Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2014 Febrúar

18.02.2014 12:23

Björn Jónsson

Hilmir ST er orðinn Björn Jónsson ÞH eftir því sem fram kemur á vef Fiskistofu og tók ég þessa mynd af bátnum í morgun. Hann lét þá úr höfn á Húsavík áleiðis til heimahafnar á Raufarhöfn. Útgerðarfélagið Röðull á bátinn en að því fyrirtæki stendur Einar Sigurðsson.

7456. Björn Jónsson ÞH 345 ex Hilmir ST. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

17.02.2014 17:15

Snorri Sturluson

Hér kemur Grandatogarinn Snorri Sturluson RE 219 til hafnar í Reykjavík daginn fyrir Sjómannadag árið 2000. Snorri var síðar seldur Ísfélaginu í Eyjum og þaðan úr landi. Heitir Mayborg í dag. Held ég.

1328. Snorri Sturluson RE 219. © Hafþór Hreiðarsson 2000.

 

 

16.02.2014 13:04

Skipanes

Skipanes SH að draga netin á Breiðafirði um árið. Upphaflega Framnes ÍS 608, smíðað í Noregi 1963 fyrir Dýrfirðinga. Seldur til Grundarfjarðar 1984 og fékk þá þetta nafn, Skipanes. Seldur Hópsnesi hf. í Grindavík nokkrum árum síðar þar sem það fékk nafnið Hópsnes GK og var síðan látið víkja fyrir samnefndri nýsmíði sem kom 1990.

57. Skipanes SH 608 ex Framnes SH 608. © Hreiðar Olgeirsson.

 

16.02.2014 12:18

Ingólfur Arnarson

Hér er mynd af Ingólfi Arnarsyni RE við slippkantinn á Akureyri. Sennilega tekin 1985 +1 -1 eitt ár. Smíðaður fyrir BÚR í San Juan 1973. Síðar Freri RE.

1345. Ingólfur Arnarson RE 201. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

16.02.2014 11:40

Freri

Hér er ein aðeins komin til ára sinna, mig minnir að hún sé tekin árið 2000, á Sjómannadaginn. Þarna skríður Freri til hafnar í höfuðborginni. Freri er einn Spánartogaranna af stærri gerðinni og hét upphaflega Ingólfur Arnarson RE 201. Smíðaður í skipasmíðastöðinni Astillaros Luzuriaga í San Juan 1973. Ögurvík hf. keypti Frera árið 1985 og var hann gerður út til ársin 2013, síðasta löndun 13. mars samkvæmt vef Fiskistofu. Freri var lengdur 1999.

1345. Freri RE 73 ex Ingólfur Arnarson RE. © Hafþór Hreiðarsson 2000.

 

 

15.02.2014 14:09

Tjörnesingar á síldveiðum

Hér gefur að líta Tjörnesinga á síldveiðum. Og veitt var í lagnet. Ekki veit ég nafn bátsins en þykist kenna þá Dóra á Sandólum og Alla á Kvíslarhóli og spurning hvort það sé Hermann heitinn á Hóli sem er með sixpensarann. Myndin er tekin upp úr 1980 í Barminum.

Síldveiðar við Tjörnes. © Hreiðar Olgeirsson.

 

 

14.02.2014 16:39

Shetland Challenger

Shetland Challenger frá Leirvík hafði viðkomu á Húsavík á síðustu öld. Og þá meina ég viðkomu því á myndunum situr hann fastur við þvergarðinn. En eins og sjá má var nú samt byrjað að landa úr honum.  Myndin er í síðasta lagi tekin veturinn 1990 því Skálabergið var selt 1990. Shetland Challenger var smíðað í Tomrefjörd Noregi 1987 og hét þessu nafni til haustsins 1990. Hann hét Norvestor fram á sumarið 1991 er hann fékk nafnið Klara Birting sem hann hét til fram í nóvembermánuð 1993. Þá fékk hann nafnið Longva II sem hann bar til ársbyrjunar 1996 er hann fékk nafnið Marbella. Því nafni hét hann allt fram í janúarmánuð á síðasta ári er hann fékk núverandi nafn, Ilivileq. Hann er sem sagt grænlenskur í dag og var í Reykjavíkurhöfn í gær þar sem Grétar Þór myndaði hann. 

En þessar myndir tók Hreiðar Olgeirsson af Shetland Challenger í Húsavíkurhöfn.

Shetland Challenger LK 143. © Hreiðar Olgeirsson.

 

                                                           Landað úr Shetland Challenger LK 143.        

 

                                                             Shetland Challenger LK 14. Lerwick.
 

 

 

 

 

13.02.2014 21:21

Arney

Arney KE við slippkantinn á Akureyri þegar báturinn var í breytingum þar. Þær fólust í yfirbyggingu og brúarskiptum auk þess sem sett var ný aðalvél í af Storkgerð í hana. Þorgrímur Aðalgeirsson tók myndina.

1014. Arney KE 50 ex Ársæll Sigurðsson GK. © Þ.A 1982.

13.02.2014 19:45

Jökull

Ein frá haustinu 2012 af Jökli koma til hafnar á Húsavík. Han var þá á rækjuveiðum en kallarnir á Jökli voru einmitt að skipta yfir á rækju á dögunum.

