Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2014 Febrúar

08.02.2014 19:07

Haukaberg

Aflaklærnar á Geir ÞH tóku þessa mynd af Haukaberginu á Breiðafirði í dag. Glæsilegur bátur Haukabergið sem smíðað var á Akranesi 1974. Yfirbyggður 1997 og breytt í Póllandi 2006. Alltaf heitið þessu nafni og með heimahöfn á Grundarfirði.

1399. Haukaberg SH 20. © Geir ÞH 150 2014.

 

 

08.02.2014 17:55

Ásrún

Ásrún RE við bryggju í Reykjavík. Jón Ásbjörnsson hf. átti hana og gerði út. m.a til línuveiða. 

1417. Ásrún RE 277 ex Naustavík EA. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

08.02.2014 17:41

Naustavík

Naustavík EA 151 að koma til hafnar í Reykjavík eftir netaróður. Áður Sólrún EA 151 en hvalaskoðunarbáturinn Bjössi Sör. Hét einnig Ásrún RE 277, Helga RE 47 og Breiðdælingur SU. Smíðaur 1975 á Akureyri.

1417. Naustavík EA 151 ex Sólrún EA. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

08.02.2014 17:27

Háberg

Hábergið kemur hér hlaðið loðnu til hafnar í Grindavík fyrir löngu síðan. Fallegra svona rautt heldur en þessi guli litur sem á því var um tíma. Upphaflega Héðinn ÞH en Tómas Þorvaldsson GK í dag.

1006. Háberg GK 299 ex Hrafn GK. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

08.02.2014 12:34

Arney

Arney KE 50 að koma til hafnar í Sandgerði eftir netaróður. Hef nú birt sögu þessa báts og við litlu að bæta. En svona til gamans þá er vert að geta þess að hann og Sæmundur hér í færslunni að neðan tengjast svona nafnalega séð en Arney hét upphaflega Ársæll Sigurðsson GK 320.

 

1014. Arney KE 50 ex Ársæll Sigurðsson GK 320. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

08.02.2014 11:58

Sæmundur

Hér birti ég mynd sem ég held aðég hafi birt áður og skil reyndar ekkert í því. Hún var tekin á Breiðafirði um árið, eða c.a 1987 af Hreiðari Olgeirssyni. Þetta er Sæmundur HF 85 að draga netin. Upphaflega hét þessi bátur Björgvin EA 311 frá Dalvík. Og nú vitnar maður bara í bókaröðina Íslensk skip eftir Jón Björnsson frá Bólstaðarhlíð:

Smíðaður á Akureyri 1948 úr eik, 38 brl. að stærð búinn 132 hestafla Kelvin aðalvél.

Eigandi Ríkissjóður Íslands frá 7. maí 1949. Báturinn var seldur 28. september 1950 Sigfúsi Þorleifssyni á Dalvík og fékk nafnið Björgvin og einkennsstafina EA 311.

Báturinn skiptir síðan sex sinnum um eigendur áður en Eiríkur Ólafsson í Hafnarfirði kaupir hann haustið 1982 og gefur honum nafnið Sæmundur Sigurðsson HF 85. Því var svo breytt í Sæmundur HF 85 1985 en báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skipaskrá 1988.

638. Sæmundur HF 85 ex Sæmundur Sigurðsson HF. © Hreiðar Olgeirsson.

 

 

 

08.02.2014 11:45

Hólmatindur og Súlnafell

Hér toga þeir Hólmatindur og Súlnafell fyrir margt löngu. Sennilega 1988-9. Báðir horfnir á braut.

1567. Hólmatindur SU 220 - 978. Súlnafell ÞH 361. © Hafþór.

 

 

07.02.2014 22:06

Enn meira af Þorsteini

Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að birta fleiri myndir af Þorstein ÞH 115 en ég geri það nú samt. Ekki svo mikið að mynda hér á Húsavík þessa dagana. Hér er Þorsteinn í sleðan á leið upp í slippinn og síðasta myndin sýnir hann kominn upp. Þorsteinn er eins og flestir vita einn af Svíþjóðarbátunum svokölluðu, smíðaður 1946 og var upphaflega EA 15.

926. Þorsteinn ÞH 115 ex GK 15. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 
 

 

 

 

 

07.02.2014 15:58

Jón Kjartansson

Jón Kjartansson SU 111 tók sig vel út í kvöldblíðunni á Eskifirði í fyrrakvöld.

1525. Jón Kjartansson SU 111 ex Hólmaborg SU. © Gundi 2014.

 

 

06.02.2014 22:35

Halkion

Þessa mynd af Halkion VE fékk ég senda í dag og í texta sem fylgdi með segir að hann sé að koma til hafnar með 260 tonn af síld. Ekki fylgdi með nafn ljósmyndara en ég hef séð hana áður á netinu.  Myndin var í eigu Helga Þorleifs Erlendssonar bónda á Löndum í Stöðvarfirði. Halkion er eins og margir vita einn þeirra 18 síldarbáta sem smíðaðir voru í Boizenburg á árunum 1964-1967. Hann var seldur til Noregs 1975.

969. Halkion VE 205. 

 

 

06.02.2014 20:33

Kvöldkyrrð á Eskifirði

Frosti ÞH landaði á Eskifirði í gærkveldi og Gundi tók sér kvöldgöngu í blíðunnium miðnætti.  Myndavélin var að sjálfsögðu með í för og sendi Gundi mér nokkrar myndir og hér kemur sú fyrsta. Frosti fór svo út aftur um hádegi í dag.

Kvöldkyrrð á Eskifirði. © Gundi 2014.

 

 

06.02.2014 18:52

Í slipp

Hér mynd sem ég tók rétt í þessu af Þorsteini ÞH í slippnum á Húsavík. Ekki orð um það meir því nú skal gúffað í sig fiskibollum. 

926. Þorsteinn ÞH 115 ex GK 15. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

05.02.2014 18:16

Meira af Þorsteini ÞH

Hér koma fleiri myndir af Þorsteini ÞH sem ég tók í dag.

926. Þorsteinn ÞH 115 ex GK 15. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

 

 

 

 

05.02.2014 15:29

Þorsteinn ÞH 115

Þorsteinn ÞH 115 kom til Húsavíkur í dag og er í þessum skrifuðu orðum að verða kominn upp í slippinn. Hef ekki myndað hann áður með ÞH 115, amk. ekki á siglingu. Reyndar var sólin á móti og ég með litlu vélina mína þannig að ekki var von á góðu en þarna er hann kominn inn í höfnina á móts við Norðurgarðinn.

926. Þorsteinn ÞH 115 ex GK 15. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

03.02.2014 20:54

Bjarni Ólafsson

Bjarni Ólafsson sá sænski að landa loðnu í Reykjavík. Síðar Neptúnus ÞH 361.

1504. Bjarni Ólafsson AK 70. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

Flettingar í dag: 294
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 691
Gestir í gær: 173
Samtals flettingar: 9397321
Samtals gestir: 2007773
Tölur uppfærðar: 10.12.2019 05:34:30
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is