Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2014 Mars

17.03.2014 19:24

Finnur

Finnur EA kemur að landi í Sandgerðisbót í dag. Við þetta tækifæri kom upp í huga mér kom ævintýri HC um litla ljóta andarungann sem breyttist í svan. Hét áður Andri ÓF en var síðar skráður í Færeyjum um tíma en ég skrifa Andra sem fyrra nafn.

1542. Finnur EA 245 ex Andri ÓF. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

 

14.03.2014 13:42

Álsey og Vilhelm

Álsey og Vilhelm Þorsteinsson á loðnumiðunum fyrir skemmstu. Enn er seilst í smiðju Barkar frá Hraunkoti enda félagar í ljósmyndaklúbbi þaðan sem gott eitt kemur. 

2772. Álfsey VE 2 - 2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11. © Börkur 2014.

 

 

13.03.2014 18:59

Beitir NK

Beitir NK að veiðum á lonumiðunum fyrir vestan. Glæsilegt skip þarna á ferðinni. Áður Polar Amaroq og þar áður Eros.

2862. Beitir NK 123 ex PÐolar Amaroq. © Börkur Kjartansson 2014.

 

 

13.03.2014 18:54

Börkur

Hér er Börkur NK á loðnumiðunum fyrir vestan. Tekin af nafna hans á Lundey.

2865. Börkur NK 122 ex Malene S. © Börkur Kjartansson 2014.

 

 

13.03.2014 14:36

Helgi

Gundi á Frosta sendi mér þessa mynd í dag en þetta er Helgi SH við bryggju á Grundarfirði. Upphaflega Þór Pétursson ÞH í eigu Njarðar hf. í Sandgerði, smíðaður á Ísafirði. 1989 ef ég man rétt. Gundu, sem heitir fullu nafni Guðmundur Rafn Guðmundsson, á afmæli í dag og sendi ég honum hér afmæliskveðju.

2017. Helgi SH 135 ex Þór Pétursson GK. © Gundi 2014.

 

 

 

08.03.2014 11:38

Kristján

Ekki hef ég birt mynd af þessum bát undir þessu nafni á síðunni. Þarna heitir hann Kristján ÓF 51 en áður Særún HF 4. 

 

Hér er frétt úr Morgunblaðinu frá 11. febrúar 1999 en þar segir m.a frá fyrstu löndun Kristjáns í heimabyggð:

 

"KRISTJÁN ÓF 51 kom úr sinni fyrstu veiðiferð fyrir Sæunni Axels ehf. í Ólafsfirði nýlega. Fyrirtækið keypti skipið um síðustu áramót af Stálskipum í Hafnarfirði. Kristján ÓF, sem hét áður Særún HF 4, er 240 tonna línuveiðibátur með 14 manns í áhöfn. Aflinn úr fyrstu veiðiferðinni var um 31 tonn en leiðindaveður var á miðunum og náðu þeir aðeins að vera 3­4 daga á veiðum.

Ásgeir Logi Ásgeirsson, útgerðarstjóri Sæunnar Axels ehf., sagði að Kristján ÓF yrði gerður út frá suðurströndinni þegar veiðitímabilið á löngu og keilu hefst. Markmiðið með kaupunum á skipinu er að treysta rekstrargrundvöll fyrirtækisins og verður aflinn allur settur í vinnslu hjá fyrirtækinu í Ólafsfirði, saltaður og þurrkaður á markað í Argentínu og Brasilíu.

Áhersla á löngu og keilu

Skipið er án veiðiheimilda og segir Ásgeir Logi það ekki vera á dagskrá á næstunni að kaupa varanlegar heimildir á skipið. Verð á kvóta hefur snarhækkað og er mjög lítið framboð á honum. Langa og keila eru utankvóta og verður áhersla lögð á þær tegundir.

Ásgeir Logi sagðist ánægður með hið nýja skip og mun það renna föstum stoðum undir vinnsluna í Ólafsfirði og atvinnulíf á staðnum".

Það var og. En eins og margir bátaáhugamenn vita var Kristján upphaflega Jón Trausti ÞH.

 

76. Kristján ÓF 51 ex Særún HF. © Hreiðar Olgeirsson.

07.03.2014 18:09

Húsvíkingur

Hér má sjá rækjufrystitogarann Húsvíking ÞH 1 koma til hafnar á Húsavík. Upphaflega Pétur Jónsson RE 69, smíðaður í Noregi 1994. Keyptur til Húsavíkur 1997 en seldur úr landi 1999. Eftirfarandi frétt birtist í Mornublaðini og sagði frá sölunni:

"Rækjufrystitogarinn Húsvíkingur ÞH-1 hefur verið seldur til sjávarútvegsfyrirtækis í Noregi sem hyggst nota hann við rækjuveiðar undir rússneskum fána.

