Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2014 Febrúar

28.02.2014 19:14

Hafborg

Ég á svo margar myndir af Hafborginni að sennilega gæti ég haft eina á dag út árið. Þessa tók ég í maíbyrjun 2010 og ef ég man rétt var nýbúið að lengja hana að aftan. 

2323.Hafborg EA 152 ex Stapavík AK. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

 

 

27.02.2014 15:18

Áskell

Hér er Áskell EA á toginu sv. af Sandgerði í dag. Myndina tók Gundi á Frosta ÞH en báðir bátarnir eru með heimahöfn á Grenivík.

2749. Áskell EA 749 ex Helga RE. © Gundi 2014.

 

 

25.02.2014 21:54

Esjar

Dragnótabáturinn Esjar á toginu á Breiðafirði í dag. Mikið líf á Breiðafirði og í baksýn er Aðalsteinn Jónsson SU að dæla loðnunni um borð.

2330.Esjar SH 75. © Alfons Finnsson 2014.

 

 

25.02.2014 21:42

Steinunn

Dragnótabáturinn Steinunn SH með fimmtán tonna hal áBreiðafirði í dag. Myndina tók félagi Alfons.

1134. Steinunn SH 167 ex Ingibjörg. © Alfons 2014.

 

 

25.02.2014 16:07

Sandvík

Tók þessa af Sandvík EA koma til hafnar á Húsavík áðan. Þeir hafa verið að snuddast í flóanum að undanförnu. Ágætt að ná að mynda stjórnborðssíðun á bátnum en bakborðssíðan var mynduð í haust.

2274. Sandvík EA 200 ex Sandvík SH. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

24.02.2014 22:21

Helgi Pálma

Húsvíkngurinn Helgi Pálmason er hér í essinu sínu að koma í land á Húsavík, þá skipverji á Háhyrningi BA frá Patreksfirði. Myndin er tekin 1996-7 en kappinn fagnaði í dag sextugsafmæli sínu út í Tælandi og gifti sig í leiðinni. Hér má lesa aðeins um það og meira til.

Helgi Pálmason. © Hafþór Hreiðarsson.

23.02.2014 19:49

Hersir

Hér kemur mynd af Hersi á toginu. Hef áður birt mynd sem tekin var um leið og þessi. Hafrenningur GK hét hann fyrst á íslenskri skipaskrá. Báturinn var smíðaður 1976 í Danmörku en keyptur til landsins 1982. 

1626. Hersir HF 227 ex Hafrenningur GK . © Hreiðar Olgeirsson.

 

 

22.02.2014 16:27

Blár verður rauður

Hér má sjá bláan bát á góðri leið með að verða rauðan. Og var það vel.

Kristbjörg ÞH 44 ex Kristbjörg II ÞH. © Hreiðar Olgeirsson.

 

 

22.02.2014 11:23

Dolsöy

Þessar myndir tók Hreiðar Olgeirsson á síldarmiðunum við Jan Mayen 1967 og sýnir nótaskipið Dolsöy kasta nótinni. Ljósmyndari hafði skrifað aftan á myndinni að um væri að ræða fullkomnasta nótaskip Norðmanna á þeim tíma en það smíðað 1966, eða ári áður en Dagfari ÞH sem myndirnar voru teknar úr.

Skipið heitir Dolsöy og ég prófaði að gúggla það og það eina sem kom upp var úr Þjóðviljanum, í dálki sem Jóhann J. E. Kúld skrifaði um fiskimál 24 janúar 1967:

 

"Tveggja þilfara línuveiðarar.

Á síðustu árum hafa komið fram á sjónarsviðið tveggja þilfara fiskiskip. Fyrst kemur þetta fram við smíði á skuttogurum, en nú hafa einnig verið smíðaðir nokkrir tveggja þilfaralínuveiðarar.

Akers Mekaniskeverksted í Noregi hefur t.d. smíðað tvö slík skip á sl. ári, 380 rúmlestir að stærð hvert. Þessi skip bæði eru sambland af síldveiðiskipi fyrir hringnótaveiðar og úthafslínuveiðara,búin tveimur sterkum hliðarskrúfum.

