Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2014 Mars

30.03.2014 22:49

Á landleið

Tók þessa mynd í fjörunni við Bakkahöfða í dag. Sést í Bakkastakkinn til hægri og fjöllin skarta sínu fegursta handan flóans. Bjössi Sör á landleið úr hvalaskoðun og stýrði skipper Már honum af öryggi milli grásleppubaujanna.

1417. Bjössi Sör á Skjálfanda. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

29.03.2014 18:43

Diddi Helga

Diddi Helga SH á fullu stími á Breiðafirði í gær. Upphaflega Sædís SI frá Siglufirði. Snilldarmynd hjá Fonsa.

Diddi Helga SH 179 ex Sædís. © Alfons Finnsson 2014.

 

 

29.03.2014 18:35

Arnar

Arnar SH frá Stykkishólmi að draga netin á Breiðafirði í gær. Sem fyrr er það Fonsi sem myndar.

2660. Arnar SH 157 ex Happasæll KE. © Alfons Finnsson 2014.

 

 

 

29.03.2014 18:32

Bárður

Alfons tók þessa mynd í gær af netabátnum Bárði SH frá Arnarstapa.

2481. Bárður SH 81. © Alfons Finnsson 2014.

29.03.2014 18:24

Þinganes

Rækjuskipið Þinganes SF kom hér inn til Húsavíkur í veðurblíðunni sem ráðið hefur ríkjum við Skjálfanda í dag.

2040. Þinganes SF 25. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

29.03.2014 09:27

Vilborg

Þeim mun fækka grænu línubátunum sem landa á Húsavík samkvæmt nýjustu fréttum. Einn er sá bátur sem mun þó gera það eitthvað áfram. Vilborg ÞH 11 heitir hann og á þessari mynd sem Addi skólabróðir tók í vikunni er Brósi að draga línuna hér í flóanum.

6431. Vilborg ÞH 11. © Arnar Sigurðsson 2014.

 

 

28.03.2014 20:52

Sigurvon SH-Magnús SH

Alfons tók þessar myndir sem sýna sama bátinn sem smíðaður var á Akureyri 1974 og hét upphaflega Garðar II. Efri myndin var tekin þegar Skarðsvík ehf. var nýbúin að kaupa bátinn sem var árið 2002 ef ég man rétt eftir lestur frétta í vikunni. Þá hét hann Sigurvon en neðri myndina tók Fonsi í dag þegar báturinn var að koma úr róðri en eins og flestir vita heitir hann Magnús í dag.

 
1343. Sigurvon SH 200 ex Sigurvon BA. © Alfons Finnsson 2002.
1343. Magnús SH 205 ex Sigurvon SH. © Alfons Finsson 2014.

 

 

 

 

 

 

 

28.03.2014 20:35

Jónína

Kolbeinsey EA var ekki eini Grímseyingurinn sem var á skaki á Skjálfanda í dag. Skömmu á eftir henni kom Jónína EA til hafnar á Húsavík. Jónína, sem áður hét Svanni ÍS, er í eigu Sæbjargar ehf. í Grímsey  sem geriri einnig út samnefndan bát.

2451. Jónína EA 185 ex Svanni ÍS. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

28.03.2014 20:20

Kolbeinsey

Kolbeinsey EA hefur verið við handfæraveiðar á Skjálfanda í gær og dag. Tók ég þessa mynd af henni koma til hafnar á Húsavík á áttunda tímanum í kvöld en þá var birtu tekið að bregða.

2678. Kolbeinsey EA 252 ex Landey SH. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

27.03.2014 18:13

Hvalaskoðunarvertíðin hafin

Hvalaskoðunarvertíðin á Skjálfanda  hófst í morgun þegar Bjössi Sör lagði úr höfn á Húsavík með sex farþega frá þrem þjóðlöndum. Lesa meira hér......

 

1417. Bjössi Sör kemur að landi. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

22.03.2014 17:43

Magnús SH

Það var hátíðarstund á bryggjunni í Rifi í dag þegar Magnús SH kom til heimahafnar eftir algjöra endurnýjun í skipasmíðastöð Þ&E á Akranesi. Eins og kunnugt er var nær lokið við ýmsar breytingar á skipinu í fyrrasumar þegar eldur kom upp í því. Var í kjölfarið ákveðið að gera bátinn upp og virðist sem sú framkvæmd hafi tekist prýðilega eins og Fonsi vinur minn segir á Fésbókarsíðu sinni en hann tók þessa mynd og sendi mér.

 

1343. Magnús SH 205 ex Sigurvon. © Alfons Finnsson 2014.

 

 

20.03.2014 20:22

Þingey

Hjalti Hálfdánarson skipstjóri á Jökli ÞH hefur ásamt konu sinni Guðlaugu Gísladóttur keypt eikarbátinn Þingey ÞH. Þingey, sem er einn minnsti rækjutogari landsins, er ekki með öllu ókunn hér á Húsavík en Arnar Sigurðsson hana um nokkura ára skeið. En upphaflega var hún í eigu Auðuns Benediktssonar og gerð m.a út á rækju í Öxarfirði. Addi gerði hana út á grásleppu og handfæri því er um sannkallaðan fjölveiðibát að ræða. Hjalti vildi lítið tjá sig um fyrirætlanir sínar með bátinn en hann er eins og áður kemur fram skipstjóri á Jökli. Bátnum fylgdi grásleppuleyfi en Hjalti sagði Þingey ekki fara á grásleppu í vor, kannski á strandveiðarnar í sumar. Svo er eitthvað um ferðamenn hér á sumrin sagði hann kíminn. Þingey hefur legið í höfn í Stykkishólmi undanfarið.

1650. Þingey ÞH 51. © Hjalti Hálfdánarson 2014.

 

 

19.03.2014 21:53

Kolbeinsey

Kolbeinsey EA við bryggju á Húsavík sl. sunnudag. Áður Landey SH en upphfalega Jón Páll BA ef ég man rétt.

2678. Kolbeinsey EA 252 ex Landey SH. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

18.03.2014 14:19

Polar Amaroq

Þessa mynd tók Börkur Kjartansson af Polar Amaroq á dögunum. Glæsilegt skip þetta sem Siddi skólabróðir er á. Áður Gardar frá Noregi.

Polar Amaroq GR-18-49 ex Gardar. © Börkur Kjartansson 2014.

 

 

 

 

17.03.2014 20:31

Siggi

Hér lætur Siggi úr höfn í Sandgerðisbót í dag. Sigga smíðaði Kristján Sigurðsson á Siglufirði árið 1974 fyrir Þorlák Sigurðsson í Grímsey. Heimild: aba.is Hver er eigandi hans í dag er ég ekki viss um en kannski kemur Siggi Davíðs með svar um það handa okkur.

5390. Siggi EA 150. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

Flettingar í dag: 498
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 995
Gestir í gær: 134
Samtals flettingar: 9257745
Samtals gestir: 1995364
Tölur uppfærðar: 26.8.2019 10:02:14
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is