Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2014 Febrúar

03.02.2014 19:42

"Halldór Sigurðsson verður áfram gulur og gerður út frá Ísafirði"

Eftirfarandi frétt birtist á bb.is  en í henni segir að Útgerðarfyrirtækið Valþjófur ehf. hafi keypt bátinn Halldór Sigurðsson ÍS með aflaheimildum.

Valþjófur er í eigu Gunnars Torfasonar og Ólafs Jens Daðasonar. Báturinn er keyptur af útgerðinni Kili ehf. sem er í eigu feðganna Konráðs Eggertssonar og Guðmundar Konráðssonar. Gunnar Torfason segir að auk bátsins og fylgi með í kaupunum 5 prósenta aflaheimildir í innfjarðarrækju í Ísafjarðardjúpi, 100 prósenta hlutur í rækjuveiðum í norðanverðum Breiðafirði og hrefnuveiðileyfi. Valþjófur gerir út bátinn Eið ÍS á rækju í Djúpinu. „Eftir kaupin á þessum aflaheimildum erum við með 23 prósent af rækjunni í Djúpinu,“ segir Gunnar. 

Horfurnar í Djúpinu eru góðar að mati hans. „Veiðistofninn mælist 1.800 tonn og kvótinn sem var gefinn út fyrir vertíðina er 860 tonn þannig að það er farið varlega. Við gerum væntingar til þess að næsta vertíð verði góð miðað við horfurnar núna og það er mjög mikilvægt fyrir rækjuverksmiðjuna Kampa að áframhald verði á veiðunum.“ Báturinn verður gerður út áfram og segir Gunnar hann vera í toppstandi og vel útbúinn. „Báturinn er Konráð til mikils sóma. Hann er eins og nýr þrátt fyrir að vera 40 ára gamall og vel útbúinn til rækjuveiða, netaveiða og áframeldisveiða á þorski. Halldór Sigurðsson verður áfram gulur og gerður út frá Ísafirði.“ 

Konráð er ein þekktasta hrefnuskytta landsins og segir Gunnar að báturinn fari á hrefnuveiðar næsta sumar. „Konni er gamalreynd hvalveiðiskytta og hann ætlar að fara með okkur næsta sumar. En hjá Valþjófi starfar Karl Kjartansson sem hefur einnig mikla reynslu af hrefnuveiðum.“ (bb.is)

 

1403.Halldór Sigurðsson ÍS 14 ex Valur ÍS. © Alfons 2011.

 

 

 

03.02.2014 18:54

Berglín á leið fyrir Stafnes í dag

Bjössi á Stafnesi lánaði mér þessa myndir af Berglín sem hann tók í dag þegar togarinn fór hjá Garðinum.

1905. Berglín GK 300 ex Jöfur. © Arnbjörn Eiríksson 2014.

 

 

03.02.2014 16:55

Fengsæll

Fengsæll GK við bryggju í Grindavík fyrir margt löngu. Upphaflega Jón Finsson GK ef ég man rétt.

826 Fengsæll GK 262. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

Flettingar í dag: 546
Gestir í dag: 139
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396882
Samtals gestir: 2007674
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 21:47:09
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is