 

Síðara skipið af þessari nýju gerð var smíðað fyrir útgerðarfélag í Álasundi, sem tilheyrir fiölskyldunni Aarseth, sem á nú yfir 25 fiskiskip.

Þetta skip hlaut nafnið Dolsöy,en sömu menn áttu áður línuveiðara með þessu nafni, mikið afla- og happaskip. Hin nýja Dolsöy á að geta lestað 5000 hektólítra af síld, en vera þó með 1 metra fríborði á miðsíðu yfir sjó.

 

Hér kemur m.a.fram einn af kostum þess að þilförin eru tvö. Þá er stöðugleikahæfni þessa skips talin sérstaklega mikil. Ég hef átt þess kost að ræða við norskan siómann sem stundaði þorskveiðar á Grænlandsmiðum að vetrarlagi á tveggja þilfara línuveiðara.

Hann taldi kostina marga á slíku skipi þegar fiskað er á norðlægum slóðum, framyfir skipin af eldri gerðinni.

Þá telja ýmsir málsmetandi menn að kostir tveggja þilfara skipa við síldveiðar, þegar flytja skal farm um opið haf, séu miklir".

 

Hvort þetta sé umrætt skip ætla ég ekki að fullyrða en hér koma myndirnar.

 

Dolsöy M-26-VD © Hreiðar Olgeirsson 1967.

 

                                                                   Dolsöy M-26-VD © Hreiðar Olgeirsson.

 

 

 

 

 

21.02.2014 20:26

Skúmur

Skúmur ÍS 322 kemur hér að slippbryggjunni á Akureyri um árið. Þarna er hann ÍS en Geiri Péturs ehf. á Húsavík búið að kaupa hann og þegar hann var búinn í slipp var hann orðinn ÞH. Og miklu fallegri, búið að loka síðunum alveg aftur og litasamsentingin fín.

1872. Skúmur ÍS 322 ex Skúmur GK. © Hreiðar Olgeirsson.

 

 

21.02.2014 10:29

Venus

Venus á ytri höfninni áður en hann fékk Grandalitinn. Upphaflega Júní GK og nú er hann kominn undir grænlenskan fána og heitir Juni.

1308. Venus HF 519 ex Júní GK. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

20.02.2014 21:11

Arnarborg

Hér eitthvað verið að færa Arnarborgina til í Hafnarfjarðahöfn um árið. 2005 var það. Arnarborgin var annar Háganganna sem frægir voru í Smugudeilunni. Síðar Arnarborg EA en þarna var hún skráð í Riga og búinn að liggja um tíma í Hafnarfirði.

Arnarborg ex Arnarborg EA. © Hafþór Hreiðarsson 2005.

 

 

20.02.2014 11:37

Akureyrin

Hér siglir Akureyrin inn Sundin blá fyrir löngu síðan. Upphaflega Guðsteinn GK en sögu þessa skips þekkja nú flestir sem vilja vita. Endaði sem þjónustuskip hjá Katla Seafood.

1369. Akureyrin EA 110 ex EA 10. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

19.02.2014 17:43

Ingimundur

Ingimundur SH 335 hét áður Heiðrún GK 505 en upphaflega og lengst af Heiðrún ÍS 4 frá Bolungarvík. Smíðuð á Ísafirði 1978. Síðast Skúmur HF 177 og seldur til Rússlands 2006. Heitir Skumur.

1506. Ingimundr SH 335 ex Heiðrún GK. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

19.02.2014 17:32

Benni Sæm

Benni Sæm kemur að landi í Keflavík fyrir mörgum árum síðan. Báturinn var smíðaður í Skipavík í Stykkishólmi 1973 og hét upphaflega Auðbjörg HU. Heitir Garðar GK í dag og hefur legið í höfn á Bolungarvík í nokkuð mörg ár.

1305. Benni Sæm GK 26 ex Björgvin á Háteigi GK. © Hafþór Hreiðarsson.
Flettingar í dag: 498
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 995
Gestir í gær: 134
Samtals flettingar: 9257745
Samtals gestir: 1995364
Tölur uppfærðar: 26.8.2019 10:02:14
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is