um kvöldið og um miðnætti var komið suðvestan 33 hnúta rok hér í Reykjavík. Hvassast varð um þrjúleytið um nóttina, þá mældist rokið 50-60 hnútar eða 10-11 vindstig, að sögn Veðurstofunnar. Þegar leið á nóttina færðist áttin meira til vesturs og með morgninum gekk veðrið niður. Spáð er þó áframhaldandi vestanátt með allhvöss um éljum. Bátarnir fimm, sem slitnuðu upp, voru bundnir við eina af bryggjunum í vesturhöfninni hjá verbúðunum á Grandagarði, og var enginn maður um borð í þeim.

Einn bátinn Snæfell,rak á land við Norðurgarðinn og náðist hann aftur á flot í gærmorgun. Hina bátana fjóra rak út úr höfninni og upp í fjöru skammt frá Kirkjusandi. Bátarir voru Erna RE 15, um 100 lestir að stærð, Vaðgeir RE 344 um 60 lestir, og tveir minni bátar: Freyja RE 99 og Unnur. Erna og Freyja lentu í fjörunni beint framundan þar sem var bátasmíðastöð Landssmiðjunnar, en Unnur undan Fúlutjörn. Fjaran er á þessum slóðum slétt og sendin og munu bátarnir því óskemmdir. Vb.Vaðgeir lenti hinsvegar vestar í fjörunni og hefur brotnað þar talsvert á klettum".

TFJL. Vaðgeir VE 7 ex Þráinn VE 7. © Sigurður Helgason.

 

 

14.04.2014 21:52

Meira af Heru

Hér koma fleiri myndir af Heru ÞH sem ég tók í dag. Já og áhöfn þeirri sem sigldi henni heim.

67. Hera ÞH 60 ex Óli Hall HU. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

67. Hera ÞH 60 kemur til Húsavíkur úr slipp. © Hafþór Hreiðarsson 2014

 

Leedsarinn Jón Hermann að leggja að bryggju. © Hafþór Hreiðarsson 2014

 

Guðmundur Vilhjálmsson og Arnar Sigurðsson sigldu Heru heim með skipper Jóni

 

 

 

14.04.2014 17:01

Hera ÞH 60

Hera er búinn að vera í slipp á Akureyri upp á síðkastið en í dag kom hún siglandi svona nýskveruð og fín. Og rækjan framundan. 

67. Hera ÞH 60 ex Óli Hall HU. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

12.04.2014 12:22

Þorkell Árnason GK 21

Þorkell Árnason GK að koma að landi í Sandgerði. Hér má sjá færslu sem ég setti inn um árið  um þennan bát en síðar fékk  hann nafnið Darri EA og eftir það Ásta GK. Dýrfiskur ehf. keypti bátinn og var honum siglt til Póllands þar sem honum verður breytt og í framhaldinu notaður sem þjónustubátur við fiskeldi á Vestfjörðum.

1231. Þorkell Árnason GK ex Hafalda SU. © Hafþór Hreiðarsson.
 

 

 

12.04.2014 11:38

Hafborg SI 4

Hér er Hafborg SI 4 sem í dag er ÞH 343 að koma úr róðri fyrir nokkuð mörgum árum. Gæti trúað að myndin væri tekin 1989 en fullyrði það ekki. Báturinn, sem byggður var í Dráttarbrautinni í Neskaupsstað, 1973, hét upphaflega Guðbjörg Sigfúsdóttir NK 20.

1350. Hafborg SI 4 ex KE. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

12.04.2014 11:21

Hafborg SI 4

Hafborg SI 4 að koma úr grásleppuróðir á dögunum. Hét áður Þröstur II ÞH og var smíðaður í Njarðvík árið 2000.

2458. Hafborg SI 4 ex Þröstur II ÞH. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

11.04.2014 20:55

Lukka SI 57

Lukka hét upphaflega Guðbjörg gul og var gul. Og er enn. Smíðuð á Akranesi 2001 og hefur verið lengd síðan. Hún fékk síðar nafnið Lukka og var ÍS. Í dag er hún SI 57 og tók ég þessa mynd í síðustu vikur er hún kom til hafnar á Siglufirði. Eigandi er Siggi Odss ehf. sem gerir hana út á línu.

2482. Lukka SI 57 ex ÍS. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

11.04.2014 14:08

Lundey ÞH 350

Lundey ÞH að koma í land í fyrradag. Þeir hafa fiskað ágætlega í netin að undanförnu frændurnir Árni Björn og Bóbi jr. 

6961. Lundey ÞH 350 ex Gáski. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

10.04.2014 20:11

Svona fór um sjóferð þá

Ég fór í sjóferð í gær sem var frekar í styttri kantinum þegar upp var staðið. En skemmtileg engu að síður. Þannig var að Addi skólabróðir hringdi og sagðist vera fara í prufusiglingu á Hafborginni. Og hann bauð mér með, aðallega svo ég gæti ekki farið að rífa mig síðar yfir því að hafa ekki verið boðið með. Hafborgu þessari hefur ekki verið siglt um nokkurra ára skeið og eftir endurbætur á bátnum sem og vélaskipti var komið að því. Hér koma nokkrar myndir sem segja sjóferðarsöguna í stuttu máli en eins og máltækið segir: Fall er fararheill.

Addi skipstjóri og útgerðarmaður ræðir málin við föður sinn á útleiðinni.

 

                 Við mættum bátum, m.a. Árna ÞH 127.

 

              Sigurður Sigurðsson skipstjóri.

 

             Vélin tók að hitna eftir að hosa gaf sig og þá var hringt eftir aðstoð.

 

      Óðinn kom á Frammaranum og tók okkur í tog.

 

                Landstím.

 

                       Það styttist í land og hásetinn Guðmundur klár i stafni.

 

                                                               Komnir inn í höfnina.

 

                       Hásetinn bindur að framan. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

 

 

 

 

 

10.04.2014 17:15

Vilborg ÞH 11

Vilborg ÞH 11 kemur úr línuróðri. Skipstjóri og útgerðarmaður Hreiðar Jósteinsson.

6431. Vilborg ÞH 11 ex Eyrún ÞH. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

09.04.2014 16:29

Árni ÞH 127

Árni ÞH 127 á landleið í dag, er á þorskanetum. Árni er smíðaður á Akureyri 1961af Svavari Þorsteinssyni og mælist 7 brúttótonn. Útgerðarmaður og skipstjóri á Árna er Bragi Sigurðsson.

5493. Árni ÞH 127. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

06.04.2014 16:37

Vorkvöld við höfnina

Tók bryggjurúnt í vorblíðunni í gærkveldi.

 

Húsavíkurhöfn að kveldi 5. apríl 2014. © Hafþór Hreiðarsson.

         Kvöldkyrrð. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

                                 Skonnortan Hildur í slipp. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

 

 

Flettingar í dag: 532
Gestir í dag: 97
Flettingar í gær: 725
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 9252914
Samtals gestir: 1994752
Tölur uppfærðar: 21.8.2019 13:15:55
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is