Húsvíkingur ÞH-1 er fimm ára gamalt skip og verður afhentur nýjum eigendum í september 1999.

Húsvíkingur ÞH-1 er ein stærsta eign félagsins og mun þessi skipasala hafa talsverð áhrif á rekstrar- og efnahagsreikning FH. Skuldir Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. minnka verulega við söluna. Ekki er gert ráð fyrir söluhagnaði eða tapi vegna sölunnar.

Með þessum sölusamningi Húsvíkings ÞH-1 sem var undirritaður í dag og sölu rækjuverksmiðjunnar á Kópaskeri samkvæmt viljayfirlýsingu frá 5. júní lækka skuldir félagsins um rúmar 900 milljónir gangi báðar sölurnar eftir.

Í kjölfarið kemur upp sú staða í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur að ekkert skip verður í eigu félagsins".

Svo mörg voru þau orð.

Húsvíkingur fékk nafnið Okenator og síðar Kafteinn Durachenko.

2216. Húsvíkingur ÞH 1 ex Pétur Jónsson RE. © Hreiðar Olgeirsson.

 

07.03.2014 13:30

Jón Garðar

Það verður að segjast alveg nákvæmlega og það er að ég hef ekki hugmynd um það hvort ég hef birt þessa mynd áður. Birti hér áður aðra sem sýnir bakboðrshliðina á bátnum sem er er eins og kannski margir þekkja Jón Garðar GK 475. Endaði sem Sæbjörg VE upp í fjöru við Stokksnes.

989. Jón Garðar GK 475. © Hreiðar Olgeirsson.

 

 

05.03.2014 19:45

Börkur

Hér sjáum við nýjasta skip íslenska flotans á loðnumiðunum úti fyrir Ísafjarðardjúpi. Börkur heitir hann og það heitir ljósmyndarinn líka. Glæsilegt skip þarna á ferðinni.

2865. Börkur NK 122 ex Malene S. © Börkur Kjartansson 2014.

 

 

02.03.2014 19:14

Timmiarmiut

Ásgeir Hólm tók þessa mynd af grænlenska togaranum Timmiarmiut sem kom til Ísafjarðar í vikunni.

Timmiarmiut GR-6-12. © Ásgeir Hólm Agnarsson 2014.

 

 

01.03.2014 23:29

Botnfari

Þessa mynd af Botnfara koma til hafnar í Keflavík en hann var keyptur frá Akranesi. Þar hét hann Lundaberg AK en eftir skveringu í Njarðvík kom hann svona líka fallega gulur til nýrrar heimahafnar. Myndina tók Sveinn Ingi í Álasundi og sendi mér. Kaupandi bátsins er Köfunarþjónusta Sigurðar. Upphaflega Fálkinn NS.

1631. Botnfari KE 10 ex Lundaberg AK. © Sveinn Ingi Þórarinsson 2014.

 

 

01.03.2014 14:18

Farsæll

Þessi var í fréttum í gær en þessi mynd er komin til ára sinna. Tekin í Keflavík og er Farsæll að koma að landi eftir róður í Bugtinni. Frétt gærdagsins má lesa hér

1636. Farsæll GK 162 ex Lovisa. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

01.03.2014 12:50

Haförn

Haförninn gamli sem Ási heitir í dag sést hér koma til hafnar á Húsavík. Smíðaður hjá Vör á Akureyri fyrir Útgerðarfélagið Þór á Eskifirði. Hét Vöttur SU 3. Síðar Vinur EA, Aðalbjörg II RE, Gulltoppur ÁR, Haförn ÞH og Ási ÞH. Hefur legið við bryggju undanfarin ár.

1414. Haförn ÞH 26. Ási ÞH 3 í dag. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

01.03.2014 12:36

Á Höfn 2004

Þessa mynd tók ég á Höfn í Hornafirði sumarið 2004. Hér liggja við bryggju Húnaröst, Þórir og Skinney. Allir farnir í pottinn í dag. Húnaröst upphaflega Gissur Hvíti SF 1. Þórir upphaflega Haförn GK 321 á íslenskri skipaskrá og Skinney sem upphaflega var Ísleifur IV VE 463.

Höfn í Hornafirði sumarið 2004. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

01.03.2014 12:30

Geir Goði

Geir Goði að færa sig til í höfninni í Sandgerði. Smíðaður í Svíþjóð 1963 og fékk nafnið Guðbjörg GK. Síðar Sæunn GK og loks Geir Goði GK. Alltaf GK 220. Seldur til Finnlands 2006.

242. Geir Goði GK 220 ex Sæunn GK. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

Flettingar í dag: 199
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 691
Gestir í gær: 173
Samtals flettingar: 9397226
Samtals gestir: 2007759
Tölur uppfærðar: 10.12.2019 04:16:16
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is