259. Jökull ÞH 259 ex Margrét HF. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

12.02.2014 13:37

Skálaberg

Mynd Þorgríms sýnir Skálabergið í slipp og báta við bryggju. Trébátur þarna utan á Sigþór við Suðurgarðinn, gæti það verið Ver NS 400 ? (963) ?

Frá Húsavíkurhöfn. © Þorgrímur Aðalgeirsson.

 

 

11.02.2014 22:15

Eskfirðingur

Eskfirðingur SU við bryggju á Húsavík. Myndina tók Þorgrímur Aðalgeirsson. Eskfirðingur, sem sökk á Héraðsflóa 1988, hét áður Sæberg.  Upphaflega Jón Kjartansson SU og síðar Guðrún Þorkelsdóttir SU áður en hann fékk Sæbergsnafnið. Alltaf frá Eskifirði.

252. Eskfirðingur SU 9 ex Sæberg SU. © Þ.A

 

 

10.02.2014 19:41

Ingunn á landleið með 1000 tonn af loðnu

Þessa mynd af Ingunni AK tók Bjössi á Stafnesi sl. laugardag af Ingunni AK á siglingu fyrir Reykjanes áleiðsi á loðnumiðin. Og í dag er frétt á heimasíðu HB-Granda sem segir af aflabrögðum:

Ingunn AK er nú á leið til Vopnafjarðar með um 1.000 tonna loðnuafla sem fékkst á veiðisvæðinu við Skarðsfjöru undan SA-landi í sjö köstum í gær. Að sögn Guðlaugs Jónssonar skipstjóra þurfti töluvert að hafa fyrir þessum afla. 

,,Það voru ekkert sérstakar lóðningar og við lentum í því að rífa aðalnótina og þurftum því að nota varanótina. Í síðasta kastinu rétt fyrir kvöldmatarleytið í gær gekk hins vegar allt upp. Fallaskiptin breyttumst og við fengum rúmlega 300 tonn af loðnu í því kasti,“ sagði Guðlaugur.

Svo virðist sem að loðnan sé loksins farin að ganga upp á grunnin við SA-land og Guðlaugur segist vera bjartsýnn á framhaldið.

,,Það er reyndar ekkert að marka það sem gerst hefur síðustu dagana. Til þess eru skipin, sem eru að veiðum, of fá. Þegar við héldum áleiðis til Vopnafjarðar í gærkvöldi þá lóðaði víða á loðnu, s.s. við Ingólfshöfða og Hrollaugseyjar og ég frétti af skipi sem lóðaði á loðnu í Lónsbugt. 

Eins og staðan er nú þá einbeita menn sér að því að veiða fremst í loðnugöngunni, þar sem stærsta loðnan er á ferðinni. Aðrir staðir hafa lítið verið kannaðir. Miðað við hve loðnan er vel haldin þá kvíði ég ekki vertíðinni og mér kæmi ekki á óvart þótt við fengjum vestangöngu að þessu sinni. Þá er það jákvætt að orðið hafi vart við loðnu inni á Eyjafirði á þessum árstíma. Það hefur ekki gerst í fleiri ár en var ekki óvanalegt hér á árum áður,“ sagði Guðlaugur Jónsson.

Loðnan, sem nú er að veiðast undan SA-landi, er með um 15% hrognafyllingu sem er eðlilegt miðað við árstíma. Undanfarin ár hefur hrognataka ekki hafist að ráði fyrr en í lok febrúar en fyrrum var jafnan miðað við 3. mars í þeim efnum.


Af hinum uppsjávarveiðiskipum HB Granda er það að frétta að Lundey NS er á leið á miðin en Faxi RE er á Vopnafirði. Faxi var með um 600 tonn af loðnu í veiðiferðinni, sem lauk um helgina, og reiknað er með því að löndun ljúki seint í kvöld eða næstu nótt.

 

2388. Ingunn AK 150. © Arnbjörn Eiríksson 2014.

Heimasíða Bjössa

 

 

09.02.2014 15:45

Bjargey

Bjargey ÞH frá Raufarhöfn liggur í höfn á Húsavík og tók ég þessa mynd í dag. Bjargey er í eigu GPG Seafood.

2786. Bjargey ÞH 278 ex Tumi EA. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

09.02.2014 13:41

Jón Kjartansson

Jón Kjartansson SU við loðnuveiðar í lok febrúar 2013. Myndina tók Börkur Kjartansson vélstjóri á Lundey NS.

1525. Jón Kjartansson SU 111 ex Hólmaborg SU. © Börkur Kjartansson.

09.02.2014 13:23

Aðalsteinn Jónsson

Þessa mynd tók Börkur Kjartansson af Aðalsteini Jónssyni fyrir tæpu ári síðan. 

2699. Aðalsteinn Jónsson SU 11 ex M. Ytterstad. © Börkur 2013.
Flettingar í dag: 546
Gestir í dag: 139
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396882
Samtals gestir: 2007674
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 21:47:09
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is